Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 51

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 51
Nr. 1-2 Heima 49 -------------------------------er bezt----------------------------- Flestir eða allir þeir þættir, sem birtast í bók þessari, munu hafa verið prentaðir áður í Lesbók Morgunblaðsins, en engu að síður mun mörgum þykja gaman að fá þá í einni heild. Og það er engin hætta á, að Frásagnirnar hans Árna Óla verði ekki lesnar, því að bæði er vel sagt frá, og svo gefa þær oss oftsinnis meira og betra færi á að skyggnast inn í líf fólksins á liðnum tímum en hin venjulegu sagnfræðirit. Maurice Burton: Undrahcimur dýranna. Þýðendur Broddi Jó- hannesson og Guðmundur Þorláksson. Eg opnaði þessa bók með hálfum huga, ekki sízt vegna þess, að henni hafði verið hælt veru- lega í ýmsum blöðum. En þvt er svo farið, að margar bækur um náttúrufræðileg efni eru þannig saman settar, að raun er að lesa þær. Þar er hrúgað saman ýmsum svokölluðum furðuverkum, af- brigðum, vanskapningum og hreinum ýkjusögum, en gengið fram hjá mesta furðuverkinu, sem er lífið sjálft, eins og það birtist oss daglega í síbreytilegum myndum, og því miður virðast ýkjusagn- irnar eiga meiri hljómgrunn í hugum almennings en haldgóður fróðleikur um þessi efni. En það þarf ekki að blaða lengi í Undra- heimi dýranna til að komast að raun um, að hér er ekki um nokkra gervináttúrufræði að ræða. Höfundurinn, sem er hálærður maður, tekur sér fyrir hendur að sýna lesandanum inn i þann undraheim, sem lífið er, og leitast við að skýra ýmsar dásemdir hans. Þótt hann einkum haldi sig við dýrin, bregður hann sér einnig yfir í ríki plantnanna, enda eru þessi tvö lífríki náttúr- unnar svo saman fléttuð, að torvelt er að skilja þar alls staðar á milli. Frásögnin er t senn ljóslifandi og skemmtileg og auð- skilin hverjum manni, þótt engan lærdóm hafi i þessum efnum. Dæmin eru valin þannig, að þau vekja áhuga lesandans, og öil bókin með þeim hætti, að hún vekur þorsta lesandans eftir meiri fróðleik um efni þessi, en slík eru einkenni góðra bóka, að manni þvkja þær of stuttar og vilja vita meira. Hinn íslenzki búningur bókarinnar er góður, en þó hefi ég rek- izt á örfáar misfellur, sem skrifa verður á reikning þýðendanna. Þannig eru á bls. 20 nefndir fuglarnir skjór og skaði af ætt hrafna án frekari skýringar, en hingað til hafa þessi nöfn verið notuð um sama fuglinn. Á bls. 73 segir svo: „Þá er önnur tegund af sæ- stjörnum, sem nefndar eru slöngustjörnur." En slöngustjörnurnar eru alls ekki tegund af sæstjörnum, heldur eru bæði sæstjörnur og slöngustjörnur samhliða flokkar innan skrápdýrafylkingarinnar Orðalagið er álíka nákvæmt, og ef sagt væri: til er önnur tegund af spendýrum, sem fuglar nefnast. Þá er og vafasamt að kalla Chrysopu flugu, eins og gert er á bls. 145, þar sem hún heyrir til annars ættbálks en flugurnar. Þessi atriði eru að vísu smámunir, en ég hefi bent á þau vegna þess, að slíkur ruglingur er allt of tíður manna á meðal hér á landi, og ber því að varast að auka á hann í þeim ritum, sem um náttúrufræði fjalla. Æskilegt hefði ég og talið, að í registri bókarinnar hefðu latnesk heiti fylgt öllum íslenzku nöfnunum. — Bók þessi er ágætur fengur, því að náttúru- fræðilegar bókmenntir á íslenzku eru fátæklegar, og vonandi er, að útgefandi geti á næstu árum látið fylgja jafngildar bækur um plönturnar, jarðmvndanir o. fl. af því tagi. Af nógu er að taka um hin margvíslegu undur náttúrunnar, bæði dauð og lifandi. Kristmann Guðmundsson: Heimsbókmenntasaga, I. bindi. Það er ekki vonum fyrr, að bók sem þessi birtist á íslenzku, og er þvf full ástæða til að fagna útkomu hennar. Hins vegar er ljóst, að efninu er of þröngur stakkur skorinn, ef gera á því viðunanleg skil í einungis tveimur bindum. — Höfundur er vafalaust maður