Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 7
F lutt vi& kynningu stúdenta á verkum Daví&s Stefánssonar í Háskólanum 27. nóvember 1955 af Brodda Jóhannessyni SKÁLD í NÁÐ Kletturinn er mín konungshöll. Kirkja mín tindur, þakinn mjöll, helguð heilögum anda. Þar vex og hækkar mín hugsun öll, unz himnarnir opnir standa. Íll ver má mæla svo, og segja þó satt? Skáldið | má gera það, því að skáld getur ekki mælt JL um hug sér. Ef skáld bregður á það lag, hættir það að vera skáld og má ekki dyljast. Af því að skáld mega ekki segja ósatt, er gott að vera skálda- þjóð og eiga tungu skálda að móðurmáli. Því er það einnig sæmd þjóðar að elska skáld sín og virða. Svo mikinn teljum við hlut skálda að sögu, tungu og menningu íslendinga, að hann einn endist til að helga og réttlæta tilvist okkar og líf, og þó á sama veg og líf og menning íslenzks fólks helgar líf skálda. Hverri þjóð, sem ætlar skáldum sínum slíkan sess, er hollt að gera skil öðru hverju, hvað skáld er, hver er hlutur þess, hvað því er léð á annan veg en öðrum mönnum. í dag komum við saman á þjóðskálds fund og erum háskólastúdentum þakklát fyrir að gefa okkur kost að njóta risnu skáldsins. En við þekkj- umst ekki allra manna boð, og skylt er að vita það hverju sinni, hvern við sækjum heim og hverra er- inda við komum. Mun ég nú með örfáum orðum og dæmum gera grein fyrir því, hversu skáld í náð horfir við list sinni og neytir listar sinnar, en Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er skáld í náð. Þótt við þekkjum neikvæða hugtakið ómennska, er okkur miður tamt jákvæða hugtakið mennska, en með hugtakinu mennska kýs ég að ná til alls, er eflir og auðkennir hátt og kennd þess að vera maður. — Mennskan birtist með ýmsum hætti, en æðsta mennska öðlast hvergi auðskoðaðri tjáningu en í listum. Ef við óskum að kynnast æðstu mennsku, stefnu hennar og horfi, er vandaminnst að leita þar sem listin er. Af sögulegum rökum er orðlistin ná- komnust íslendingum. Við minnumst fyrst þriggja mikilvægra hugtaka, skynjunar, tiljinningar og tjáningar listaskálds, en skynjun, tilfinning og tjáning þess er eining eða þrí- eining í uppruna sínum. Engir tveir menn skynja sama hlut með sama hætti. Á ólíkum aldursskeiðum skynjar sami maður sömu hluti með ólikum hætti. Skynjun venjulegra manna auðkennist af stirðnun fábreytni og hvers- dagsleika, skynjun æsku, einkum bernsku og ung- lingsára, er skapandi, gæðandi lífi, frumleg og hlað- in reynslu og viðhorfum genginna feðra og mæðra í þúsund liði. Skynjun skálds er skapandi og gæð- andi lífi, skynjun þess er göfguð síkvikri æsku. Við gerum mun á tvenns konar tjáningu, frum- tjáningu og lærðri tjáningu. Þegar við erum í návist annars manns, skynjum við innri hræringar hans með beinum hætti af frumtjáningu hans, svo sem hjartslætti hans, þyt, hrynjandi og hita í andardrætti hans, brosi hans, ilmi hans, hlátri hans eða andvörp- um hans. En þetta allt, sem ég nefndi, er frum- tjáning. Hún er manninum gefin að erfð og vexti með sama hætti og líffæri hans, og við nemum hana og skynjum prelogiskt, hún miðlar okkur vitneskju og áhrifum, áður en við höfum gert okkur þess grein, hvemig við öðlumst þau. Bros eða handtak vekur samúð, áður'en við vitum, hvað veldur. Frum- tjáningin rennur af svo fornri rót, að hún er skilyrði fyrir lífi orðvana dýra. I frumtjáningu sinni geta allir verið jafngóð skáld fyrir guði, ef tilfinning þeirra dugir til; en þeir eru það ekki fyrir mönnum nema þeim einum, er num- ið getur frumtjáningu þeirra á hverju andartaki. Frumtjáningin nakin öðlast ekkert snið og binzt engum hætti né efni, svo að hún megi geymast og miðlast öðrum á fjarlægum stöðum og tímum. Gamalt dæmi getur skýrt þetta: Biskup nokkur var einhverju sinni á yfirreið, og var leidd fyrir hann gömul kona, sem kunni enga bæn, en baðst fyrir með því að segja: „Ó, ó, ó.“ En biskup sagði: „Haldið áfram að biðja svo, góða kona, því að yðar bænir eru betri bænum vorum.“ Þetta gat biskup sagt, því að hann heyrði bænina, en við erum litlu nær um innileik hennar, dýpt og lofgjörð, því að bæn þessi var frumtjáningin nakin og hvarf Heima er bezt 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.