Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 4
ÍSLENZK AFREK Ársins 1955 mun lengi verða getið í íslenzkri bókmenntasögu sem þess árs, er íslendingur hlaut í fyrsta sinn bókmenntaverðlaun Nobels. I sjálfu sér mun engum hafa komið það á óvart með öllu, né talið það nokkra furðu eða ómaklegt, að sú við- urkenning bærist til einnar elztu bókmenntaþjóð- ar í álfunni. Þjóðar, sem ljómi hefir staðið af öld- um saman fyrir bókmenntaleg afrek liðinna alda. Hér skal ekki Nobelsverðlaunaskáldið sjálft, Halldór Kiljan Laxness né skáldskapur hans gerð- ur að umtalsefni. Um skáldið og verk hans hefir þegar svo margt verið ritað, að fá orð liér væru að bera í bakkafullan lækinn, heldur verður einungis minnt lítilsháttar á unnið afrek. Það er fullkunnugt, að afstaða Halldórs K. Lax- ness í stjórnmálum, og lýsingar hans ýmsar úr ís- lenzku þjóðlífi og ummæli á opinberum vettvangi, hafa síður en svo aflað honum almennra vinsælda. Hann hefir ekki, þrátt fyrir óumdeilanlega rit- snilld sína, orðið ástmögur þjóðarinnar sem skáld, heldur hafa menn um hann deilt af kappi á báða bósía, 02: lof og last verið um hann sagt meira en góðu hófi gegnir, og sæmandi er þeim, sem vildu ræða málin af hlutleysi og skynsemd. Og þótt hann hafi nú hlotið Nobelsverðlaunin, sem tvímælalaust er hin mesta sæmd, sem nútíma skáldi fær hlotnast, er ólíklegt að deilurnar um skáldið og öfugmælin á báða bóga hjaðni. En þetta haggar þó ekki þeirri staðreynd, að hver sannur íslendingur hlýtur að fagna orðnum hlut. Nobelsverðlaunaveiting til Halldórs K. Laxness er ekki einungis persónulegur sígur skáldsins sjálfs fyrir unnin afrek, heldur er hún einnig viðurkenning á menningu íslenzku o 00 þjóðarinnar allrar. Og fyrir það afrek, að afla þjóð sinni slíkrar viðurkenningar, hljótum vér öll að verða skáldinu þakklát, þótt oss annars greini á um það. Hver slíkur sigur, senr íslendingur vinnur, er þjóðinni ómetanlegur í baráttu hennar fyrir sjálfstæðri tilveru í samfélagi þjóðanna. Þótt menn- ingarafrek liðinna alda séu oss ómetanleg, þá eru því takmörk sett, hversu lengi vér getum lifað á frægð feðranna einni saman. En afrek Halldórs K. I.axness og sá bókmenntasigur, sem hann hefir unnið, er óhagganleg sönnun þess, að þjóðin hefir verið trú arfleifð sinni á sviði bókmenntanna, allt frá því, að Völuspá var kveðin og þeir Ari, Snorri og Njáluhöfundur skráðu bækur sínar. I því ljósi lrer oss að skoða þetta afrek, og um leið hlýtur fögnuður alþjóðar yfir unnu þrekvirki, að vera hafinn yfir persónulegan skoðanamun og dægur- þvarg. En nm leið og vér fögnum sigri Halldórs K. Laxness, skulum vér einnig minnast þess, að áður hafa Nobelsverðlaun fallið í skaut íslenzkum manni, er Níels R. Finsen hlaut þau 1903 fyrir uppgötv- anir sínar í læknisfræði, sem orðið hafa mannkyn- inu til margskonar heilla. Skulum vér í því sam- bandi minnast þess, að íslendingar geta verið hlut- gengir á vettvangi annarra andlegra afreka en skáld- skaparins eins, þótt ýmsir telji hann hina einu framavon þjóðar vorrar á alheimsmælikvarða. Síðustu mánuðir ársins 1955 færðu þjóð vorri mikla sæmd, en ekki var liðin heil vika af árinu 1956 þegar unnið var annað íslenzkt afrek, sem vakti alheims athygli. Skáksnillingurinn ungi Friðrik Ólafsson komst þá í fremsta sæti í skák- keppni í Hastings á Englandi, þar sem nokkrir af fremstu skáksnillingum heimsins þreyttu íþrótt sína. Með slíkum mótum er fylgzt hvarvetna í heimi, og nöfn sigurvegaranna verða samstundis heimskunn. Friðrik Olafsson var í senn yngstur allra keppendanna og frá langminnstu þjóðinni. Hann liafði því langtum minnstan stuðning ráðu- nauta og hjálparmanna í hinum harða bardaga, og í upphafi keppninnar var honum spáð 9. sæti, eða hinu næst neðsta. Þegar á þetta er litið, verður afrek hans enn meira 02; merkilegra. Það er vitað, að færni í skák er að vísu ætíð að þakka meðfæddri snilligáfu, en því aðeins fær sú gáfa notið sín, að hún sé þjálfuð af kappi og festu, og til slíkrar þjálf- unar þarf styrka skaphöfn. Afrek Friðriks Ólafs- sonar verður ekki unnið án mikillar áreynslu og skapfestu. Það er fullvíst, að skáksigur Friðriks Ólafssonar í Hastings hefir vakið heims athygli, 2 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.