Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 21
Nr. 7-8 Heima 249 -------------:------------------er bezt---------------------------- með mann eða menri, sem þurftu að ná í skip þar, á leið til útlanda og skyldi báturinn snúa við heimleiðis daginn eftir. Þótti mér nú bera þarna vel í veiði, leitaði uppi um- ráðamann bátsins og pantaði far, sem var fúslega veitt. Akveðið var að leggja af stað kl. 5—6 morguninn eftir og þótti ráðlegra að fara snemma, með því að dagur var stuttur, veðurútlit ískyggilegt, en bátur og vél ekki á borð við það sem nú gerist um stærð, ganghraða og annan útbúnað, enda kom síðar á daginn, að mjög skorti á allt þetta, jafnvel þótt talið væri, að sendur hefði verið stærsti og bezti bátur er Siglfirðingar áttu þá. Nokkru áður en ég vakna um morguninn, fer mig að dreyma eitthvað ónotalega og segi því við Hjalta um leið og ég kveð hann, að mér komi ekki á óvart þó eitthvað gangi sögulega ferðin og skuli hann ekki verða hissa, þó hann frétti einhverjar ófarir af bátnum. Sannast að segja bjóst ég við, að báturinn mundi farast, en ég þó komast af með einhverjum hætti. Eins og ráðgert var, lögðum við af stað úr Oddeyr- artanga kl. 51/2 um morguninn. Úrkomulaust mátti heita, en loftvogarstaða í versta lagi, enda veðurútlit ískyggilegt. Ahöfn bátsins var: formaður, stýrimaður og einn háseti. Auk þeirra var eigandi bátsins með og 4 farþegar; þar af einn kvenmaður. Annar karlfarþega auk mín, var skólabróðir minn Jóhannes Stær af Siglu- firði, hinn Gísli Bjarnason í Skarðsdal. Þegar skammt var komið út fyrir Tangann, stöðvað- ist vél bátsins, en komst þó von bráðar í gang aftur og sigldum við þá fram á árabát með tveim mönnum. Var báturinn drekkhlaðinn ýmsum varningi á leið út með firði og sóttist seint róðurinn. Bátsmenn veifuðu nú til okkar og báðu um drátt áleiðis. Var því að vísu neitað í fyrstu vegna þess hve langa og erfiða leið við ættum framundan, með afllitla og gangstirða vél, en fyrir þrábeiðni bátsverja voru þeir loksins bundnir aftan í og formaður tekinn upp í okkar bát. Dró nú rnjög úr ganghraða hjá okkur. Ekki kom formaður árabátsins með öllu tómhendur um borð, því von bráðar voru formenn báðir og eigandi okkar báts orðnir mjög ölv- aðir. Á meðan þessu fór fram, hafði vélin stöðvast hvað eftir annað og þegar við loksins losnuðum við dráttinn, var mjög farið að halla degi, kvika farin að aukast og ganga á með éljum. Jafnaðarlega komst vélin í einhvern gang eftir dálitl- ar stimpingar, en svokölluð „umstýring11 virtist vera mjög gölluð þannig, að sá sem stjórnaði vélinni gat ekki áttað sig á því hvort hún fór afturábak eða áfram, um leið og hún greip ganginn. Varð því að hafa annan rnann til þess að horfa ofan í sjóinn og úrskurða á hvorn veginn vélin gcngi. Hróp mikil og köll gengu því öðru hvoru á milli vélamanns og þess er augu hafði utanborðs, með því að vélin var all-hávaðasöm: „Fer hún áfram?“ fer hún afturábak?“ kallaði vélamaðurinn og hinn kallaði á móti það sem við átti. Sunnan undir Hrísey stöðvaðist vélin sem oftar og með því að nær var hálfrokkið, höfðu einhverjir orð á því, að rétt mundi vera að liggja þar yfir nóttina og féllst formaður raunar á það, enda orðinn fjarri því að geta með sóma gegnt sinni stöðu, en þá kom eigand- inn upp á þiljur, barði hnefa í vélarskýlið og krafðist áframhalds skilyrðislaust, því til Siglufjarðar skyldi komist um kvöldið. Var þá vélinni enn þrælað í gang og haldið norður með eyjunni að vestan. En varla vorum við komin norður um miðja eyju, þegar mjög tók að hvessa og dimma af hríð og nátt- myrkri. Vildu þá flestir snúa við nema eigandi útgerð- ar, enda réði hann. Bráðlega tók að gefa á og með því að báturinn var talsvert lekur, þurfti oft að dæla, en sá galli var á dæl- dnni, að hvenær sem hætt var að dæla, sleppti hún úr sér vatninu og tók það ekki aftur, nema hellt væri ofan í hana úr fötu, sem taka varð í utan borðs. Þegar hér var komið, var hásetinn lagstur fyrir í sjó- veiki og bátseigandi af öðrum sökum, svo að farþegar fengu brátt atvinnu við ýmsa aðstoð, en sem betur fór, stóðumst við allir sjóveikina. Við skiptum því með okkur verkum við vatnsburð í dæluna og að dæla, ásamt ýmsu öðru sern gera þurfti. Sífellt hvessti og dimmdi af náttmyrkri og hríð, svo að ekkert sást framundan, en samt var haldið áfram út í sortann, enda gekk vélin með bezta móti um stund. En svo leið að því, að yfirmenn tóku að gerast all óvissir um stefnuna og var þá sóttur „kompás“ fram í bátinn og borinn aftur eftir. Sennilega hefir hann verið eitthvað lasburða eða.truflast af véinni, því eftir stund- ar athugun komst formaður að þeirri niðurstöðu, að þetta væri „ramvitlaust helvíti“ og sparkaði honurn ofan í vélarrúmið, hvar hann fékk að dumma á meðan ég var í bátnum. Ekki man ég hve lengi var haldið norðureftir, en út og fram af Ólafsfirði höfum við sennilega verið komin, þegar ekki þótti gerlegt að halda lengra og ákveðið að snúa við inn fyrir Hrísey, enda eigandinn Hklega sofn- aður og hættur að segja fyrir. Ein „lukt“ var í bátnum og þurfti ýmist að nota hana frammi í eða niðri í vélarrúminu, svo að sífellt var verið að bera hana á milli, en eftir að hvessa tók, slokkn- aði á henni í hverri ferð, svo að von bráðar þraut eld- spýtur hjá bátsverjum, enda ekki sparlega á haldið. Það vildi þó til láns, að ég hafði á mér tvo eldspýtnastokka, án þess þó að ætla þeim nokkur sérstök not, með því að ég reykti ekki og tókst mér að láta þær endast á meðan ég var innan borðs. Skömmu eftir að snúið var við þóttist ég sjá brotsjó á stjórnborð og hafði orð á því, en á því var ekki mark tekið, þar sem álitið var að við værum stödd fram undan Ólafsfjarðarmúla á miklu dýpi og á leið inn

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.