Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 17
Nr. 7-8 Heima 945 --------------------------------er bezt---------------------------- kominn í miðjan legg. Segir ekki af ferðum hans, ann- að en það, að hann kom að Berserkjahrauni án þcss að koma í bæinn. Spurði hann til vegar að Selvöllum, en þar kvaðst hann ætla að gista. Var þá meira en hálfrökkvað. Snjór var þá orðinn í hné, og enn hélt áfram að snjóa. Er Finnbogi var nýlega farinn frá Berserkjahrauni, brast á norðan rok með vaxandi frosti. Varð þá svo iðulaus hríð, að ekkert sá frá, sér. Hélzt sú hríð fram á næsta dag. ------Þegar það fréttist að Finnboga vantaði, var leit hafin. Finnbogi hafði verið með byssu í förinni. Hún fannst í höllunum vestan við Kerlingarskarð. Nokkru sunnar fannst húfan fyrrnefnda. Af þessu þótti ljóst að maðurinn hefði haldið undan vindi suður á Keríingarskarð. — Loksins fannst Finnbogi helfros- inn sunnarlega á söndunum norður af Seljafelli.“ Enn segir Guðbrandur í bréfi sínu: „Enn er eftir að minnast á stærsta slysið á þessari leið, er þeir urðu úti Maríus póstur Guðmundsson og Erlendur bóndi Erlendsson frá Hjarðarfelli, en það var hinn 30. janúar 1906. Snjór var þá ógurlega mikill á jörð. Þeir voru gangandi og báru póstinn á bakinu. Norðan öskubyl gerði síðari hluta dagsins. LTm kvöldið færði vindur sig í suðaustur með bleytubyl og síðast rigningu, — og um nóttina hljóp hann í útsynning. Aáenn þessir hiifðu farið Grímsskarð. (Það er örlítið skemmri leið cn þjóðleiðin um Kerlingarskarð) Það sást á blaðapökkum, sem fundust að norðanverðu í Grímsskarði. Ég licld það hafi verið tveimur dögum siðar, sem Loftur heitinn Gíslason frá Saurum, sem þá átti heima í Stykkishólmi, gekk á rjúpnaveiðar í Staðarbakkalandi. Gekk hann þá frarn á mennina þar sem þeir lágu hlið við hlið, neðan til við Stórholtin, örskammt vestan við Bakkaá. Póstpokarnir lágu hjá þcim. Þeir voru alvcg á réttri leið. Hafa örmagnazt af þreytu, kulda og vosbúð. Enginn hafði hugmynd um að þetta slys hafði orðið, fyrr cn þeir fundust. I þessu sama veðri varð úti Guðjón Þorgeirsson frá Hellissandi. Hann kom að Saurum á leið upp að Hrís- um og var kominn upp í Sauraskóginn, þegar bylurinn skall á. Hann fannst ekki fyrr cn mánuði síðar á cngj- unum milli Saura og Skjaldar.“ Lýkur þar þáttum úr bréfi Guðbrands á Selgsá. Ekki er mér kunnugt um að neinn hafi orðið úti á Kerlingarskarði síðan árið 1906. Sæluhús lítið var byggt nyrzt í skarðinu sumarið 1907, og var því sæmilega haldið við fyrstu áratugina, en nú er það rústir einar. Veitti það mörgum skjól, er bíða þurftu af sér ill- viðri, og hefur það ef til vill bjargað lífi ferðamanna, þótt ég viti ekki sönnur á því. En mestu mun þó valda að slysum fór fækkandi, að sínti konr snemma á Hjarðarfelli í sambandi við Stykkishólm og aðbúnaður ferðamanna fór batnandi. Rcimt þótti ætíð á fjallinu nálægt dysjunum og í Fúsaskurðum og sama var sagt urn Gæshólamýrina, en þar urðu tvær mæðgur úti skömmu eftir miðja 19. öld. Yfirleitt voru á kreiki reimleikasögur um Kerling- arskarð þegar ég var unglingur, en enga man ég svo mergjaða að í frásögur sé færandi. En fáir léku sér að því að óþörfu, að fara einir yfir Kerlingarskarð um dimmar nætur eða á síðkveldum um haustdaga. • En þegar bílaferðir hófust yfir fjallið, á árunum 1928—30, komust alls konar kynjasögur aftur á kreik, og var sem þetta nýja samgöngutæki endurvekti reim- leika á Kerlingarskarði, og kom þetta frarn í ýmsum glettingum við bílstjórana, og vildu þeir helzt ekki vera þar einir á ferð unt koldimmar haustnætur. Síðasta áratuginn held ég að engar slíkar sögur hafi myndazt og þær eldri fallið í fyrnsku. Er líklega margt, sem því veldur. Nú er ágætur byggður vegur yfir allt skarðið og ekki nema 10—15 mínútna akstur í góðu færi. Virðist þessi mikli ökuhraði vera reimleikunum ofviða. Hér kernur að lokum ein furðusaga, sem gerðist á fyrstu árum bílanna á Kerlingarskarði: -------Það var í ágústmánuði sumarið 1928, sem fyrsti bíllinn fór yfir Kerlingarskarð. I bílnum voru þeir Þorkell Teitsson, símstjóri, í Borgarnesi og Jónatan Þorsteinsson bílakaupmaður í Reyltjavík. Voru þeir á sjö manna „OverIand-Wippet“ með blæjum. Þeir komu öllum að óvörum í Stykkishólm og var ferð þeirra söguleg að ýmsu leyti. Hestar, sem nærri voru þjóðveginum í Helgafellssveit fældust og hlupu úr heimahögum til fjalla. Ung stúlka, sem var á leið til Stykkishólms ríðandi, tók svo mikið viðbragð, er bíll- inn kom á eftir henni, að svo var að sjá sem hún fyki úr hnakknum, en hesturinn hrökklaðist skjálfandi út af veginum. Verið var að ryðja veg yfir fjallið, er þetta gerðist, og alllangur kafli var óruddur, en það létu þeir félagar ekki harnla för sinni. Síðla þetta sarna sumar varð svo Kerlingarskarð sæmilega bílfært. Þegar bílferðir hófust svo yfir Kerl- ingarskarð, komust strax á loft ýmsar furðu-sögur, eins og fyrr er getið. Ein sagan bar þó af, og hef ég skráð hana eftir viðtali við bifreiðarstjórann sjálfan. — — — Jón Sigurgeirsson frá Hömluholtum, sem síðar var veitingamaður á Vegamótum, í Ólafsvík og Stykkishólmi, varð fyrstur til að gera tilraun með áætl- unarferðir úr sveitum „sunnanfjalls“, til Borgarness. Lét hann J)Vggja yfir viirubíl snyrtilegt farþegaskýli, fyrir 16—18 farþega. Var farþegaskýlið og stýrishúsið sambyggt, án skilrúms, eins og nú er á flestum lang- ferðabílum. Jón Sigurgeirsson var kappgjarn og harðduglegur, en líklega ekki alveg laus við myrkfælni, eins og flestir fslendingar hafa verið, allt fram á síðustu ár. Það ntun hafa verið haustið 1930, seint í september eða urn mánaðamótin september og október, sem Jón Sigurgeirsson kemur inn í Stykkishólm með eitthvert ferðafólk, en hafði engan farþega til baka. Ekki vill Jón Framhald á bls. 26S.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.