Heima er bezt - 01.07.1956, Page 14

Heima er bezt - 01.07.1956, Page 14
STEFÁN IÓNSSON námsstjóri; © © © Sögulegur fjallvegur Rauðamelsheiði sldlur Snæfellsnesfjallgarðinn frá megin-hálendi íslands. Fjallgarðurinn er fagur á að líta, hvort sem á hann er litið frá norðurströnd Breiðafjarðar eða frá Reykjavík og Suðurnesjum. Yfirleitt er fjallgarðurinn 500—1000 metra hár, en hæst ber Snæfellsjökul, sem er nálægt 1500 metrar (1478) á hæð. - Aðalvegir liggja um Kerlingarskarð og Fróðárheiði, þótt fleiri leiðir væru farnar fyrr á tímum, svo sem um Arnardalsskarð, Kambsskarð og Jökulháls. — Lægsta og fjölfarnasta leiðin er um Kerlingarskarð, enda frá fyrstu árum íslandsbyggðar, aðal leiðin milli suður- sveita og Breiðafjarðarbyggða.------- Ekki er leiðin löng þarna yfir fjallgarðinn, aðeins um 10 km. „milli brúna“. — En þrátt fyrir þetta, hefur margur komizt í hann krappann á þessari stuttu leið, og ekki allfáir endað þar sitt æviskeið, þótt aðeins sé miðað við síðustu 70 til 100 árin. — Þetta er því óvenjulega sögulegur fjallgarður.-------- Nafnið sjálft, — Kerlingarskarð — á líka sína sögu, og eru um nafngiftina tvær alþekktar þjóðsögur. — Önnur segir þannig frá: í Ljósufjöllum, skammt austan við skarðið, bjó tröll- kona. Var hún nátttröll og mátti því ekki sól sjá. Hún fór oft til veiða vestur í Hraunsfjarðarvatn, en þar hefur löngum verið silungsveiði góð. Eina sumamótt, er hún svo áköf við veiðamar, að hún gleymir tíman- um, altekin af veiðihug. Er dagur kominn á loft, þegar hún snarar silungakippunni á bak sér og stikar af stað ausmr yfir skarðið á leið heim til sín í Ljósufjöll. Stenzt það á endum, að þá er hún kemur upp á eystri Skarðsbrúnina, falla geislar sólarinnar beint framan í hana, og verður hún þá samstundis að steini. Stendur hún þar enn á fjallinu ofurlítið lotin, og virðist hún bera allstóra byrði á baki. Er þessi móbergsklettur eins Kerling á Kerlingarskarði. i

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.