Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 10
I.jósm. Ivar Orgland. Um annað auðkenni listarinunu þó fleiri á einu máli: Að hún er lífgjöful: Meitlaður steinn er nær lífi og heilindi en ómeitlaður, liann er heilli, þótt höggvinn sé og fleygaður. Innblásið orð er meira lífi gætt en andlaust. Skáldlistin varð mörgum hlust- anda lífgjafi, en guðmóður skáldsins er líka lífgjafi þess sjálfs. Mönnum er tamt að hyggja dauðann vera slyngan sláttumann, og hann er það stundum, en að jafnaði bítur honum illa. Hann sargar taugar okkar allra hægt og hl jóðlega, handtak kulnar, hjarta þornar, æðum sorgar og gleði blæðir út, liægt, hljóð- lega og hversdagslega. En skáldið slær sigðina úr liöndum dauðans eða dregur hein fyrir egg liennar. Það er ef til vill dýrasta og mesta gjöfin að snúa hversdagslegum hægfara dauða í líf í eigin og ann- arra sál, og það er gert hverju sinni, sem ort er í sönnustu merkingu þess orðs og „fjötruð fegurð er leyst úr böndum“. Skáld kveða sig og aðra til lífs. Að eldast er að deyja hægt. Skáldið eldist ekki í skynjun, kennd og tjáningu, eða þá það lifir endur- kvæma æsku. Að vera skáld er að játa lífið og heyra, að: I.indanna ljúflingsmál er ljóðið um heimsins dýrð, Nr. 1-2 Smáborgarinn myndi segja: Skáldum leyfist að hlæja og gráta, og þau geta ekki gert það þegjandi. Smáborgarinn dirfist ekki lengur að hlæja og gráta, smáskáldið ekki heldur, nema með fyrirvara eða í felum. Þjóðskáldið verður frá sér numið, hrifning þess á réttinn allan: Kletturinn er mín konungshöll. Kirkja mín tindur, þakinn mjöll, helguð heilögum anda. Þar vex og hækkar mín hugsun öll, unz himnarnir opnir standa. Ríki þess og auður á engin takmörk. Það á lönd til yztu ósa, elfur, fossa, hæstu tinda. Það á eldfjöll, öll sem gjósa, ofurmætti hafs og vinda, angan hinna rauðu rósa, regns og sólar gróðrarmátt, hamingjunnar hjartaslátt, hugsjónanna andardrátt, draumanætur, daga ljósa, djúpsins gull og loftið blátt. Hrifningin er líka lífsnauðsyn, án hennar deyr skáldið, án hennar er engin mennska. Appolló, söngsins guð, ég eíska og tilbið þig. Á óskastund hefur máttur þinn frelsað mig og gefið mér aftur góða og týnda sál, gefið hjartanu ástir, tungunni mál, viljanum mátt og augunum æðri sýn------- Eilífi guð. Eg er skáldið og söngvari þinn. Eitt af auðkennum skáldsins er hin einkennilega og við fyrstu sýn fjarstæðukennda tvíeining: sam- kennd — einmanaleiki. En bæn mína og kvein skilja öræfin ein og hið einmana, skjálfandi strá. Við fyrstu lieyrn virðist sá einmana, er svo kveð- ur. En einmanaleikinn hverfur fyrir samkennd, sem á skilning hjá öræfum og skjálfandi stráum. Ef til vill er slík samkennd kjarni allrar ekstase, þess að verða frá sér numinn, verða frá sér numinn er að verða numinn til annarra, numinn til lifandi sam- skynjunar og samkenndar með öllum og öllu. Því fylgir líka dýpsta samúð, samfagnaður, sam- þjáning. Um hana segir skáldið: því að hrifning er aðal skáldsins og Iðunnarepli. Skáldið verður frá sér numið. Skáld skrifta og játa, skáld hlæja og gráta. Allar sorgir eru þínar sorgir, allar kvalir eru þínar kvalir, allar bænir eru þínar bænir. Framhald á bls. 45. 8 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.