Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 23
Nr. i-2 Heima 21 -----------------------------— er bezt ---------------------------- unda, þó að þau væri ekki á söngskrám, og stund- um sungin. Og svo að sjálfsögðu þjóðsöngur Norð- manna. í raddir var raðað þannig: að í 3 efstu röddun- um (1. tenór, 2. tenór og 1. bassa) voru 5 menn í hverri, en í 4. röddinni (2. bassa) voru 6. Alls 21 maður auk söngstjórans. Þessir menn voru í flokknum: 1. tenór: Hallgrímur Kristjánsson, Akureyri, Jón Kristjánsson, Glæsibæ, Snorri Sigfússon, Tjörn, Snorri Snorrason, Akureyri, Tryggvi Jónasson, s. st. 2. tenór: Benedikt Jónsson, Akureyri, Guðm. Kristjánsson, s. st., Helgi ísaksson, s. st., Jón Þórarinsson Þór, s. st., Þorst. Thorlacius Þórarinsson, s. st. 1. bassi: Árni Jónsson, Hjalteyri, Frímann Frímannsson, Akur- eyri, Kristján Sigurðsson, Dagverðareyri, Magnús Helgason, Ak- ureyri, Pétur Jónasson, s. st. 2. bassi: Ásgeir Ingimundarson, Akureyri, Jónas Þórarinsson Þór, s. st., Jón Steingrímsson, s. st., Oddur Kristjánsson, Glæsibæ, Páll Ásgrímssoii, Akureyri, Páll Jónatansson, s. st. Þá voru það peningamálin, sem ætla mátti að valdið hefðu áhyggjum, því að öll mundi útgerðin kosta ærið fé, og allir vorum við félausir. En slíkar áhyggjur voru víðs fjærri. Miklu fremur munu sumir hafa talið hagnaðarvon af þessu fyrirtæki, og var þá engu að kvíða. En peninganna var aflað með víxilláni, sem stjórn flokksins skrifaði upp á, en allir að sjálfsögðu ábyrgðust. Og svo líftryggðu sig allir, og fékk bankinn þau bréf sem baktryggingu, ef illa skyldi nú fara og hópurinn sökkva í sæinn. Og að lokum gengu svo allir í góðtemplararegluna, svo að Bakkus gæti engum tökum náð á hópnum. Var nú öllum undirbúningi lokið, og hafði allt gengið að óskum. Og síðustu dagana söng Hekla nokkrum sinnum fyrir bæjarbúa, og vantaði þá ekki áheyrendur. Þótti nú flokkurinn syngja með ágæt- um, og voru margir glaðir og bjartsýnir, og flestir munu hafa átt þá ósk heitasta, að flokkurinn kæmi með sæmd úr þessari glímu. Og svo var það einn morguninn síðast í október, að stigið var um borð í Kong Inge, sem var nýlegt skip, er Thórefélagið átti og gekk milli íslands, Noregs og Danmerkur. Ekki var þetta stórt skip á nútíma mælikvarða, en rúmaði þó vel hópinn. Og eftir að hafa kvatt mannfjölda á bryggjunni með lagi Lindblads „Sett maschinen i gáng“ — Nú er ferðbúið fley, — létti Ingvi kóngur akkeri og dró út á djúpið. Áformað hafði verið verið að syngja á nokkrum stöðum á leiðinni, og varð Húsavík fyrsti staður- inn. Þar var uppi fótur og fit. Lét Stefán Guðjohn- sen sækja hópinn á bátum og flytja í land, og sung- um við þar í stóru pakkhúsi fyrir fjölda fólks, en Guðjohnsen, sá mikli söng- og músíkvinur, þakkaði og fór hinum mestu viðurkenningarorðum um sönginn. Á Austfjörðum söng Hekla á Seyðisfirði, Fá- skrúðsfirði og Eskifirði, allsstaðar fyrir fullu húsi, en það voru sums staðar hreinleg og þrifaleg pakk- hús, og allsstaðar var söngnum ágætlega tekið. Mik- ið klappað, en einkum oft hrópað: kapó, eða da kapó! Og var þetta algengt þá. Og á einum stað hrópaði einn hárri röddu: Da kapó, eitthvað annað! Sá kom okkur í ágætt skap. Og svo var lagt á hafið, og gekk sjóferðin ágæt- lega. Sjóveiki var lítið vart, og skemmtu menn sér á marga lund einkum var mikið ort, enda voru margir hagyrðingar í hópnum og sumir vel það. En ekki er vert að fara með neitt af þeim skáldskap hér. En er nær dró Noregi, urðu menn hljóðari og alvarlegri á svip, og sú spurning mun hafa orðið áleitin, hvernig þetta æfintýri mundi enda, hvort flokkurinn mundi verða landi og þjóð til hneisu, eða ganga með sigur af hólmi. Og svo var komið til Bergen seint um kvöld. Síminn var þá ekki kominn til landsins, og gat því ekki boðað komu okkar. Blöðin höfðu að vísu getið um það að flokksins væri von, en ekki hvenær. Við komum því að óvörum til borgarinnar, kom- umst þó inn á gistihús af betra tæginu, því að ekki dugði að hafa á sér of mikið kotungssnið, fannst forráðamönnum flokksins, og því sjálfsagt að búa á fínum stað. En seinna komumst við þó að þvl, að þetta hefði ekki verið sem búmannlegast. En á þessu gistihúsi, Smebys hotel, bjó hópurinn meðan hann var í Bergen. Næsta morgun varð uppi fótur og fit, þegar við komum út á göturnar með hvítu húfurnar, svo að varla var sums staðar þverfótað fyrir forvitnum áhorfendum. Sögðu þá blöðin þegar frá komu flokksins og birtu viðtal við Söngstjórann. Nú er þess að geta, að Norðmenn höfðu í miklu að snúast þetta haust, sem við höfðum ekki reiknað nægilega með og máttum þó vita um. Sambands- slitin við Svíþjóð voru þá nýlega um garð gengin, eins og kunnugt er, og þetta haust átti svo fram að fara þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarformið, lýð- veldi eða konungsstjórn, og varð talsverður hiti í þeim undirbúningi og fundahöld tíð. Varð þetta m. a. orsök þess, að Hekla gat ekki fengið æski- legan söngsal strax, en varð að bíða nokkra daga eftir honum. Var sá tími að sjálfsögðu notaður til Framhald á bls. 31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.