Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 6

Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 6
UR ENDURMlNNINGUM FRÁ HARÐINDUNUM MILLI 1880 OG ’90 Mislingasumarið 1882 var heyskapartíð svo framúrskarandi iil sem mest mátti verða. Frá því sláttur byrjaði og ailt fram í ágúst- lok, alsnjóaði í hverri viku. Mikið af töðu varð ónýtt og það, sem inn náðist, svo illa verkað, að það kom að litlu gagni. Nokkuð bætti það úr skák, að í september og jafnvei í október var hey- skapartíð góð, og þá aflaðist nokkur heyforði. Þá um haustið komu nokkrir skipsfarmar af gjafafóðri, svo sem maís, bygg, hafrar og klíð, frá Danmörku og Eng- landi fyrir forgöngu Eiríks heitins Magnússonar í Cam- bridge. Bjargaði það áreiðanlega mjög búpening bænda. Hjálpaði það svo líka til, að haustveðrátta var góð og vetur mildur. Næstu ár voru alltaf ísaár. Sumarið 1886 voru afskaplega miklir óþurrkar og litlu betra en 1882. Heyfengur var lítill og mjög illa verkaður. Um vorið 1887, tel ég, að harðast hafi sorfið bæði að mannfólki og fénaði í Svarfaðardal, og er þetta í eina skiptið í mínu minni, að verulega sá á.fólki vegna matarskorts. Á sumardaginn fyrsta 1887 brast í einn grimmasta norð- anbyl, sem ég man eftir, snjókoma mikil og frostharka. Voru hákarlaskip þá komin út í fyrstu veiðiferð sína, og hlekktist mörgum á. Hinn mikla formann og afla- mann, Jón Gunnlaugsson frá Sökku, sem var formaður GISLA > á Pólstjörnunni, tók þá út í brotsjó vestur á Miðfirði, og drukknaði hann, en skipverjar aðrir björguðust og náðu heim að Söndum í Miðfirði á föstudaginn fyrstan í sumri. Rómuðu þeir mjög viðtökur og alla aðhlynn- ingu á Söndum. Komu þeir svo gangandi vestan úr Mið- firði eftir nálega vikudvöl á Söndum. Pólstjarnan fór þarna í strand, og snemma um sumarið brotnaði hún að fullu. Á uppstigningardag, mánuð af sumri, gerði aftaka stórhríðarbyl, fórst þá mjög margt bæði af hrossum og sauðfé bæði í Húnavatns og Skagafjarðarsýslum, en ekki hér í Svarfaðardal, svo að nein brögð væru að, og hvergi hér í sveit varð teljandi fjárfellir þetta vor, hvorki fyrr né síðar. Skömmu fyrir uppstigningardag var Jóhann hreppstjóri á Ytra-Hvarfi staddur á Akur- eyri; veiddist þá eitthvað af millisíld í fyrirdrátt í Odd- eyrarbót, því að þar var auð vök, annars hafís inn á Leiru. Gerði hann þær ráðstafanir, að ef síld aflaðist til nokkurra muna, þá skyldi sendur hraðboði hingað út í Svarfaðardal til að gera kunnugt um veiðina. Kom maður rakleitt út að Ytra-Hvarfi laugardaginn eftir uppstigningardag. Fóru þá fimmtán menn með sína tvo reiðingshesta hver strax að kvöldinu af stað til Ak- ureyrar að sækja síld. Færi var mjög slæmt alla leiðina að Fagraskógi. Varð að þræða sjávarbakkana frá Há- mundarstöðum og alla leið þangað inn eftir. Ur því var færi allgott til Ákureyrar. Komum við tímanlega á sunnudaginn inn á Oddeyri. Man ég þá, að Einar heit- inn Pálsson kemur á móti okkur út og upp á Oddeyrina og segir, að nú sé mikil síld, fleiri hundruð tunnur, sem liggi hér og Svarfdælingar geti fengið, verði þeir komn- ir til Akureyrar á mánudagskvöld. Hvetur hann okkur, að einn okkar ríði til baka undir eins til að koma boð- um um þetta í tæka tíð. Dæmdist það á mig að fara, því að ég hafði einna liprastan reiðskjóta. Lagði ég svo fljótt af stað, að ég gaf mér ekki tíma til að gefa hest- Á HOFI inum að éta af heyi, sem ég þó hafði með mér. Hugs- aði ég mér að fá heytuggu einhvers staðar á leiðinni. Reið ég svo, sem leið liggur, út að Dagverðareyri. Vissi ég, að þar bjó gildur bóndi, Oddur að nafni. Hitti ég hann að máli og falaði hey handa hestinum. „Því mið- ur,“ segir Oddur, „get ég það ekki. Ég á ekki eitt ein- asta heystrá. Kýrnar mínar snöltra hérna á sinuþúfun- um, ég gef þeim fiskmeti og síld með sinubeitinni.