Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 35
Nr. 1-2 Heima 33 --------------------------------er bezt---------------------------- Nú skulum við athuga, hvaða gagn bændur gætu haft af veðurfarsskýrslum til þess að mæta hagleysi. Þess er þá fyrst að geta, að langhelzta ráðstöfun þeirra hlýtur að vera fyrirhyggja og varfærni í ásetn- ingi. Fyrr á tímum var að vísu siður, að fjármenn mokuðu snjó af þúfum til þess að auðvelda fénu krafsturinn. Nú mun þetta lagt niður, en óneitan- lega dettur manni í hug, að oft væru dráttarvélar betur notaðar til slíkra starfa en til þess að standa óhreyfðar á veturna. Hvað sem um það er, þá verð- ur drýgsta ráðið að búast alltaf við versta vetri. En það er hægara að kenna heilræðin en halda þau, og víst var mönnum vorkunn fyrr á tímum, þegar liart hafði verið í ári, þótt þeir tefldu á tæpasta vaðið. Það var kannski eina leiðin til þess að láta afurðirnar hrökkva fyrir brýnustu nauðsynjum. Nú er öldin önnur. Núlifandi kynslóð og sú, sem er að kveðja, hefur lifað eitt mesta góðæristímabilið í sögu þjóðarinnar. Veturnir milli 1920 og 1949 voru svo mildir til jafnaðar, að ég hygg mega leiða rök að því, að þá hafi ekki þurft að gefa fé meira en 24 þess, sem þurfti á harðindatímabilinu á síðari hluta 19. aldar. Er augljóst af því, hvílíkum fyrn- ingum hefur mátt safna á þessum árum, jafnvel þótt fé væri fóðrað betur og auknar tekjur og tækni notað til þess að bæta ræktun og heyskap. Þessu mega Islendingar ekki gleyma, þegar þeir hrósa sér af afrekum sínum á liðnum áratuafum. Ég hef gert dálitla athugun á áraskiptum hagans á Islandi, og mun hún e. t. v. birtast á öðrum vett- vangi. Samkvæmt því virðist mér, að meðalbónd- inn geti verið nokkurn veginn öruggur að verða ekki heylaus nema einu sinni á hverjum 40 árum, ef meðalfyrningar hans eru jafnmiklar og það hey, sem hann gefur fé sínu til jafnaðar á vetri hverjum. Væri fróðlegt að heyra frá gömlum búmönnum, hvort reynsla þeirra bendir til þess, að regla þessi fái staðizt. (Flutt í útvarpið 10. jan. 1956.) Bróöurást Framhald af bls. 14. Hún kemur með góðgjörðir á bakka og setur fyrir okkur. — Gerið þið svo vel, segir hún. — En hvað þið eruð alvarlegir og hátíðlegir að sjá. Það er eins og þið væruð við jarðarför. Hvað kemur til? Hefur nokkuð komið fyrir? Það er líklega réttast, að ég taki af bróður mín- um ómakið, að ljúga að henni í þetta skipti, flýgur mér í hug, um leið og ég segi: — O, sei, sei, nei. Það hefur ekkert komið fyrir. Ég var aðeins að gera tilraun í þá átt, að kristna manninn þinn í stjórnmálunum, en hann virðist alveg óbetranlegur. — Þú getur alveg sparað þér það ómak, segir hún spotzk og kotroskin. Hann er ekkert óánægður með sig, og ég er líka hæztánægð með hann svona eins og hann er. Annars held ég að þú verðir ekki til þess, að bæta hann á einn eða annan hátt, heldur hið gagnstæða. Ert það ekki þú, sem hefur æst upp í honum þetta spilafargan? Ég forðast að líta á bróður minn og segi aðeins: — Það er líklega erfitt að sverja fyrir það. En vertu bara róleg. Þetta eldist af honum, vertu viss. Við höfum líka komið okkur saman um, að fara hóflega í sakirnar framvegis. — Já, það er alltaf hyggilegast, að hætta hverjum leik, þá bezt stendur, segir hún íbyggin. Mér verður snöggvast bilt við og lít framan í mágkonu mína. Grunar hana eitthvað? En í svip hennar sé ég ekkert annað en brosandi góðvild, og mér léttir stórum. Svo höldum við áfram léttu, gamansömu hjali, í mesta bróðerni, á meðan við drekkum kaffið. Að því loknu stend ég upp, hveð hjónin með þakklæti og held heim á leið, léttur í spori. Ég er gagntekinn af ánægju og samvizkufriði, eins og vera ber, þegar maður hcfur lokið óþægi- legu skyldustarfi, með sóma og góðum árangri. Það er gott, að geta verið öruggur um, að ekki þurfi að vænta óþæginda af þessu framvegis. En þó er ekki laust við að ég finni undir niðri ein- hvern snert af efasemdum. Bróðir minn sagði að vísu, að nú væri þessu öllu lokið. En það er bó ekki alveg víst, að hann hafi sagt mér fullkomlega satt. Sá möguleiki er til, að hann hafi áformað að halda áfram að fara á bak við okkur öll, aðeins lara varlegar í sakirnar. Hitt gæti líka verið, að hann hefði tekið þessa ákvörðun upp á sitt eindæmi, þarna á stundinni, og þá fyrir fortölur mínar. En er hægt að treysta staðfestu hans, ef mótparturinn leitar fast eftir að halda leiknum áfram? Það er spurningin. Ég á annars bágt með að skilja, hvernig hann bróðir minn hefur farið að því, að koma þessari stelpu til við sig, eins og hann er þó hæglátur, óframfærinn og yfirleitt hlédrægur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.