Heima er bezt - 01.07.1956, Page 38
GUÐLÁUGUR SIGURÐSSON;
Benedikt Porkelsson
Larnakennari
Framhald.
Ekki er hægt að Ijúka þessari frásögn um Benedikt,
án þess að minnast á Reimleikann á Kvíabekk 1919 og
þátt hans til að afstýra honum.
Tvær frásagnir eru til á prenti um reimleika þennan.
Sú fyrri er í vikubl. „Fram“ frá 8. febrúar 1920 eftir
húsbóndann á Kvíabekk, Rögnvald Rögnvaldsson. Hann
fylgdist með reimleikanum frá byrjun til enda, og var
heyrnar- og sjónarvottur að því sem þar gerðist.
Hin frásögnin er prentuð í tímaritinu „Grímu“ XI.
1936, handrit Jóns Jóhannessonar yfirfiskimatsmanns á
Siglufirði eftir sögn Gísla Gíslasonar í Ólafsfirði o. fl.
Frásögn Rögnvalds fer hér á eftir, enda mun blaðið
„Fram“ nú í fárra höndum.
REIMLEIKINN Á KVÍABEKK 1919.
Um reimleika þenna hefir margt og mikið verið skraf-
að nú um nokkurn tíma. Sagnirnar um hann hafa flogið
bæ frá bæ og sveit úr sveit og alls staðar þótt spánný
Fróðárundur.
En mönnum gagnkunnugum máli þessu, er orðið það
Ijóst, að í frásögnum þessum kennir afar mikilla mis-
sagna og sumt í þeim blátt áfram hreinasti tilbúningur.
Þótti því heppilegt að um þetta yrði skrifað opinber-
Iega, svo mönnum gæfist kostur á að heyra það sem
sannast er um reimleika þennan, og skal nú stuttlega
skýrt frá fyrirburði þessum eins og hann lýsti sér, en
það er á þessa leið:
Laugardaginn 29. nóv. sl. var tekin gröf að líki Bjarna
Gíslasonar frá Hreppsendaá, í hinum forna grafreit
Kvíabekkjarprestakalls. En sökum þess að vinir og
vandamenn hins látna, fyrirhuguðu að ekkja Bjarna
sáluga yrði lögð í sömu gröf á sínum tíma, þá varð
ekki hjá því komizt að gröf þessi tæki töluvert pláss í
kirkjugarðinum. Kom því upp við grafartektina tals-
vert af lausum beinum, og 3 kistur, sem allar varð að
taka frá svo hægt væri að koma þessu í verk.
Um eða eftir dagsetur að kvöldi dags þess, er jarðar-
förin fór fram, fór Kristján sonur minn að taka hey í
hlöðu, sem stendur 2—3 faðma frá kirkjugarðinum, en
þegar hann opnar hlöðudyrnar, sér hann hvar maður
stendur inni við heyið og horfir fram, ætlar Kristján að
þrífa til hans, en fær hvergi á honum tekið og sér að
vera þessi líður meðfram heyinu út að vegg og hverfur
þar. Fór Kristján þá að leita að Ijósáhaldi og kveikir,
en verður einskis var meðan hann var að taka heyið.
Nú bar ekkert til tíðinda þar til nóttina milli 1.—2.
des. Þá dreymir mig, að ég þykist ætla að ganga út, en
þegar ég kem að útidyrahurð, sé ég hvar maður liggur
á hurðinni innanverðu, þykir mér maður þessi kalla til
mín og biðja mig að koma sér til hjálpar, því að hér
sé sá úti fyrir sem, ekkert erindi eigi í bæinn. Þykist
ég þá hlaupa strax á hurðina, en finn um leið að hún
er að ganga af hjörunum og koma í fang mér, vil ég
þá kalla á hjálp í bæinn, en við það vaknaði ég, og var
þá farinn að Iáta illa í svefni, er þá liðið langt af nótt,
en ég ligg vakandi og athuga draum minn.
Svo er háttað baðstofu á Kvíabekk, að skilrúm er um
þvera baðstofu, miðja, og tvö hliðarherbergi undir vest-
urhlið suðurenda, er annað herbergið svefnstofa okkar
hjónanna, en norðurpartur baðstofunnar ætlaður flestu
öðru heimilisfólki.
Hefi ég nú legið vakandi, sem fyrr segir allt að hálf-
um klukkutíma, en heyri þá háreysti og skark í fram-
baðstofu, fór það mjög vaxandi og seinast kveður svo
rammt að, að ég fer að svipast eftii* hvað um sé að
vera, og komst að raun um að ekki er allt með felldu.
Tveir drengir um fermingaraldur sváfu þar saman í
rúmi, en voru nú báðir vakandi.og sjá mann koma að
rúmi þeirra, og vill sá draga rúmfötin ofan af þeim.
Strákar vilja ógjarnan missa af að óreyndu og halda fast
á móti, og er togast á af nokkru afli svo að brakar í
rúminu. Dettur þá öðrum þeirra það snjallræði í hug,
að hann hrækir á veru þessa, við það sleppir hún öllum
tökum og svífur að næsta rúmi, í því sváfu stúlku-
krakkar þrír og tekst þar sami Ieikurinn sem fyrr segir,
og þeim mun harðari að nú rifnar ver af yfirdýnu
stúlknanna. Var þá Ijós kveikt, en við það hvarf svipur
þessi burt.
Fyrirburð þennan sáu sex manns í sama sinn, því að
allt fólkið var vakandi meðan þessu fór fram. Lýsti
það því svo að þetta væri karlmaður með kodda á
herðum sér, eða eitthvað því líkt.
Næstu nótt var ljós látið Iifa í frambaðstofu og gerð-
ust engin tíðindi meðan þess naut við, en þegar undir
266 Heima er hezt