Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 41

Heima er bezt - 01.07.1956, Síða 41
Heima --- er bezt 269 Nr. 7-8 með ofsa hraða, og enn situr dökkklæddi maðurinn hreyfingarlaus við hlið hans, og-enn virðist honum bíllinn fullur af fólki. Algjör þögn ríkir í bílnum. Höfuð farþeganna rugga eftir hreyfingum bílsins, en enginri haggast í sæti. Vegurinn versnaði og lá nú um gil og skorninga, og man Jón nú ekki vel til sín, en alltaf tekst honum að forða bílnum frá veltu. Einhvern veginn sleppur hann niður sneiðarnar, ofan Hjarðarfells, þar sem gamli veg- urinn lá, og heim að túngarði þar. Kemur hann náfölur og örmagna inn á baðstofrigólf á Hjarðarfelli og er þá yfirkominn af æsingi og þreytu. Fær hann þarna ágætar móttökur, en nokkuð lengi var hann að ná sér eftir þennan voða akstur. Daginn eftir, þegar farið var yfir Kerlingarskarð, sáust bílförin, og hafði víða munað mjóu að bíllinn ylti. Ekki sá á bílnum að öðru en því, að brotnar voru framfjaðrinar báðar. Er saga þessi barst út, töldu margir að þetta boðaði stórslys á bílnum og ekki er mér grunlaust um að Jóni hafi dottið sama í hug. Hann átti þó bílinn nokkuð lengi eftir þetta og flutti fólk og vörur, og aldrei varð neitt að hjá honum. Að lokum seldi hann bílinn, og held ég að þá hafi farþegaskýlið verið tekið af honum og hann notaður til vöruflutninga. Er saga bílsins ekki lengri. Verður því engin skýring fundin á þessari furðulegu sýn. . . . á sjó og Iandi Framhald af bls. 253. ---------------------------- en að hreiðra um sig og bíða átekta, en til hvers mundi það svo leiða, þó ég hefði það af að liggja yfir nóttina. Til þess voru vissulega allmiklar líkur, með því að ég var dável búinn og þótt ég væri rakur af svita eftir gönguna, var það ekki svo mjög alvarlegt. Sennilega kæmi póstur daginn eftir og bjargaði mér, en þó gat svo farið, að hann yrði mín ekki var, þó að hann færi um þessar sóðir. Á meðan ég hugleiddi þannig ástæður og möguleika, dimmdi óðum og varð umhverfi allt eins óhugnanlegt og fremst mátti verða. Býst ég við að þeir einir er reynt hafa eitthvað svipað, geti að fullu skilið eða sett sig inn í slíkar ástæður. Allt í einu datt mér þó úrræði í hug, þegar ég minnt- ist snærisins góða, er ég eignaðist á Ólafsfjarðarskarði. Brotið af skíðinu hafði ég fundið í snjónum. Tók ég nú upp vasahnífinn, tálgaði skorur í brotin, víslagði þau og reyrði saman sem fastast. Þetta einfalda ráð, sem þó varð ekki framkvæmt án snæris og vasahnífs, nægði til þess, að skíðin stungust nú ekki á kaf í snjó- inn og unnt reyndist að þrúgast fram úr verstu ófærð- inni. Nokkuð langan tíma tók það mig að komast nið- ur á dalinn, þar sem færi var skaplegra og um kvöldið náði ég í Böggvisstaði og gisti þar. Ekki er mér fullkunnugt um hve löng leiðin er frá Hraunum í Böggvisstafii, en eftir lauslegri athugun, mun hún vera milli 35 og 40 km., sem að sjálfsögðu er engin óra dagleið, en getur þó reynzt fullnóg skamm- degisganga í slæmu færi yfir tvo bratta fjallgarða. Morguninn eftir var komin vonzku hríð með 14—16° frosti og stórhríð á fjöllum, enda tepptist póstur Ólafs- fjarðar-megin. Sjálfur var ég fárveikur af magakvölum, en drógst með herkjum inn í Fagraskóg, þar sem ég lá í rúminu og hvíldi mig, þar til veikin rénaði. Aug- Ijóst mál er það, að hefði ég ekki komizt af fjallinu daginn sem ég lagði á það, væru þessar frásagnir óskráðar. Heimferðin eftir þetta, varð ekki frábrugðin ýmsum öðrum ferðalögum og því ekki til frásagnar, en eins skal getið til viðbótar: I mörg ár eftir þetta, mátti ég ekki sjá lummur, án þess að kenna ósjálfráðrar óbeitar á þeim og megnrar ólystar. Fyrir 200 áram Arferði 1756. Vetur frá jólum harðnandi, var einn sá harðasti með frostum og snjóum, storma- og fjúksamur, að jafnaði óskírt og órólegt veð- ur. Gerði jarðbönn í velflestum sveitum, einkum fyrir norðan og suður um Borgarfjörð og Snæfellsnes. Hélst það og jókst meir og meir með stórkostlegum fannkomum allan þorra, svo að menn mundu ei annað eins. Nokkrir blotar á Góu. Stundum fjúk en frostin gengu staðföst frá 16. marz til 14. maí, þá hlánaði um viku- tíma. Aftur stálfrost og hvassviðriskuldastormur til fardaga, þá kalt framvegis. Þóttust nokkrir aldraðir menn ekki hafa lifað slika tíð um og eftir Jónsmessu upp á bjargarhallæri til lands og vatns. Þann 5. júlí var mikiil landsynningur (sunnanlands) með regni, svo að víða runnu skriður. Daginn eftir var stórviðrishríð á vestan og króknaði þá víða sauðfé og sums staðar kálfar. Nyrðra gerði þá áfelli með kálfa- og knésnjó í útsveitum, sem lá í ý daga. Annað áfelli engu minna gerði í 14. viku sumars með jafnmikilli snjó- fergju, sem lá jafnlengi á, og nautum mátti gefa hey. Ei varð niður höggvið til sláttar fyrir snjó fyrr en í 16. viku. Grasleysa hin mesta og heyskapur hinn aumasti. Sumarið kalt, graslítið og vætusamt, og nýting hin versta á því litla, sem heyjaðist. Gras lcysi hið mesta, sem menn mundu bæði fyrir norðan og vestan. Óþerrar svo óminnilegir, að aldrei kom þurr dagur frá miðju sumri fram að veturnóttum. í sumum sveitum voru innbundnar töður með klakahnausum um haustið, og það sem á garðana kom var mokað út sem önnur bleyta. Hafís kom inn á hvern fjörð fyrir norðan um langaföstu á einmánuði segir einn annáll. Lagðist hann kringum allt land. Kom um Jónsmessu austan um sunnan- lands allt út á Reykjanes, en var þar ei lengi. Fylgdu honum þar firn af selum og nokkuð af trjám. Norðanlands lá hann alljafnt við og rak ekki út fyr en í 19 viku sumars. Haustið mjög úrkomu- samt syðra. Skemmdust þá hey í görðum, og varð líka víða úti, svo að fólk felldi peninga sér til stórskaða, og horfði til hallæris. Nyrðra var haust þykkt, vott og kalt, og stundum fjúk og frost í október, en framvegis óstöðugt. Vetur síðan góður til nýjárs. (Dregið saman úr 5 ánnálum).

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.