Heima er bezt - 01.07.1956, Page 25

Heima er bezt - 01.07.1956, Page 25
Heima ---er bezt 25.3 Nr. 7-8 slysalausa ferð um Ólafsfjarðarskarð, en reynsla mín af Grímubrekkum í þeirri færð og veðurútliti, sem ríkj- ancli var, gerði mig deigari til einfara um þessar ókunnu og fremur hrikalegu slóðir. Um nóttina eftir skíðaförina miklu bólgnaði á mér tanngarðurinn og niður í háls (án vitaðra orsaka þó), svo að nær einskis matar gat ég neytt hátt á annan sólarhring og hafði auk þess slæmar þrautir og þó ég héldi áfram förinni, var það óslitin kvalaganga ofan öll Fljótin. Samt komst ég á leiðarenda og dvaldi á Hraun- um í góðu yfirlæti, þar til erindinu var lokið, er bar þann árangur, að heima smíðaði ég svipaða dúnhreins- unarvél og þar var að sjá og sem notuð var til mikils léttis í mörg ár, en fór ekki eins vel með dúninn og æskilegt hefði verið; en allt það, er nú önnur saga. Bakaleiðin var þannig hugsuð, að fara Ólafsfjarðar- skarð, gista í Ólafsfirði og mæta þar Hallgrími á heim- leið úr póstferðinni og verða honum samferða um Reykjaheiði. Daginn sem ég sneri heimleiðis var bjartviðri, nokk- urt frost, en skíðafæri sæmilegt. Kunnugur maður úr Fljótum gekk með mér upp á háskarðið og urðum við að bera skíðin á köflum vegna bratta og stundum að kafa alldjúpan snjó, svo að maður vildi svitna og blotna í fætur. Eins og langferðamanna er siður, hafði ég meðferðis allþunga baktösku, með dálitlum nestisbita, aukasokk- um, vettlingum, „Mývatnshettu", ullarpeysu og rak- áhöldum og tók fylgdarmaðurinn hana á bak sér, mér til léttis. Um leið og við skildum á skarðinu, gaf hann mér snærishönk til að binda við mig skíðin, svo að ég týndi þeim ekki ef ég dytti, en sem víst mátti telja í snarbröttum brekkum Ólafsfjarðarmegin. (Föstu t;ý böndin voru þá ekki komin til). Kveð ég svo fylgdar- mann minn með þökkum og sting mér niður í Ólafs- fjörðinn og eftir stutta stund er ég kominn niður fyrir bröttustu brekkurnar heilu og höldnu. En um leið og mesta ferðin er af, finnst mér ég vera undarlega léttur á mér, enda saknaði þá baktöskunnar, sem ég og fylgd- armaður höfðum gleymt að taka af baki hans um leið og við skildum. Nú var hún stödd í Fljótum en ég í Ólafsfirði og kostaði mig heilan dag, eða meira ef veð- ur spilltist, að nálgast hana aftur og auk þess að tapa samfylgdinni við póstinn. Þetta kom eins og reiðarslag og stóð ég þarna ráðþrota um stund, því án innihalds hennar var ill-mögulegt að vera og gat reynzt hættu- lega, enda nær allt mitt öryggi þar geymt. Loks réði ég þó af með hálfum huga að halda áfram án hennar. (Töskuna heimti ég svo löngu síðar með skipi). Gekk ég nú rakleitt skáhallt yfir að næst fremsta bæ sveitar- innar, þar sem ég hafði áður gist og mælt mér mót við Hallgrím. Fékk ég þar góðar viðtökur, kaffi og nýbak- aðar lummur, sem ég mun hafa gert góð skil, enda nestislaus og farinn að svengjast. Þegar þarna var komið, var langt eftir dags, að mér fannst og því full snemmt að setjast að, en hinsvegar þá ekki um annað að ræða, en að ná um kvöldið yfir í Svarfaðardalinn. Það sem mælti á móti áframhaldi var þetta: Degi nokkuð teldð að halla og færi ekki gott, sízt Svarfaðardalsmegin, því snjór var óhemjumikill, sem áður getur, þótt skíði flytu nokkurn veginn á hon- um, ég ókunnugur, nestis- og aukafata-laus og raunar í nokkuð mikið ráðist um þetta leyti árs, að fara tvo fjallgarða yfir 1000 m. háa sama daginn og loks það, að fara á undan Hallgrími. Auk þess dró bóndi mjög úr áframhaldi þennan dag. Það sem mælti með var þetta: Var farinn að gerast mjög heimfús og vildi ógjarna teppast í Ólafsfirði, ef veður versnaði og útlit var fyrir að mundi verða, þó bjart væri þennan dag, en gæti ég lagt Reykjaheiðina að baki, mátti í flestum veðrum halda áfram inn Eyjafjarðarströndina. Óþreytt- ur var ég og taldi mig vel færan til áframhalds, enda hafði nú allljósa hugmynd um vegalengdina. Endirinn varð því sá, að ég lagði á heiðina og gekk bóndi með mér áleiðis, svo öruggt væri að ég færi yfir á réttum stað. Annars átti leiðin að vera auðrötuð, því heita má, að farið sé þvert yfir fjallgarðinn yfir í Böggvisstaðadal. Þegar ég skildi við bónda, var farið að bregða birtu, en úrkomulaust og nærri kyrrt, svo að ég var hinn hugrakkasti. Von bráðar var ég svo kominn á heiðar- brún og renndi mér hiklaust, sitjandi á staf mínum, ofan í dimmuna og óvissuna hinum megin, en svo blindað var, að ekkert sást framundan, enda dimmdi óðum. Eins og áður í þessum bröttu fjöllum, var ég þegar kominn á rjúkandi ferð, sem þó stóð ekki mjög Iengi og án þess að nokkur hugsun nyti sín, en þegar ég vissi af mér næst, voru ástæðurnar þannig, að ég lá á kafi í fönn og gat í fyrstu litla björg mér veitt. Eftir nokkur umbrot, tókst mér þó að rísa á fætur og þreyfa eftir skíðunum, sem bæði voru vís, en hvernig á því stóð, að ég lá þarna, var mér ekki Ijóst í bili, en brátt varð ég þess vísari. Ég hafði að líkindum lent á harð- frosnum þverskafli, sem skíðin rákust í og hafði annað brotnað nokkru ofan við beygjuna. Steig ég svo upp á skíðin aftur og hugðist halda áfram, en þá brá svo við, að ég komst bókstaflega ekki eitt fótmál áfram. Brátt varð mér það Ijóst, að ástæður voru í fyllsta máta ískyggilegar og varð mér nú enn verr við, en þegar ferðafélagi minn rétti mér hendina til kveðju neðan við þennan sama fjallgarð, eins og áður getur. Sannleikurinn var sá, að á þessum slóðum var alger- lega botnlaust færi skíðalaust, eins og það er orðað, og eftir stundar umbrot, sá ég alls enga leið til áframhalds, því brotna skíðið stakkst á kaf í snjóinn. Að leggjast þarna fyrir og grafa sig í fönn, var auð- velt og út af fyrir sig ekkert meira en margur hafði gert með góðum árangri og hefði ég haft dót mitt allt, þurfti ég ekki svo mjög að óttast kulda, en nú var ekki einu sinni því að heilsa. Annað sýndist þó ekki fyrir hendi, Farmhald á bls. 269.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.