víðlesinn og margfróður, en enginn mun láta sér til hugar koma, að hann hafi af eigin lestri og raun kannað allar þær bækur og höfunda, sem um er getið. Mun hann, sem aðrir, er um slík efni rita, hafa orðið að leita til annarra höfunda, og því dregið efni víða að. Furðu gegnir, hve margt hann hefir getað tekið með og skýrt frá á aðgengilegan hátt, en hinu verður ekki neitað, að á köflum ber bókin meiri keim af rithöfundatali en bókmennta- sögu. Höfundur kveður upp marga dóma um skáld og bækur. Mun svo fara um þá, að þeir geta ýmsir orkað tvímælis, og'ætla ég mér ekki þá dul, að dæma í því efni, en vil þó benda á það, að ég tel ummælin um Darwin vera í fyllsta máta villandi, þegar gætt er þeirra áhrifa, sem hann hefir haft, ekki einungis á nátt- úrufræðina, heldur einnig heimspeki og fjölmargar aðrar vísinda- greinar. — I jafn stuttu ágrioi og hér er um að ræða, er þess vitan- lega enginn köstur að gefa útdrætti úr bókum eða sýnishorn að nokkru ráði. Verður lesandinn því i öllu að treysta á þá dóma, sem bókin kveður upp. Auðfundin er andúð höfundar á raunsæis- stefnunni og höfundum hennar, en hins vegar aðdáun hans á þeim skáldum og rithöfundum, sem hneigjast til dulúðgi. Bókin hefði orðið betri, ef fyllri grein hefði verið gerð fyrir ýmsum helztu bókmenntastefnum og þeim höfundum, sem einkum mega kallast fulltrúar þeirra en gert er. Ýmsar stefnur verða eftir lest- urinn lítið annað en nöfnin tóm í huga lesandans. Hins vegar er það stefna höfundar, að varast sem mest að draga höfunda í dilka eftir stefnum, og er það góðra gjalda vert. En þótt maður hefði óskað að ýmsir hlutir væru öðruvísi en þeir eru, þá má ætla, að bók þessi verði mörgum kærkominn leiðarvísir um efni, sem tor- velt hefir verið að fá haldgóða fræðslu um á voru máli. En æski- legt hefði verið, að höfundur og forlag hefðu getað gefið þjóðinni stærri og fyllri bókmenntasögu. — En þegar brautin er rudd með heimsbókmenntasöguna, verður þess vonandi ekki langt að bíða, að samsvarandi yfirlit um vorar eigin bókmenntir komi fyrir al- menningssjónir. Enn eigum vér enga íslenzka bókmenntasögu, og er slikt ekki vanzalaust. St. Std. Bækur Ármanns Kr. Einarssonar. Það er vandasamt en veglegt verk að rita bækur fyrir börn, sem hafa þroskandi gildi. Þær verða að vera þannig gerðar, að þau hafi ánægju af að lesa þær. Annars liggja þær ólesnar og engum að gagni. Vandinn er sá, að geta skapað létt og viðfelldið efni og sagt vel frá á hæfilega léttu máli. Og frásögnin þarf umfram allt að vera létt og lifandi og að vekja forvitni. Og svo þarf efnið að sjálf- sögðu og meðferð þess öll að vera þannig, að heldur styrkist hinir skárri þættir í hugarfari og hegðun þess sem les. Því að það ættu allir að vita og skilja, að það lesefni, sem börn- um er fengið, getur haft víðtæk áhrif á hugsun þeirra og siðafar allt, og þannig orðið þeim örlagaríkt. Ármann Kr. Einarsson kennari hefir skrifað nokkrar bækur fyrir börn undanfarin ár. Þær hafa ekki látið mikið yfir sér, en verið þaullesnar. Og þótt það sé engan veginn hinn eini rétti mælikvarði á gildi þeirra, þá er það þó örugg bending um það, að börnum geðjist að þeim, og að efni og frásögn heilli þau. Og sú staðreynd vekur sérstaka athygli á bókum hans. Og þá kemur í ljós, að þessi höfundur er slyngur listamaður. Hann velur sér girnilegt efni og er snjall smiður, segir vel frá og velur sér frásagnarhátt, sem glæðir forvitni lesandans og heldur honum við efnið með vakandi og vaxandi athygli. Og öll fingraför Ár- manns Kr. Einarssonar sýna það, að hann er kennari, sem skilur, hvernig á að segja frá, svo að efni og frásögn heilli börn. Þetta er hinn mikli kostur þessa höfundar. Og einmitt vegna þess að bækur hans eru lesnar með opnum hug, er ábyrgð hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.