“ Leizt mér nú ekki björgulega á ferðalgaið. Reið ég allgreitt út að Skipalóni, en þar bjó Þorsteinn Daníels- son yngri. Hafði hann sömu sögu að segja eins og Odd- ur, hann ætti ekki heystrá. Þótti mér nú óvænlega horfa, er ég þurfti sem mest að hraða ferðinni, en hesturinn mundi ekki þola ferðalagið hálfhungraður. Réð ég þá af að koma heim að Ósi, en þar bjó þá Guttormur Einars- son frá Nesi og hafði flutt þangað vorið áður. Ég sagði honum frá ferðalagi mínu og mínar farir ekki sléttar. Kvaðst hann geta látið mig hafa töðurekjur hánda hest- inum, og tók ég því, sem vænta mátti, með þökkum. Meðan hrossið var að éta, bauð hann mér til stofu, fékk ég þar heita mjólk og nokkrar rúsínur með. Sykur eða kaffi var alls ekki fáanlegt nokkurs staðar. Þegar hesturinn hafði étið nægju sína, lagði ég af stað, sem leið liggur, út Ása, út fyrir ofan Arnarnes og að svo- kallaðri Arnarnestjörn, sem vegurinn lá þá yfir skammt fyrir ofan ósinn. Rétt áður en ég legg út í tjörnina, heyri ég hvar hóað er austur í móunum, og staldra ég þar við. Kemur piltur nokkur þá til mín og biður mig að reiða sig yfir tjörnina, sem ég og gerði. Það er ógreiður vegur um Arnarnesmölina, laust hnullunga- grjót, og er piltur þessi mér samferða. Ber þá í tal milli okkar, á hvaða ferð ég sé og hvað vegurinn sé slæmur út með firðinum. Hann skýrir mér svo frá því, að dag- inn áður hafi hann verið sendur með hest út að Bratta- völlum. Kvaðst hann hafa farið út Vatnamýrar og þar hefði verið ágætt færi, mátt heita rifahjarn yfir allt og snjóbrú á Þorvaldsdalsá rétt fyrir sunnan Brattavelli. Varð það svo úr, að ég lagði á þessa leið, og gafst færið ágætlega. En þegar ég kom að Þorvaldsdalsá, hafði brúin fallið niður og snjóbakkar svo háir að ánni, að ómögulegt var að koma hesti þar niður. Þótti mér nú óvænlega horfa að þurfa að leggja niður með allri Þor- valdsdalsá að sjó fram, en það er löng leið og ill yfir- ferðar. Fyrir allmörgum árum hafði Þorvaldsdalsá ver- ið brúuð yfir fossinum fyrir sunnan og neðan Litla- Árskóg. Var brúin svo mjó, að ekki var hægt að fara yfir hana með klyfjahest, því að grindur voru á henni svo þröngar, að ekki var baggatækt. En á vetrum voru grindurnar niður teknar, því að snjó lagði stundum á brúna og braut þær. Þegar ég svo kom gagnvart brúnni, datt mér í hug að reyna að komast þar yfir, enda gekk það vel, en það var þá svo hár skafl eða hengja í brekk- unni utan við brúna, að ég kom hestinum með engu móti upp. Datt mér þá í hug, að reynandi væri fyrir mig að teyma hestinn suður fyrir brúna aftur og hlaupa heim í Litla-Árskóg og fá skóflu og moka skarð í skafí- inn. Þegar ég er kominn lítinn spöl upp með ánni að norðan áleiðis í Litla-Árskóg, lítur hesturinn upp, þar sem hann var að reyna að krafsa til jarðar á holtsnvbb- unum sunnan við brúna. Tekur hann síðan viðbragð og út á brúna, og einhvern veginn klöngraðist hann sjálfur upp á skaflinn. Þótti mér nú vænkast hagur minn og lagði út Litla-Árskógsmóa. Er skemmst af því að segja, að þar var eitthvert svakalegasta hestfæri, sem ég hef lent í. Á einum stað fór hrossið í taglhvarf í krapastokk. Mun það hafa verið lækur uppbólginn þar á móunum. Held ég nú út hjá Krossum og út á Hámundarstaðaháls. Innanvert í hálsinum mæti ég fjórum mönnum utan af Upsaströnd. Man ég, að ég þekkti tvo þeirra, þá Magnús Jónsson í Miðkoti og Jón í Hrafnsstaðakoti og Hall- dórsgerði, en annað hvort hef ég gleymt hinum eða ekki þekkt þá með nafni. Þeir spyrja, hvaðan ég komi, 234 Heima er bezt Heima er bezt 235

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.