Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 25
strokumaður til Philadelphiu. Hann var þá blá- snauður, vinalaus og öllum ókunnur, hafði brotið brýrnar til fjölskyldu sinnar að baki sér, en hafði í höndum sveinsbréf í prentiðn. Þá var hann 17 ára að aldri. Brátt komst hann að prentiðn í Philadelphiu, og vann sér traust og álit vegna starfshæfni sinnar og gáfna. Hélt hann þar uppi fyrri háttum sínum, að afla sér þeirrar menntunar, sem auðið var, og stofn- aði til félagsskapar með jafnöldrum sínum í sama skyni. Á árunum 1724—26 dvaldist hann í Englandi. Vann hann þar að prentiðn, en sjóndeildarhringur hans víkkaði mjög, og hann kynntist nýjum siðum og nýjum mönnum, en eftirtektin var sivökul um allt það, er verða mátti honum til gagns og þroska. Skömmu eftir heimkomuna náði hann kaupum á prentsmiðju og varð sjálfstæður atvinnurekandi upp frá því. Fyrirtæki hans blómgaðist, og brátt sá hann sér fært að staðfesta ráð sitt. Kvongaðist hann árið 1730. Hét kona hans Deborah Reed. Er FRANKLÍN prenfsveinninn, ameríski, er varð for- ystumaður vaxandi þjóðar, og átti flestum einstaklingum fremur þátt í að leggja grundvöllinn að þjóðríki Bandaríkjanna. En vekur þó mesta aðdáun og gefur fegurst eftirdæmi sakir mannkosta sinna og sálargöfgi. sú saga sögð, að þau hafi veitt hvort öðru eftirtekt, fyrsta morguninn, er Franklín var í Philadelphiu, og hún þá hlegið dátt að honum fyrir það, hve álappalegur hann var, er hann gekk á götunni og stýfði þurrt brauð úr hnefa. Síðar bjó Franklín í húsi föður hennar. En meðan hann var enn um- komulítill prentsveinn, hafði Deborah gifzt öðr- um manni, en það hjónaband leystist upp, og gift- ist hún þá Franklín. Hjónaband þeirra varð hið farsælasta, og virðist Deborah hafa verið fullkosta manni sínum. Nokkru eftir að Franklín náði tangarhaldi á prentsmiðjunni, hóf hann blaðaútgáfu. Keypti hann blað með 90 kaupendum svo að ráða má af því, að það hafi hvorki verið áhrifamikið né arðvænlegt. En jafnskjótt og Franklín hóf útgáfu þessa, fjölgaði kaupendum, og áhrif blaðsins ukust. Kom svo, að það varð á fáum árum undir stjórn hans eitt víð- lesnasta og áhrifamesta blað Bandaríkjanna. Enda var Franklín hverjum manni snjallari að standa fyrir máli sínu og hugkvæmur í bezta lagi að ræða þau mál, sem vöktu áhuga almennings, og voru til heilla og framfara. Um þessar mundir var bókfýsi manna í Bandaríkjunum ekki mikil, og fróðleiks- löngun af skornum skammti. Þetta var Franklín vel kunnugt, en hann vildi ráða bót á þessu og reyna með einhverjum ráðum, að fá fólk til að lesa, og vekja fróðleiks- og menntaþrá þess. Hann hóf því útgáfu rits, sem hann nefndi Almanak Rikarðs stiauða. Gaf hann það út í 25 ár. Lagði hann sig fram um að gera almanak þetta svo skemmtilega og þarflega úr garði, sem auðið var. Hvarvetna um það var stráð heilræðum og spakmælum og leið- beiningum, sem hverjum manni mátti að gagni koma. Varð almanak þetta brátt mjög vinsælt, og kom út í 10 þúsund eintökum, sem var geysimikið, því að land var þá enn strjálbýlt. Er talið, að áhrif þess hafi verið mikil, til þess að efla almenna mennt- un. Safn af greinum þeim, er fjölluðu um almennar lífsreglur, var síðar gefið út sérprentað, undir nafn- inu Auðnuvegurinn. Hefir það verið prentað á flestum menningartungum, meðal annars á Is- lenzku. Franklín var umbótamaður á öllum sviðum. Um þessar mundir voru þjóðfélagshættir í Bandaríkj- unum víða næsta frumstæðir, enda voru ríkin enn nýlendur Breta, og báru á sér ýmis merki frum- býlingsháttarins. Franklín var snemma ljóst, hvar skórinn kreppti, og gerðist forgöngumaður á ótal sviðum, þar sem umbóta var þörf. í Philadelphiu, sem varð aðalstarfssvið hans, gekkst hann fyrir að stofna hið fyrsta almenningsbókasafn vestan hafs. Hann átti frumkvæðið að stofnun háskóla, sem síðar varð rnikil stofnun og merkileg. Átti hann og drýgst- an þátt í því að þar voru náttúruvísindi meira í há- vegum höfð en títt var í háskólum þá. Hann kom á fót vísindafélagi, og hann stofnaði hið fyrsta slökkvilið í Ameríku og kom fótum undir bruna- tryggingar, sem þá voru óþekktar þar í landi. Póstmál fylkisins stórbætti hann, enda varð hann seinna allsherjar póstmeistari í fylkjunum. Fátt eitt hefir verið nefnt, en sagt er, að naumast hafi nokk- Heima er bezt 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.