Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 42
HER BIRTIST SJÖTTI HLUTI AF HINNI SPENNANDI FRAMHALDSSÖGU ÓBOÐNIR GESTIR EFTIR JOSEPH HAYES Cindý var þegar sprottin á fætur og í þann veginn að slökkva Ijósið í borðstofunni. Dan heyrði smell í lásnum í hliðarhurðinni, og leit á Hank, sem drattað- ist í humátt að framdyrunum, ljótur á svip og ringl- aður. „Flýtið yður,“ sagði Dan. Hank opnaði dyrnar. Dan náði honum og ýtti við honum, en í sömu andrá hvarflaði honum í hug, hvort hann væri nú ekki að gera skyssu. Ef til vill hefði hann átt að skjóta drenginn þegar í stað. Dan læsti dyrunum, og hann var í þann veginn að halda upp á loftið, þegar hann heyrði Elenóru reka upp óp. Hann þaut upp, sá Elenóru koma út úr herbergi Ralphies, hljóðandi, með höndina fyrir munninum. „Ralphie.... Dan.... Ralphie er horfinn!“ Cindý kom upp stigann á eftir honum, slökkti ljósið í ganginum, svo að þau voru í niðamyrkri. Þau voru sem stirðnuð af skelfingu öll þrjú — ekki öll fjögur, eins og Dan hafði gert sér í hugarlund, að talan hlyti að vera. Þau voru gengin í gildruna, þögul og sem fuglar í búri. „Hann hefir ef til vill sloppið á burt,“ sagði Cindý að síðustu. „Hann er ef til vill------“ En í þessum svifum heyrðu þau Glenn kalla, slitrótt, því að stinningsgola var. „Við förum ekki, Hilliard. Opnið bakdyramegin og fleygið skammbyssunni út!“ Dan fleygði sér ósjálfrátt niður, svo að hann væri ekki í skotmáli frá glugganum, ef Glenn skyldi þrátt fyrir allt skjóta. Cindý togaði móður sína með sér inn í svefnherbergið, og þar settust þær í hækjur sínar. „Á ég að hringja í lögregluna?“ spurði Elinóra. „Hilliard,“ hrópaði Glenn úti, og það mátti hevra djúpa örvæntingu í röddinni. „Hilliard, talaðu nú við mig!“ Dan hlustaði æstur Fyrst gat hann naumast trúað sínum eyrum. En Elinóra þekkti röddina, sem barst upp til þeirra, og hún rak upp örvæntingaróp, sem nísti hann gegnum merg og bein og olli honum kulda- hrolli. Cindý stóð í dyrum svefnherbergisins. „Pabbi?“ Aðeins eitt orð. Það barst að utan. í rödd- inni bryddi ekki á umvöndun eða kjarki, aðeins hræðslu. „Pabbi-“ „Ef við förum, Hillard," sagði Glenn Griffin, „tök- um við snáðann með okkur. Lj.úkið upp, og þá verður þetta, sem við hefur borið, allt látið gleymast." Dan starði á Cindý, sem hann sá óljóst móta fyrir í svefnherbergisdyrunum. Hönd Dans krepptist fast um skefti skammbyssunnar. Hann gat hleypt skoti úr byssunni, og þetta skot mundi kalla hjálpina á vett- vang. Hann gat og hringt. Hann gat varnað þeim þremenningum inngöngu. En Ralphie var líka úti. 270 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.