Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 11
Nr. 6
Heima er bezt
171
Guðmundur G. Hagalín:
Gömul harmsaga
Framh. úr síðasta hefti.
„Finnst oss feikna teitur
Fj allaskaga-Búinn,
fallegur og feitur,
frískur og þegi lúinn.
Dansinn mun hann státinn stíga
stássmeyjar við.
Syngur í lofti sælugaukur,
siglir fley á mið.“
Vor hið næsta kom Jón Ham-
borgari ekki að Fjallaskaga, og
þýzkir farmenn, sem Teitur bónd
átti viðskipti við niðri á Stiga
úti fyrir Barða, sögðu honum
þau tíðindi, að skip Jóns hefði
lent í sjóslag við enska hjá Suð-
urey í Færeyjum, þegar það var
á heimleið, og hefði Jón sjálfur
fallið i viðureigninni. Skipið
hafði komizt til Hamborgar, en
ekki kváðust þeir vita, farmenn
þessir, hvort íslenzkur maður
hefði verið í þeim hópi, sem af
komst. Fréttist svo ekkert a,f
Ingjaldi þetta sumar og tvö hin
næstu.
Á Fjallaskaga var allt tíðinda-
laust. Búi þreifst vel og var hinn
mannvænlegasti, en þótti ekki
fyrirleitinn. Móðir hans mátti
ekki heyra á hann hastað og lét
flest eftir honum, og eitt sinn,
þá er hún kom þar að, sem Guð-
borg griðkona stj akaði við svein-
inum, sló hún hana kinnhest.
Teitur bóndi drap aldrei hendi
við Búa litla og var mjög spar
á ávítur í hans garð, en hann
hafði gjarnan það lag, þá er
sveinninn sást ekki fyrir, að
hann tók hann með sér inn í
hjónaherbergi, út í smíðahús eða
niður að sjó og sagði honum frá,
talaði við hann um eitt og ann-
að eða sýndi honum gagnlega
hluti og skýrði fyrir honum, til
hvers þeir væru ætlaðir. Varð
sveinninn honum með afbrigð-
um eftirlátur og fylgispakur.
Loks var það á miðjum sól-
mánuði fjórða vorið eftir brott-
för Ingjalds, að fólkið á Lamba-
múla sá mann með pinkil und-
ir hendinni ganga inn og niður
hlíðina og stefna á bæinn. Þetta
reyndist vera Ingjaldur. Hann
kom norðan af Ingjaldssandi,
hafði farið Skörð til þess að
stytta sér leið. Hann var hrein-
lega búinn og ekki fátæklega og
hafði sverð við hlið. Mjög var
hann magur og sýndist toginleit-
ari og harðlegri en þegar hann
fór. Þrútið ör hafði hann frá
hársrótum og niður á augabrún.
Ensk skúta hafði lagt hann á
land undir Hrafnaskálanúp síð-
ari hluta nætur, og hafði hann
síðan haldið heim og ekki kom-
ið við á bæjunum á Ingjalds-
sandi. Fátt eitt vildi hann segja
úr utanför sinni. Hann kvaðst
hafa verið tekinn höndum í
slagnum við Suðurey og verið
hafður í böndum allt til Eng-
lands, en þar hefði hann síðan
lengstum átt illa vist og lent í
ýmsu, sem hann hirti ekki um
frá að segja. Sverð sitt tók hann
og hengdi á rúmmara, en gaf
því öðruhverju auga, svo sem ó-
sjálfrátt, eins og hann hefði um
hríð verið í slíkum félagsskap,
að þar hefði hann átt öryggi sitt
undir því, að sverðið væri hon-
um tiltækt.
Það var Guðborg griðkona, sem
varð fyrst til að flytja þeim
hjónunum á Fjallaskaga þá
frétt, að Ingjaldur væri kominn
úr utanför sinni.
Þrem nóttum eftir heimkomu
Ingjalds mætti Guðborg smal-
anum miðja vega milli bæjar og
kvíabóls. Smalinn mælti óða-
mála:
„Ha-ha-hann Ingjaldur er ...
kominn he-heim!“
Guðborg fleygði frá sér skjól-
unum, sem hún var á leið með
í kvíarnar, vék sér við og hljóp
til bæjar. Framan við búrdyr
mætti hún húsfreyju og elda-
konu. Húsfreyja hafði skál í
höndum. Guðborg sagði:
„Þá mundi hann nú heim
kominn, kempan Ingjaldur á
Lambamúla.“
Húsfreyja varð hvít sem lín,
missti skálina og greip í dyra-
stoð.
Guðborg þóttist eiga fleiri er-
indi að rækja, áður en hún færi
á kvíabólið. Hún gekk til smiðju,
en þaðan heyrðust hamarshögg.
Þar var Teitur bóndi að smiða
öngla. Guðborg mælti, þá er hún
kom i smiðjudyrnar:
„Þungan hug mundi húsfreyja
þín bera til Ingjalds á Lamba-
múla.“
Teitur bóndi leit við henni
hvatlega og sagði fljótmæltur:
„Hvað er til marks um það?“
„Hún varð sem liðið lik í fram-
an og missti úr höndum sér
skyrskálina, þegar ég sagði
henni, að Ingjaldur væri kom-
inn heim.“
Teitur bóndi stóð sem agndofa.
Síðan reiddi hann hamarinn og
keyrði í steðjann. Brotnaði
skaftið, en Teitur hruflaði ofan
af hverjum hnúa á brún steðjr
ans. Því næst leit hann til Guð-
borgar og mælti:
„Mæl þú allra kvikinda örm-
ust!“
Da,ginn eftir heimkomu sína
fór Ingjaldur út í Seljavík, hratt
fram bátkænu föður síns og reri
inn á Mið. Þar sat hann og dorg-
aði, unz hann hafði hlaðið kæn-
una. Næsta dag reri hann á nýj-
an leik, og aftur hlóð hann bát-
skelina. Hann reri síðan á Mið-
ið dag eftir dag og kom oftast að
landi með hlaðna fleytuna.
Aldrei skildi hann við sig sverð-
ið, hafði það ávallt með sér á
sjóinn.
Svo var það einn morgun í
sextándu viku sumars, að hann
reri ekki til fiskjar. Upp úr há-
degi bjó hann sig að heiman,
fór í klæði þau, sem hann átti
skást, og gyrð(i sig sverðinu.
Hann gekk síðan út í Seljavík,
hratt fram kænunni og reri út
að Fjallaskaga.
Teitur bóndi og þeir sjö sam-
an voru að slætti á grundunum
utan og neðan við bæinn, þegar
Ingjald bar að landi. Þeir
kenndu bátinn og þóttust
þekkja þann, sem á honum var.
Teitur stakk niður ljánum og