Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 40
38 Heima Nr. 1-2 --------------------------------er bezt --------------------------- Allt hafði þetta farið skipulega fram, engin óþarfa handtök, ekkert fum eða flaustur og ekki meir á sig lagt en frekast var þörf á. Tilkynning um þenna atburð og allt, sem á und- an var gengið, barst tæpum hálftíma síðar til Indi- anapolis, sem var í hundrað kílómetra fjarlægð eða vel það. Og næstum á samri stundu, kvað við síma- hringing í svefnherbergi í litlu, en viðkunnanlegu húsi, sem var í einu af nýju íbúðarhverfunum í norðvestur jaðri borgarinnar. Snarlegur ungur maður í grænröndóttum flónels- náttfötum, bylti sér við í rúminu og teygði sig þeg- ar yfir sofandi konu sína og tók heyrnartólið af gafflinum. Hann sagði nokkur orð í önugum tóni, þagnaði svo og hlustaði litla stund. „Ég kem niður eftir,“ sagði hann rólega. Þegar hann lagði heyrnar- tólið frá sér aftur, var hann glaðvaknaður og sneri sér að konu sinni. Hún hafði opnað augun og gretti sig framan í hann, um leið og hún teygði úr sér og lét með því í ljós makræði og værð, sem raunar átti sér ekki djúpar rætur, en átti að dylja óttann, sem jafnan greip hana, er maður hennar var vakinn með slík- um næturhringingum. Hún reis upp í rúminu og fylgdi manni sínum eftir með augunum,meðan hann snaraðist í fötin. Þetta var mjög hár maður, rúm- lega þrítugur að aldri, alveg sérstaklega útlima- grannur, endaþótt hann gæti af stálhörðum vöðvum státað. Hann lét móðan mása, meðan hann klædd- ist, en leitaðist við að bæla niður reiði sína, en kona hans varð þess vör, að hann var í mikilli geðshræringu, þrátt fyrir viðleitni hans til að dylja það. „Glenn Griffin, strákurinn bróðir hans og glæpa- maður, Robish að nafni, dæmdur í lífstíðar fang- elsi,“ sagði Jessi Webb, „hafa sloppið úr ríkisfang- elsinu í Terre Haute.“ Hann spennti á sig skamm- byssubeltið, leit eftir, hvort það sæti rétt á öxlinni og snaraðist í jakkann, svo yppti hann honum eins og ósjálfrátt, svo að hann flakaði frá og glampaði þá rétt sem snöggvast í lögregluforingjamerkið í rökkr- inu. „Ég reyni að fá mér rakstur inni í bænum, Katrín,“ sagði hann. „Þú verður líka að fá þér morgunmat," sagði kona hans áminnandi, og hann sneri sér brosandi að henni í rúminu, og þetta gerði hann sérlega unglegan. „Já, ég skal fá mér eitthvað í gogginn,“ Katrín Webb, „fyrst þú skipar svo fyrir.“ Meðan hann sagði þetta, myrkvaðist svipur hans og brosið dó á vörunum. Hann beygði sig snöggt niður að henni, kyssti hana og sneri sér svo við og bjóst að ganga út. Hann nam staðar, er hún yrti á hann: „Heyrðu, var það Glenn Griffin, sem--------“ Hún þagnaði, er hann nam staðar í dyrunum. „Já, það var hann,“ anzaði hann. „Hann átti eftir tólf ár. Ég er að vona, að hann hafi lagt leið sína rakleiðis til föðurtúnanna." Hann neri magra kraftalega höndina á sinn venjulega hátt, og Katrín fór nú fram úr. Hún gekk með honum að útidyrunum. „Já, en ætti hann nú ekki einmitt sízt að grípa til þess ráðs?“ spurði hún hugsi, um leið og hún reyndi að leyna óttanum, sem kom hjarta hennar til að slá örar. Jessi Webb lögregluforingi við lögreglustöðina í Marionumdæminu, sem hafði alla stjórnina á hendi þessa vikuna í forföllum Masters lögreglustjóra, sem farið hafði til Suður-Karolínu, sneri sér við í dyrunum og skýrði konu sinni frá, hvers vegna hann héldi eða vonaði, að Glenn Griffin legði leið sína til Indianapolis. í fyrsta lagi, sagði hann, var öruggt að treysta á bréfdúfueðlið hjá afbrotamönn- um: bær, sem glæpamanninum var kunnur, vakti tálvonir um öryggi, endaþótt allir viti, hvernig hann er í hátt. Þeir ímynda sér alltaf, að þeir viti, hvar þeir geti leynzt, enda þótt öll slík skúmaskot hafi verið snuðruð uppi, áður en sól er af lofti. Og svo var það konan, sem seiddi. Helena Lamar hét hún. Hún var að minnsta kosti þrjátíu og fimm ára, tíu árum eldri en Glenn Griffin, en allt um það var hún honum ákaflega kær. Og Jessi hafði það á tilfinningunni, að hún mundi hafa pening- ana í sínum vörzlum. „Alltaf er kvenmaður með í leiknum," sagði Katrín, sem var treg að sleppa taki sínu á granna handleggnum með stálvöðvunum. „Ekki alltaf, en þegar svo ber undir, má líta á það sem hjálp. Ef hún er enn í Indianapolis, þori ég að veðja tveim móti einum, að hún verður tál- beitan, sem lætur þá ganga í gildru okkar....“ Hann þagnaði skyndilega, því að Katrínu þótti lít- ið koma til „kansellístílsins“, sem hún svo kallaði. Hann tók undir höku henni, kyssti hana aftur. Svo gekk hann hratt að bílnum, sem var á akveg- inum, og var sér þess hálft í hvoru meðvitandi, að hann væri að bíða eftir kveðjuorðunum venjulegu. Og þau bárust honum með köldum blænum: „Lánið verði með þér, elskan!“ Hann veifaði með annarri hendinni án þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.