Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 21
Nr. 1-2 Heima 19 --------------------------------er bezt---------------------------- Sitjandi frá vinstri: Helgi ísaksson. Snorri Sigfússoti. Hallgrimur Kristjánsson. Jón Kristjánsson. Þorsteinn Thorlacius. — Miðröð frá vinstri: Páll Jónatansson. Páll Ásgrimsson. Jón Steingrimsson. Pctur Jónasson. Frimann Frimannsson. Tryggui Jónasson. Snorri Snorra- son. Oddur Kristjánsson. Guðmundur Kristjánsson. — Aftasta röð frá vinstri: Benedikt Jónsson. Magnús H. Lyngdal. Jónas Þ. Þór. Arni Jónsson. Söngstjórinn Magnús Einarsson. Kristján Sigurðsson. Asgeir Ingimundarson. Jón Þ. Þór. fyrsti karlakór á Akureyri, og var sí-syngjandi þar hin fyrstu ár aldarinnar, og vakti mikla athygli út um allar sveitir. Þótti fátt meiri viðburður í lífi söngþyrstra sálna, en að heyra Heklu syngja á þess- um árum. Hafði hún þá á að skipa ágætum söng- kröftum og var mikið líf og fjör í flokknum. Seinnipart vetrar 1904 gerist ég meðlimur Heklu, og eru þar þá fyrir um 20 söngmenn. Varð flokk- urinn aldrei fjölmennari. En mikið var sungið þennan vetur. Þó minnist ég þess ekki, að um utan- för væri nokkurntíma rætt. Hitt vissi ég löngu síð- ar, að söngstjórinn bjó þá yfir þeirri ráðagerð, en engum mun hann þá hafa sagt þann hug sinn. En í nóvember þetta ár, þ. e. 1904, var með mik- illi leynd rætt um þennan möguleika innan flokks- ins. En svo litla trú munu menn hafa haft á því, að úr utanför gæti orðið, að það gæti yfirleitt komið til mála að ráðizt yrði í slíkt risafyrirtæki, að sigla og syngja í útlöndum, að óhugsandi var að nokkur meðlimur söngflokksins væri svo lausmáll, að hon- um kæmi til hugar að gera sig að því fífli að ympra á slíku við nokkurn lifandi mann. Þetta var í raun og veru mikil fjarstæða. Það þótti þá enginn smá- vegis viðburður, að einn maður tæki sig til og sigldi til útlanda. Það vakti mikið umtal og þótti mikill frami þá. En að heill hópur manna tæki upp á því, að ætla sér vit í lönd til að syngja, það var meira en góðu hófi gegndi, það var að steypa sér út í fáránlega vitleysu. Þess vegna var engin hætta á að neinn úr flokknum léti liafa slíkt umtal eftir sér. Og svo liðu hátíðarnar. Ég var þá í skóla og hafði farið heim um jólin. En skömmu eftir nýjárið var það einu sinni á æfingu í flokknum, að söngstjór- inn lagði mikla áherzlu á að við létum okkur ekki vanta á æfino;ar í vetur. Ekki minntist hann samt á, að neitt óvanalegt stæði til, en það vissum við seinna, að hann hafði þá með sjálfum sér ákveðið förina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.