Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 42
40 Heima Nr. 1-2 --------------------------------er bezt---------------------------- ur að hreiðra um sig í djúpum hægindastóli og geta grafið fæturna í þykku, mjúku gólfteppinu, fá að hvíla augun á myndskreyttum veggjum, finna heimilishlýjuna umleika sig. Enn hafði ekki hress- andi gusturinn, sem barst inn í bílinn, getað leyst huga hans úr læðingi tveggja ára minninga um fangavist, gusturinn hafði ekki blásið á burt rammri lyktinni og járnbragðinu, sem gegnsýrði allt. En á slíku heimili, sagði hann við sjálfan sig. .. . Hilliardfjölskyldan hafði keypt hús sitt við Kess- lerbreiðstrætið af því að það var í stærra lagi sam- anborið við nýju húsin í úthverfunum, sem seld voru við lítið eitt vægara verði. Það var vel tilvinn- andi að greiða ögn meira fyrir þetta hús, því að auk þess sem þaðan mátti heita stutt í búðir og biðstaðir almenningsvagna ekki langt undan, var það þó nógu langt frá öðrum liúsum til þess, að fjölskyldan fyndi til þess, að þetta hús ætti hún og hér væri hún út af fyrir sig. Auk þessa var húsið tíu húsalengjum utan bæjartakmarka, svo að skatt- arnir voru lægri. í þau átta ár, sem þau höfðu búið í þessu húsi, höfðu þau, án þess að gera sér það Ijóst, fest ást á hverjum krók og kima þess, hverju þrepi, hverjum þaksteini. Brýn nauðsyn var á að mála það næsta vor, og lnisgögn þau, sem keypt höfðu verið, þegar Dan kom heim úr flotanum að styrjöldinni lokinni, báru þess menjar, að börn hefðu verið í húsinu. Cindý, sem var nítján ára, taldi einsætt að fá önnur húsgögn í dagstofuna eins fljótt og kostur væri, en Elenóra, móðir hennar, var ekki jafnviss um, að þess gerðist þörf. Þótt þau gætu fengið tuttugu af hundraði í afslátt á hús- gögnum, af því að'Dan hafði með höndum deildar- stjórn í vöruhúsi, sem var með stærri vöruhúsum borgarinnar, var hinu ekki að leyna, að verðbólga var mikil um þessar mundir, og húsgögnin voru snotur. Þetta var skoðun Elenóru. Auk þess hafði hún fyrir tæpri viku bent Dan á þann möguleika, að Cindý kynni að gifta sig fyrr en varði, en Dan hafði eins og venjulega ekki anzað neinu. Þegar Dan gekk niður dyraþrepin kl. 7.40 þenna miðvikudagsmorgun, reyndi hann að leiða hugann að þeim mörgu og sundurleitu viðfangsefnum, sem biðu hans um daginn í stað þess að láta hina kvelj- andi óvissu um framtíð dóttur sinnar, sem raunar jaðraði við hræðslu, ná fullum tökum á sér. Raunar var ekki svo að skilja, að hann væri sérstaklega mót- hverfur Karli Wright. Hann vítti sjálfan sig, því að hér gætti ef til vill nokkurar eigingirni hjá hon- um. Dan hafði orðið að vinna baki brotnu til þess að koma fyrir sig fótum efnalega, hafði orðið að gjalda hvern eyri við vinnu sinni. Húsið að tarna var sönnun þess, hve langa og erfiða baráttu hann hefði háð. Þetta hafði hann þó komizt, þótt aldrei væri hann nema gagnfræðingur. Hann fann til sín, og þetta stolt var blandið gleði yfir því, sem hann hafði gert, og þakkarhug. Karl Wright var aftur á móti ekki úr flokki þeirra unglinga, sem hann gæti nokkurn tíma sætt sig við. Kalli — eins og Cindý var farin að kalla hann — síðan hún varð skrifstofu- stúlka á málaflutningsskrifstofu þeirri, sem Wright hinn ungi átti hlut í, — hafði fengið allt upp í hendurnar, hafði aldrei þurft að erfiða fyrir neinn. Hann var lánsmaður, drengurinn. En Dan þóttist líka hafa hlerað það utan að sér, og hafði auk þess nokkuð fyrir sér í því, að Karl væri alvörulítill piltur, sem hefði hugann fremur við hraðan akstur, laglegar stúlkur og sífellt drykkjusvall en að fá sér góða stöðu í þjóðfélaginu. Dan tók sem sagt þetta mál þeim tökum, sem feðrum er títt eða eins og Cindý orðaði það í reiði sinni: „sem íhaldssamur, gamall karlfauskur“. Dagsins ys og erill hafði byrjað í eldhúsinu fyrir næstum klukkustund. Þar sat Ralphie og hékk yfir morgunmatnum, rétt eins og hann væri hegning fyrir gömul afbrot, og horfði á hálffullt mjólkur- glas. Hann leit upp, þegar Dan knýtti sterklegan hnefann og þrýsti hnúunum með gætni að mjúkri kinn tíu ára drengsins. Elenóra, sem var kringlu- leit eins og sonur hennar, sem hún hafði jafnframt gefið ljósa hárið í arf, brosti og setti rjúkandi flesk og steikt egg fyrir Dan og tyllti sér svo niður gegnt honum við eldhúsborðið. Þegar hún var ósnyrt, varð hún líka barnsleg, lítil og grönn, eins og hún í rauninni var. „Lucille er veik,“ sagði hún eins og til að skýra það, að stúlkan, sem hjálpaði henni á miðvikudög- um og laugardögum, hafði ekki látið sjá sig í þetta skipti. / „Aftur?“ spurði Dan. „Hefur nokkuð horfið af gininu?" Elenóra hrukkaði ennið og hristi höfuðið og leit umvöndunaraugum á Ralphie, sem leit upp frá mjólkinni og brosti íbygginn. „Hún er líklega á því,“ sagði hann öldurmannlega. „Hvar lærir barnið svona mál?“ spurði Dan. „Hann hefur þetta úr gamanblöðunum,“ svaraði Elenóra, um leið og hún smurði brauðsneiðina, „og svo sjónvarpinu. Veiztu hvað þetta þýðir, sem þú sagðir, Ralphie.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.