Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 2
162 Heima er bezt Nr. 6 woSxss(t HEIMA ER BEZT . Heimilisblað með myndum . Kemur út mánaðar- legra . Áskriftagjald kr. 67.00 . Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri . Ábyrgrðarmaður: Albert J. Finnbogason . Ritstjóri: Jón Björnsson . Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík . Prentsm. Edda h.f. V . J Efnisyfirlit Bls. 163 Minningar úr Ólafsdalsskóla, eftir Matthías Helgason. — 167 Hús skáldsins, eftir Kristmund Bjarnason. — 171 Gömul harmsaga, eftir Guðmund G. Hagalín. — 177 Jónas í Gjánum, kvæði eftir Gísla Olafsson. — 178 Fyrsti ísl. kvenlæknirinn, eftir Kristmund Bjarnason. — 183 Rímnaþáttur, eftir Sveinbjörn Benteinsson. — 185 Fjallabúar, framhaldssaga, eftir Kristian Kristiansen. Smælki o. fl. Ullarþv ottur (Forsíðumyndin). Eitt af mörgum bústörfum, sem breyttir búskap- arhættir og aukin tækni hafa létt af sveitafólkinu á seinni árum, er ullarþvotturinn, eða svo er nú orðið í flestum sveitum. Samvinnufélögin hafa komið á fót fullkominni ullarþvottastöð í sambandi við ullarverksmiðjur sínar og taka við ullinni óþveginni af bændum. Áreiðanlega mun þó ullar- þvottur ekki lagður niður á hverjum einasta bæ á landinu, því að eitthvað mun að minnsta kosti þvegið heima til heimilisnotkunar og jafnvel öll ull- in á einstaka stað. En þó er víst, að ullarþvottur með gamla laginu er senn úr sögunni og vitneskjan um hann aðeins til í minningum og skráðum heim- ildum. Á forsíðu ritsins birtist nú mynd af aldraðri konu, sem stendur við ullarpottinn. Hún hefur fært þvæl- una upp í meisinn yfir pottinum. Potturinn stend- ur í skýli, en það mun óvenjulegt, oftast voru hlóðin höfð undir beru lofti við lækinn. í íslenzkum þjóðháttum segir Jónas Jónasson frá Hrafnagili á þessa leið um ullarþvottinn: ,,Ullin var venjulega þvegin eftir rúninguna úr gamalli keytu og vatni á eftir og þurrkuð s'ðan. Þvælið var skolað í rimlalár eða viðjakörfu undir lækjarbunu. Þvæli- potturinn stóð á hlóðum við lækinn, var hrært í honum með priki. Þvælinu var kastað á hurð eða fleka (eða meis yfir pottinum), sem lá yfir lækinn ofan við bununa. Þar tók sá við, er skolaði í lárn- um, færði svo ullina fullskolaða upp á annan fleka neðan við lárinn, og var hún borin þaðan til þerri- vallar.“ Þessi lýsing mun fyrst og fremst eiga við Norðurland. En í bókinni Þjóðhættir og ævisögur er greinagóð lýsing á ullarþvotti á Suðurlandi á síðustu öld eftir fræðaþulinn alkunna, Finn Jónsson á Kjörseyri, og farast honum orð á þessa leið: „Nokkru áður en ullarþvottur hófst var safnað þvagi í kagga eða annað ílát, sem kallað var hland- stampur. Nýtt hland var talið ónýtt til þvotta. Hlóð voru gerð við vatnsbólið, þar sem átti að þvo. Á þau var settur stór pottur, og hann helltur milli hálfs og fulls af þvagi. Það var hitað, svo að það yrði snarpheitt, en syði ekki. Síðan var ullarvisk eða þvæla látin í pottinn og ýtt niður í löginn með trépriki. Yfir pottinn var látinn rimlameis, og sneri botninn frá þvottakonunni. Ullin var látin liggja stund (2—3 mínútur) í pottinum, og hrærði þvotta- konan hægt í honum á meðan og hreyfði ullina tii. Síðan lyfti hún þvælunni með prikinu upp í meis- inn, svo að úr henni sigi. Þá lét hún aðra visk í pottinn, og er hún hafði verið þar álíka lengi og hin fyrri, tekur þvottakonan fyrri viskina úr meisn- um og lætur hana upp á meisinn, en heitu þvæluna í hann. Þannig gengur það koll af kolli. Ef tvær konur voru við þvottinn, tók sú, er þvoði í vatninu, ullina af meisnum til þvottar, en ef ein þvoði, þurfti hún að vera til skiptis við pottinn eða vatnsbólið, og var það mjög tafsamt. Umbúnaður við vatnsbólið var líkur og enn tíðk- ast. Ef um var að ræða læk með hreinum grjót- botni, var sett í hann hrís eða smáriðið net fyrir neðan þvottastaðinn til þess að varna því, að lagð- ar flytu langt burt. Þvegið var í kláf eða körfu. Þess var gætt að taka ekki ullina upp úr vatninu fyrr en engin óhreinindi sáust í því. Þvegna ullin var látin í smádrílur á hreinan stað og venjulega ekki breidd til þerris fyrr en daginn eftir að hún var þvegin.“ Myndin hér að neðan sýnir fé safnast að hús- dyrum sínum snemma vors áður en sauðburður hefst og fé er sleppt. (Ljósm.: Þorst. Jósepsson).

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.