Heima er bezt - 01.07.1956, Side 20

Heima er bezt - 01.07.1956, Side 20
SIGURÐUR EGILSSON: Minnisstæáir atnuráir á sjó og Iandi RITGERÐASAMKEPPNI HEIMA ER BEZT að sem hér verður frá sagt, gerðist snemma á árinu 1914. Þeir, sem nokkuð eru komnir til ára, muna það kannske, að á þeim vetri gerði ein hin ihestu snjóalög eftir áramótin, er koma hér norðan lands. Ég átti þá heima á Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Þar er sem kunnugt er æðarvarp, en hreinsun á æðardún hefir jafnan þótt ill vinna og torsótt og varpeigendur því löngum óskað þess, að takast rnætti að auðvelda verkið með vélum eins og mörg önnur, enda hafði farið fram nokkur viðleitni í þá átt á mínu heimili og ekki með öllu árangurslaus. En þegar hér var komið barst sú frétt, að á Hraun- um í Fljótum væri komin fram ný dúnhreinsunarvél. Var þegar brugðið við, sótt um leyfi til þess að skoða vélina og smíða eftir henni, ef álitlegt þætti. Leyfið reyndist auðfengið. Kom svo í minn hlut að fara þessa ferð. Ekki hafði ég gert mér neina grein fyrir því, að ann- markar kynnu að vera á vetrarferðalagi út á þennan fremur afskekkta stað, sem ég naumast vissi hvar var, og önnur leið en að fara gangandi á skíðum kom mér ekki til hugar í fyrstu, enda óx það ekki í augum að óreyndu, því hina bröttu og háu fjallgarða, sem yfir varð að fara, þekkti ég þá alls ekki. Nýsmíðuð „hickori“-skíði og öflugan broddstaf keypti ég til ferðarinnar, en í þeirri ferð sá ég í fyrsta sinn góð skíðabönd og að gengið var við tvo bambus- stafi. Þótti mér hvort tveggja nýlunda til bóta og tók í not eftir að heim kom. Þó dreg ég í efa, að bambus- stafirnir tveir, hefðu dugað mér eins vel í þessari ferð og broddstafurinn eini. «111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'2: í febr. s'.l. efndi ,Jieima er bezt“ til ritgerðasam- \ keppni um minnisstœðan atburð. Til þess að deema j um ritgerðirnar voru fengnir menntaskólakennar- : arnir Biynjólfur Sveinsson og Gisli Jónsson. Voru i þeir á einu máli um að dœma eftirtöldum ritgerðum 5 verðlaun: ,J\Iinnisstceðir atburðir á sjó og landi“ . i = eftir Sigurð Egilsson. „t sjávarháska“ eftir Jochum i i M. Eggertsson, og „í lífsháska á Norðursjó og i l i Leith Walk“ eftir Helga Valtýsson. Hér birtist j j fyrsta frásögnin, en hinar frásagnirnar munu birt- i | ast i neestu heftum. j JnMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIMIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIHMIMMIMlll* Fyrsti áfanginn til Akureyrar gekk að óskum, án þess að nokkuð sögulegt gerðist. Þar ætlaði ég að stanza einn eða tvo daga og hélt til hjá skólabróður mínum Hjalta Espholín. Á Akureyri fékk ég þær upplýsingar hjá kunnug- um, að landleiðin út í Fljót, væri hinn mesti tröllavegur og fullkomið óráð fyrir mann einan síns liðs og ókunn- ugan, að hugsa til slíkrar ferðar í því færi og veður- útliti, er frarn undan væri. Hins vegar væri það sækj- andi, að fara sjóleiðis til Siglufjarðar og ganga þaðan um Siglufjarðarskarð, sem væri þó nógu illt. En gall- inn á þeirri aðferð var bara sá, að á þeim árum voru skipaferðir mjög strjálar og engin væntanleg næstu vikurnar. Virtist því aðeins um tvennt að velja: snúa við heim og gefast upp, eða hætta á landferð aleinn og ókunnugur. Það eina 'sem ég vissi þessu viðkomandi var það, að mánaðarlega fór landpóstur þessa leið og hafði sami maður, Hallgrímur Kráksson, annast þær árum saman og ætíð farnast vel. Nú var hann aðeins venju- legur maður og virtist því sennilegt að öðrum mætti takast það einnig. Var ég því jafn ákveðinn í að halda ferðinni áfram, þrátt fyrir verulegar úrtölur, eins og þegar ég fór að heiman. En einmitt á meðan ég tef á Akureyri, ber svo við, að mótorbátur er sendur frá Siglufirði til Akureyrar 248 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.