Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.07.1956, Qupperneq 31
¥ 4 4* ♦ Vinsælasti og fjölþreyttasti leikur veraldar — kontrakt-bridginn — hefir nýlega átt aldar- fjórðungs afmæli. Engin skemmtun, engin hreyfing pólitisk eða trúarleg hefir lagt heim- inn undir sig á svo örskammri stundu. Hundruð milljóna manna um víða veröld lúta töfravaldi hans, fórna honum fé og tíma, gáfum og gæfu. Líklega er hann mesti gleðivaldur þessarar stríðsþreyttu kynslóð- ar, þó að oft sé skammt milli hláturs og tára við græna borðið. Enginn veit, hver er höfundur þessa undursamlega leiks. Spilamaðurinn heimsfrægi, Ely Culbertson, gerði harðvítugar tilraunir til að finna hann, en árangurs- lausar. Þá sögu segir hann í Minningum sínum á þessa leið: Á öndverðu sumri 1927 bárust til Vesturheims fregn- ir af alveg nýju spili, sem að vísu var mjög líkt aktions- bridge. í því voru slemmsagnir, og svo var þar spón- nýtt fyrirbrigði með ægilegu nafni: hættusvæði. Spil þetta fór sigurför um samkvæmissalina í New York og Chicago. Þetta nýja spil var kontrakt-bridge. Einu sinni að loknum miðdegisverði í samkvæmi skoruðu tveir af áköfustu brautryðjendum þess á okkur Jo að spila það við sig. Við höfðum heyrt frá því sagt og kunnum á því nokkur skil, en aldrei höfðum við spilað það. Við tókum áskoruninni, fylgdum kerfinu okkar í aktions-bridge og unnum sigur! Ég varð þegar heillaður af kontrakt-bridge. Hrað- inn í því var meiri, það var vandspilaðra og skemmti- legra en aktions-bridge. í fyrstu virtist það heldur kjánalegt, en það lumar á einkennilegri rökvísi og jafn- vægi. Ég hafði um langt skeið spilað plafond, en það var franskt, kom til sögunnar í París 1918, var undan- fari kontraktsins, líktist honum nokkuð og var allmikið spilað um hríð. En þetta nýja spil bar af plafond um margt. Mér var mikið niðri fyrir, er ég kom heim um kvöldið, og aumingja Jo fékk varla að festa blund alla nóttina. Margir vinir mínir höfðu þegar bundið tryggð- ir við kontraktinn. Georg Tevis og félagar hans spil- uðu nú ekki annað. Ég endurtók aftur og aftur: „Það er ég alveg viss um, Jo mín, að kontraktinn leggur undir sig landið. Hamingjan leggur tækifærið upp í hendurnar á okkur, og ég er að hugsa um að grípa það.“ Jú, henni leizt svo sem vel á það líka. En af ráðnum hug hélt hún í fyrstu aftur af mér. Hún var ekki ugg- laus um, að hrifningin færi með mig í öfgar og óráð. Daginn eftir var ég þegar önnum kafinn. Ég sendi mörg skeyti austur, blaðaði í nýjum tímaritum og keypti einu bókina, sem út var komin um kontrakt- bridge. Hún var eftir Florence Irwin. Ég vildi kynnast spilinu svo vel sem kostur væri á. Það er um margt merkilegt, og þó er uppruni þess ekki sízt sögulegur. Skömmu eftir stríðið hafði Knick- enbocker reynt að útbreiða plafond í Ameríku. Þetta tókst ekki. Spilamennirnir, sem höfðu tekið ástfóstri við bridge, stóðu eins og múrveggur gegn því. Sama sagan gerist í öllum leikum. Sigurvegararnir gera sér vonir um að halda áfram að vinna og mega ekkert nýtt heyra nefnt á nafn. Þeir verða fastheldnir og íhalds- samir. Þeir, sem tapa, vilja gjarnan breytingu. En þeir hafa engin áhrif eða völd. Einmitt þess vegna eru þeir frjálslyndir. Á öndverðu ári 1926 hafði Harold S. Vanderbilt, sem í vinahópi er kallaður Mike, farið í siglingu. Hann varð samskipa laglegri, ungri konu, sem átti hugmynd- ina um hættusvæðið í bridge. Að vísu hafði þetta, að Heima er bezt 259

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.