Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 16
14 Heima Nr. 1-2
-----------—--------------------er bezt----------------------------
konu, sem hann liefur fengið, en þá konu, sem hann
getur ekki fengið, elskar hann fullkomlega.
-- Ég er nú líka giftur og ætti því að vera dóm-
bær á þessa liluti. Þér tekst ekki að telja mér trú
um, að það sé, eða þurfi endilega að vera, sam-
kvæmt eðli karlmannsins, að sækjast eftir konu, sem
í einu og öllu er síðri en sú, sem hann hefur eign-
azt, og hefur reynzt honum traustur lífsförunautur.
— Því ekki það? í von um eitthvað óvænt og
óþekkt þráir maður andstæðu þess, sem hann hefur
áður kynnzt, án þess að viðhafa skynsamlegan og
raunsæjan samanburð. Sá, sem dæmdur er til ein-
'lífis eða lifir í barnalausu hjónabandi, þráir að
eignast frjósama konu og stóran barnahóp, sem fyll-
ir heimilið ærslum og glaumi, en verði honum að
ósk sinni, þráir hann oft og einatt frjálsræði hins
einhleypa, eða kyrrð og næði hins barnlausa heirn-
ilis. í þessu efni er þó hægt að gera samanburð,
vega og meta kosti og ókosti. En því varnarlausari
verður maður gagnvart þessu eðli, þegar um er að
ræða það, sem ekki verður metið á mælikvarða skyn-
semi eða rökvísi, en það má með sanni segja að
gildi, hvað snertir konuna persónulega.
Það er ekki vísindalegt mat, sem veldur því, að
sá sem eignast hávaxna konu og grannvaxna, þráir
gjarna þá konu, sem er lág og gildvaxin, jafnvel
skrukka. En eiginmaður dyrgjunnar þráir þá konu,
sem er svo grönn og smávaxin, að hann getur næst-
um tvívafið hana örmum.
Hafir þú gifzt einfeldningskvenmanni, finnst
þér að þig skorti svo átakanlega andlegan sálufélaga,
að þú tárfellir af meðaumkun með sjálfum þér.
En sé konan þín menntuð, með sjálfstæðar gáfur
og fyllilega jafnoki þinn á andlega vísu, þá er vissa
fyrir því, að þú elskar útaf lífinu þá konu, sem er
ómenntuð og lítilsigld, og ert aldrei sælli en þegar
sú hin sama starir á þig freðýsuaugum, í óverð-
skuldaðri ást og aðdáun.
— Heldurðu að þú sért nú ekki farinn að ýkja,
bróðir sæll, verður mér að orði.
— Síður en svo, anzar hann. Þetta er aðeins stað-
reynd, sem þú þorir ekki að kannast við fyrir sjálf-
um þér. Hvernig mundi það ekki vera, um þann,
sem giftist fíngerðri konu, sem gædd er listamanns-
eðli í einhverjum greinum: skáldskap, söng eða
hljóðfæraleik. Sá hinn sami mundi manna líkleg-
astur til að falla flatt fyrir grófgerðri subbu. Af
hjartans lyst mundi hann njóta þess, að heyra hana
fara með sögur og og brandara af klúrasta tæi, og
upptrekktur og hugfanginn hlýða á hana kyrja tví-
ræðar söngvísur með grófum harmonikuhljóðum.
Nei, bróðir sæll. Það er alveg út í hött, að ræða
aldur, skynsemi, siðferði og kringumstæður manns,
í þessu efni. Þetta er manneðlið, sem mörgum tekst
að vísu að sigrast á og brjóta á bak aftur. En ég
held, að oftast bresti eitthvað í þeim sjálfum, um
leið, svo að ávinningurinn verði vafasamur.
— Ég skil það, að þú vilt reyna að réttlæta sjálfan
þig í þessu efni, en ég held, að aðferðin sé hæpin,
svara ég. Að sigra sínar lægri hvatir, það er hlut-
verk, sem rnanni særnir.
— Ég veit ekki, hvort þér er ljóst, hvað hún fer
þér illa, þessi siðavendni í orði og æði, svarar bróð-
ir minn. — Ég hélt ekki, að þú teldir siðaprédik-
anir í þínum verkahring, og efast líka um, að þú
sért rétti maðurinn til þeirra hluta.
— Maður gerir fleira en gott þykir. Mig tekur
sárt til ykkar hjónanna og heimilis ykkar. Getur
þú ekki hugsað þér, hvernig rætt er um slíka hluti
sem þessa, komist þeir í hámæli? Getur þú ekki
ímyndað þér, hvernig liugsað er allt í kringum ykk-
ur, og hvernig horft er á ykkur stingandi forvitnis-
augum, sem reyna að skyggnast inn að hjartarót-
um og vaka yfir hverju ykkar tilliti og fótmáli?
Getur þú þolað augnaráð gesta ykkar, hvernig þeir
horfa á konuna þína til þess að reyna að komast
eftir því, hvort þér takist enn að blekkja hana, eða
livort hún muni ala með sér grun um atferli þitt,
og hvernig hún bregðist við. Og þeir munu ýmist
skopast að lienni eða vorkenna henni, eftir því sern
innræti þeirra segir til.
Ekki vildi ég vita konuna mína standa í þeim
sporum, og ekki gæti ég litið svo á, að þetta allt
væri henni óviðkomandi.
Bróðir minn situr þegjandi um stund, svo segir
liægt og dapurlega:
— Ég hefði víst átt að segja þér það strax í upp-
liafi, að þetta, sem þú varst að tala um, því er nú
þegar lokið, fyrir fullt og allt og það verður fram-
vegis gleymt og grafið svo sem hægt er. Þá hefðum
við getað sparað okkur þessar umræður, sem eru
orðnar óþarflega langar.
Ég finn snöggvast til sektarkenndar og jafnframt
samúðar með bróður mínum, og segi: — Það datt
mér ekki í hug. Fyrst svo er, þá verð ég að biðja
þig fyrirgefningar á því, að ég skyldi vekja máls á
þessu. En það gleður mig sannarlega, þín vegna —
arleður mia: allra vegna, að þú skulir vera kominn
yfir þetta og-------
Ég kemst ekki lengra, því að ég heyri, að konan
er að koma inn í stofuna.
Framhald á bls. 33.