Heima er bezt - 01.07.1956, Side 13

Heima er bezt - 01.07.1956, Side 13
Brúin, sem Gisli smiöaði á Skiðadalsá. „Thyra“ fari upp að Böggvisstaðasandi með brúarefnið. Tókum við því fegins hendi. Bátarnir voru tcngdir við skipið og siglt vestur og upp á Sand. Þegar upp á leg- una var komið og skipið lagzt við akkeri, var kominn norðaustan strekkingur eða þétt gola, svo að við sáum engin önnur ráð en láta ryðja timbrinu fyrir borð, og myndi það þá reka upp á Sandinn, náttúrlega tvist og bast. Þá segir Kristinn Havsteen: „Á ég ekki að reyna að leggja í yfirstýrimanninn? Hann er vanur að leggja timbur í fleka, og þó sjór sé ókyrr, þá vona ég, að það takist, en eitthvað verðið þið að þægja honum fyrir.“ Þetta heppnaðist, hann tók þetta að sér, þótt erfitt væri. Alla stórviði lét hann fyrst í sjóinn og strengdi saman með sterkum kaðalbiindum, tróð síðan smærra timbri þar ofan á, svo og saumkössum og járni, allt í einn fleka. Var hann mjög illa útleikinn, er þessu var lokið, allur hundrennandi og blóðugur um hendur. Ég spyr svo Kristin, hvað hæfilegt sé að borga honum, ég hafi ekki nema 15 krónur í vasanum, hvort það sé ekki sæmilegt. „Jú,“ segir hann, „það er alveg nægilegt.“ Það greiddi ég svo stýrimanni, og var hann hinn ánægð- asti, bauð mér inn í klefa sinn og gaf mér tvö staup af brennivíni. Nú var flekanum komið í land, og fór Kristinn Havsteen með okkur og hafði gert ráðstafanir til þess, að hann yrði sóttur á hesti frá Akureyri út á Böggvis- staðasand. Ekki tók hann einn eyri fyrir alla sína fyrir- höfn. Löndun á timbrinu gekk að óskum, við bárum það þegar upp og bjuggum um. Komum við heim að kvöldi hinir ánægðustu yfir ferðinni og árangrinum. iVIilIi jóla og nýárs var öllu byggingarefninu ekið að brúarstæðunum og kostaði 1/ eyri fyrir pundið. Efnið var alls 30975 pund, þannig að aksturinn kostaði 77 kr„ 44 aura. Byrjað var á smíði Skíðadalsárbúar í janúar 1896, en um haustið áður höfðu brúarstöplar verið hlaðnir. Um steinsmíðina annaðist Sigurjón Þorsteinsson frá Glerá, og var ég með honum við þau störf. Hann fékk þrjár krónur í daglaun. Sigurjón þessi andaðist úr lungna- bólgu veturinn eftir. Ég hafði veg og vanda af tréverk- inu, og gekk smíðin allvel, enda hafði ég ágætan mann mér til aðstoðar, Jón heitinn Þórðarson, mág minn. 240 Heima er bezt Nr. 7-8 Heima 241 --------------------------------er bezt----------------------------- Dagkaup okkar var 1.50 kr„ en auk þess fékk ég 25 krónur fyrir hvora brú, að verki loknu, og nokkra þóknun fyrir allt reikningshald. Margir áhugamenn fylgdust með þessu brúarmáli og studdu á drengilegan hátt. Má þar sérstaklega nefna Jóhann Jónsson á Ytra- Hvarfi, Halldór Hallgrímsson á Melum og Jón Run- ólfsson á Hreiðarsstöðum auk margra annarra. Brýrnar kostuðu báðar til samans 2595.30 kr„ og svo var mikill áhugi hreppsbúa, að gjafaframlög þeirra urðu drýgsti tekjuliðurinn, og námu þau nálægt þúsund krónum. Auk þess var haldin tombóla og brotizt í þeirri ný- breytni að sýna sjónleik, í fyrsta sinn í sveitinni, til ágóða fyrir brúarsjóð. Nam ágóði af þessu hvorutveggja 174 krónum og einum eyri. Framlag sýsluvegasjóðs var 850 krónur. Þann 29. maí 1896 voru brýrnar vígðar af sýslumanni, Klemenz Jónssyni, og afhentar til umferðar. Vígslu- daginn var bjart og gott veður og mikill fjöldi fólks viðstaddur. Hélt sýslumaður vígsluræðuna við Skíða- dalsárbrú, en fyrr um daginn hafði hann opnað brúna yfir Svarfaðardalsá, og þar var sungið kvæði eftir Þor- stein Þorkelsson. En aðal hátíðahöldin voru við Skíða- dalsárbrú,og voru þar og sungin kvæði eftir Þorstein. Þar var góður gleðskapur með fólki og mikið sungið, enda þótt engin æfing hefði farið fram áður, en söngn- um stjórnaði Hallgrímur Halldórsson á Melum. Veit- ingar voru engar aðrar en lítils háttar vínveitingar til hressingar, var brennivín þar selt á 5 aura staupið, en ekki sást drykkjuskapur á nokkrum manni. Brýrnar reyndust áyætlega. Eftir að bílferðir tókust um dalinn, var oft farið með bíl yfir brúna yfir Svarf- aðarda'sá, en að hinni var ekki bílfært. Hún fauk í roki nóttina milli 31. janúar og 