Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 4

Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 4
 GÍSLI JONSSON á Hofi í Suarfaharclal Ieima er bezt“ flytur að þessu sinni mynd af svipmiklum svarfdælskum bónda, sem um ára- tugi hefir verið einn af forystumönnum sveit- ar sinnar, og unnið henni gagnmerkt starf, og tekur enn til höndum, þótt aldurinn sé orðinn hár, og svipur hans merktur rúnum mikilla starfa. Minninga- þættir hans; sem í blaðinu birtast, sýna gleggst, að hann man tvenna tímana. En hann hefir ekki verið áhorfandi, heldur virkur starfsmaður í þeirri gjörbyltingu, sem orðið hefir í vinnubrögðum og búnaðarháttum íslenzkra sveita á þessari öld, og jafnan í fremstu víglínu þeirrar fylkingar, sem fram hefir sótt til aukinnar menningar og framfara. Gísli Jónsson er fæddur að Syðra-Hvarfi í Skíðadal 11. október 1869. Foreldrar hans voru Dagbjört Gunn- laugsdóttir og Jón Kristjánsson. Voru þau bæði af svarfdælskum bændaættum, sem ekki verða raktar hér. Eigi áttu þau hjón önnur börn, er á legg komust, átti Gísli því ekki leiksystkini í bernsku sinni og æsku, fór hann því oft einn, en ein bezta skemmtun hans var að gera smáhús og bæi, veita smásprænum úr bæjarlæk og brúa síðan. Sannaðist þar hið fornkveðna „að snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill“, en smíðar, og þar á meðal brúagerðir, hafa verið mikill þáttur í ævistarfi Gísla á Hofi. Eigi lærði hann þó smíðar hjá fagmanni, en meðfæddur hagleikur, hugkvæmni og verklagni gerði hann að höfuðsmið og verkfræðingi sveitar sinnar um langan aldur. Voru smíðar hans og önnur verk hin traustustu og unnin af smekkvísi og fyrirhyggju. Engrar opinberrar fræðslu naut Gísli í æsku sinni, nema farskólanáms um mánaðartíma, er hann var 11 ára að aldri. Hinsvegar aflaði hann sér 2.82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.