Heima er bezt - 01.01.1956, Page 21
Nr. 1-2 Heima 19
--------------------------------er bezt----------------------------
Sitjandi frá vinstri: Helgi ísaksson. Snorri Sigfússoti. Hallgrimur Kristjánsson. Jón Kristjánsson. Þorsteinn Thorlacius. — Miðröð frá
vinstri: Páll Jónatansson. Páll Ásgrimsson. Jón Steingrimsson. Pctur Jónasson. Frimann Frimannsson. Tryggui Jónasson. Snorri Snorra-
son. Oddur Kristjánsson. Guðmundur Kristjánsson. — Aftasta röð frá vinstri: Benedikt Jónsson. Magnús H. Lyngdal. Jónas Þ. Þór. Arni
Jónsson. Söngstjórinn Magnús Einarsson. Kristján Sigurðsson. Asgeir Ingimundarson. Jón Þ. Þór.
fyrsti karlakór á Akureyri, og var sí-syngjandi þar
hin fyrstu ár aldarinnar, og vakti mikla athygli út
um allar sveitir. Þótti fátt meiri viðburður í lífi
söngþyrstra sálna, en að heyra Heklu syngja á þess-
um árum. Hafði hún þá á að skipa ágætum söng-
kröftum og var mikið líf og fjör í flokknum.
Seinnipart vetrar 1904 gerist ég meðlimur Heklu,
og eru þar þá fyrir um 20 söngmenn. Varð flokk-
urinn aldrei fjölmennari. En mikið var sungið
þennan vetur. Þó minnist ég þess ekki, að um utan-
för væri nokkurntíma rætt. Hitt vissi ég löngu síð-
ar, að söngstjórinn bjó þá yfir þeirri ráðagerð, en
engum mun hann þá hafa sagt þann hug sinn.
En í nóvember þetta ár, þ. e. 1904, var með mik-
illi leynd rætt um þennan möguleika innan flokks-
ins. En svo litla trú munu menn hafa haft á því,
að úr utanför gæti orðið, að það gæti yfirleitt komið
til mála að ráðizt yrði í slíkt risafyrirtæki, að sigla
og syngja í útlöndum, að óhugsandi var að nokkur
meðlimur söngflokksins væri svo lausmáll, að hon-
um kæmi til hugar að gera sig að því fífli að ympra
á slíku við nokkurn lifandi mann. Þetta var í raun
og veru mikil fjarstæða. Það þótti þá enginn smá-
vegis viðburður, að einn maður tæki sig til og sigldi
til útlanda. Það vakti mikið umtal og þótti mikill
frami þá. En að heill hópur manna tæki upp á því,
að ætla sér vit í lönd til að syngja, það var meira
en góðu hófi gegndi, það var að steypa sér út í
fáránlega vitleysu. Þess vegna var engin hætta á að
neinn úr flokknum léti liafa slíkt umtal eftir sér.
Og svo liðu hátíðarnar. Ég var þá í skóla og hafði
farið heim um jólin. En skömmu eftir nýjárið var
það einu sinni á æfingu í flokknum, að söngstjór-
inn lagði mikla áherzlu á að við létum okkur ekki
vanta á æfino;ar í vetur. Ekki minntist hann samt
á, að neitt óvanalegt stæði til, en það vissum við
seinna, að hann hafði þá með sjálfum sér ákveðið
förina.