1. febrúar 1934. Sumarið 1934 voru byggðar nýjar brýr á báðar árn- ar. Á Skíðadalsá er brúin lítið eitt framar en hin gamla stóð. Ganúa brúin yfir Svarfaðardalsá var seinna flutt fram að Hæringsstöðum. Auk þessara brúa smíðaði ég brýr á Skallá, Holá, Þverá í Skíðadal og Þorvaldsdalsá á Árskógsströnd, og voru þær allar yfirbyggðar, enn fremur pallbrýr á Þverá í Svarfaðardal, Brimnesá, Holtsá og Yngvaraós, en þar hafði áður verið brú. Hafði ég enn fremur annazt und- irbyggingu nær allra þessara brúa. ÞEGNSKYEDUVINNA VIÐ VEGAGERÐ Það var rétt eftir aldamótin 1900, að fyrstu kerrurn- ar voru keyptar hingað í dalinn. Akfærir vegir voru þá engir, svo að þær notuðust ekki nema til heimavinnslu, þar sem sléttlendi var fyrir. Brátt fóru menn að reka sig á, hver nauðsyn væri að byggja akfæra vegi. Árið 1909 var því máli hreyft á almennum sveitarfundi, en ekki man ég, hver var fyrsti málshefjandi í því efni, en nokkrir menn voru þegar kosnir til að leita hófanna hjá almenningi um gjafavinnu til akvegagerðar hér í daln- um. Menn þessir voru: Sigurjón Jónsson læknir í Ár- gerði, sr. Stefán Kristinsson á Völlum, Hallgrímur Sig- urðsson á Hrafnsstöðum, Vilhjálmur Einarsson á Bakka og ég. Nefnd þessi kom bráðlega saman til fundar og sam- þykkti þá ávap til almennings, þar sem farið var fram á, að verkfærir karlmenn legðu fram endurgjaldslaust þrjú dagsverk á ári um næstu 10 ár til akvegargerðar frá Dalvík fram að brúnni yfir Svarfaðardalsá utan við Hreiðarsstaði. Þetta fékk svo góðar undirtektir, að nokkuð yfir hundrað manns skuldbundu sig skriflega til að inna þessa skylduvinnu af hendi. Þá sneri veganefnd- in sér til sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu og óskaði að- stoðar hennar um útvegun á vegfróðum manni til að ákveða vegarstæði á svæði því, sem áður er nefnt, og verkstjóra til að standa fyrir verkinu. Brást sýslunefnd- in vel við og fól oddvita sínum ásamt sýslunefndar- manni hreppsins að annast um þetta. Enn fremur bauð sýslunefndin fram 50 krónur í þessu augnamiði, án þess að um væri beðið héðan heimanað. Samdist svo um við Pál Jónsson Árdal, sem stundað hafði vegagerð allmörg undanfarin ár, að hann kom hér út eftir snemma í júní þetta sama ár, og að tilhlutan hans hafði Jón Siggeirs- son, síðar bóndi í Hólum í Eyjafirði, tekið að sér verk- stjórn. Þá voru ráðnir þrír fastir starfsmenn auk verk- stjórans, einn vanur grjóthleðslumaður til að hlaða stólpa við vegaræsi undir timburbrýr, annar til að kenna mönnum að stjórna snidduhleðslu á vegarjöðrum og hinn þriðji, er hafði með hendi timbursmíðar á brún- um. Menn þessir voru: Ólafur Jónsson, barnakennari, faðir Kjartans og þeirra bræðra, Þorgils Þorgilsson bú- fræðingur og bóndi á Sökku og Arngrímur Jóhannes- son nú búsettur á Dalvík. Verkstjórnin var allerfið, sökum þess hve misjafnt menn komu til vinnu, suma daga aðeins fáir, aðra daga fjölmenni mikið. Fórst Jóni Siggeirssyni verkstjórnin með ágætum. Það var oft mikið líf og fjör í þessum vinnubrögðum og menn glaðir og ánægðir, þegar árangurinn fór að koma í ljós. Smátt og smátt bættust nýir menn í þennan þegnskylduhóp, jafnvel unglingar og kvenfólk tóku þátt í þessum framkvæmdum, svo að á öðru ári voru þátttakendur orðnir 175. Fyrirtækið mæltist mjög vel fyrir, og man ég, að Björn Jónsson ráðherra og Jón Þor- láksson landsverkfræðingur luku miklu lofsorði á það, en Jón var hér einn dag að álíta brúarstæði á Svarfaðar- dalsá, og þótti honum framtak hreppsbúa merkilegt. Töldu þeir Björn sjálfsagt, að ríkissjóður veitti fyrir- tækinu einhvern styrk. Gekk það greitt í gegn á Al- þingi, að i/sj af kostnaði var greiddur úr ríkissjóði. Eftir 10 ára starfstíma endurnýjuðu margir þessa þegn- skyldu sína, sumir aðeins til 5 ára, aðrir aftur til 10 ára. Hélzt svo þessi vegagerð, þar til takmarkinu var náð við Hreiðarstaðabrú, og var þá hafin vegagerð austan Svarfaðardalsár, jafnvel áður en brúin yfir hana var byggð við Árgerði. En nálægt 1929 er vegalögun- um breytt á þann hátt, að allmikill vegaskattur er lagð- Framhald á bls. 265.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.