Heima er bezt - 01.07.1956, Page 35

Heima er bezt - 01.07.1956, Page 35
Nr. 7-8 Heima 263 --------------------------------er bezt---------------------------- orðið úti á Laxárdalsheiði og hafi hann verið að sækja reyktóbak og eldspýtur til Borðeyrar. Og þá ekki ósennilegt, að hann hefði slegið undan veðrinu og orðið þarna til. Dagbjört tekur svo beinin og lætur í poka, en henni virðist eitt vanta og getur hún ekki fundið það. Næstu nótt dreymir Dagbjörtu, að maður kemur til hennar og þykir henni það Benedikt vera. Og segir hann henni þá, hvar beinið sé, sem hún hafði ekki fundið. Daginn eftir fer Dagbjört á sömu slóðir og finnur hún þá strax beinið. Og var það nákvæmlega á þeim stað, er draummaðurinn vísaði til---. Var svo smíðuð kista utan um beinin og þau jörðuð. Og var það þá almennt álitið, að þetta hefðu verið bein Benedikts Jónssonar, frá Fjósum. MINNING ÍSLANDS ort af Jónasi Eyvindssyni í Ameríku. ísland, ó ísland, mín fósturjörð fríða, forlögin hafa mig leitt burt frá þér. Hugurinn bölþrunginn horfir nú víða hræðist nú dimmuna fram undan sér. Eg er svo máttfarinn, vesæll og veikur vogun öll horfin er brjóstinu frá, lífið og vonin er veikt eins og kveikur vandræðin öll eru fyrir að sjá. ísland þú situr við úthafið bjarta umflotið gegnsærri hyldýpis-lind. Fjöllin í trafhvítum skrúða vel skarta, skýbólstrar prýða hvern einasta tind. Vötnin í indælu dalanna djúpi dynjandi straumkasta syngja með klið. • Ilmandi blómskrýddar hlíðar í hjúpi, himinsins fegurð, má líkja þeim við. Hjarðirnar renna um hlíðarnar grænu, hestarnir dansa þar grundunum á. Kýrnar í startjörnum vaða dávænu, veldur það búgagni þjóðinni hjá. Laxinn í ánum sér lyftir í næði, lundinn í eyjunum tekur sér skjól, æðurin hagsýn hólmana klæðir, hefur sitt kópur á sandinum ból. Sígrænu túnin í sveitunum sjáum, sóley og fífil með ljómandi skraut. í dögginni smáfuglar hreyfa list háu hljómfögrum rómi, um vindanna braut. Laufgaðan skóginn má sumarið sýna, sig hreiðrar lóan í dúnmjúkum stað. Lyngið með berjunum, börnin þau tína, blómunum safna og leika sér að. Bændur í sveitunum búskapinn vanda bæina prýða á margbreyttan hátt. Konurnar ástunda iðjuna handa, umhyggja og sparsemi lýsir sér þrátt. Formenn í versölum fleyin út draga, fiskjarins afla og stýra að vör. Útlendir kaupmenn á höfnunum hafa höndlunar viðskipti, sækja með fjör. Heill sé þér ísland! Um aldanna raðir æ sé þín minning í heiminum geymd. Veri þinn skjöldur vor allra faðir, veitist þér hrósan, sem aldrei sé gleymd. HeiII sé þér föðurlands friðsæla þjóðin, frjálslyndi og kærleiki prýði yðar byggð. Farsældin, ánægja og fjármuna gróðinn fylgi yðar kynþætti æra og dyggð. Landið mitt góða, því fer ég burt frá þér, fram í þann koldimma veraldar-geim. Þunglyndis kastvindar þeir bylja á mér, en þrekið er horfið að rísa við þeim. Örlaga nornirnar veit ég því valda, vanþekking tímanna var mér til send. Ellin og lúinn yfir mér halda eilífðar skapadóm, þar sem ég stend. Ekki er vitað um aldurinn á kvæði þessu, en efni þess ber það með sér, að það muni ort á seinni hluta 19. aldar. Á þeim árum, sem íslendingar fluttu flestir til Ameríku. Þótt segja megi, að í þessu kvæði sé ekki mikill skáld- skapur, þá speglar það þrá útflytjandans, sem ekki kann við sig í nýja landinu, til ættlandsins og einlæga ætt- jarðarást hans. Jóh. Ásgeirsson skrásetti. Gísli Jónsson Framhald af bls. 233. ------------------ hefir verið í höndum Gísla á Hofi, og mættu menn margt af því læra. Þegar sveitungar Gísla tóku að feta í fótspor hans um kaup á vinnuvélum, kom brátt í ljós, að þörf var viðgerðamanns á tækjum þessum. Leituðu menn þá brátt til Gísla í þeim efnum. Enda þótt hann hefði ekkert lært til þeirra hluta tók hann að fást við aðgerðir á hinum smærri vélum og verkfærum og stundaði það um langt skeið. Má þannig með sanni segja, að hann hafi á flesta hluti lagt gjörva hönd. Það var vorhugur drottnandi meðal íslenzku þjóðar- innar um aldamótin síðustu, en þá var Gísli á Hofi á léttasta skeiði. Störf hans og saga sýna ljóslega þann vorhug, áræðni og framsækni, sem hratt áleiðis þeirri öldu framfara og framkvæmda, sem risið hefir á þessari öld. Og lengi sér spor slíkra manna í sveitum landsins.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.