Heima er bezt - 01.07.1956, Side 46

Heima er bezt - 01.07.1956, Side 46
274 Heima Nr. 7-8 --------------------------------er bezt Elenóra lagði hönd sína ofan á hönd Dans og sagði með ró: „Ef einhver ykkar leggur af stað upp stig- ann, æpi ég svo hátt, að þið neyðist til að beita skamm- byssunni, og þá er úti um ykkur.... Þú skilur mig, góði. Tíminn líður.“ Hún stóð upp. „Nú skal ég sækja regnkápuna þína. Er ekki annars versta veður í dag?“ Dan tók af tilviljun eftir svipnum á Hank, þegar Elenóra gekk fram í ganginn: drengurinn starði á eftir henni. Svipurinn lýsti undrun, er hann sneri sér' að bróður sínum. Glenn brosti enn. „Öll fjölskyldan er að verða hin hugprúðasta,“ sagði Glenn dræmt. „Þess vegna verður þú að vera það í hófi.“ Dan fór í frakkann, sem kona hans hafði valið hon- um, sneri sér svo við og faðmaði konu sína. Maður getur búið með konu sinni í tuttugu ár án þess að þekkja hana rétt, hugsaði hann. Hann þrýsti henni að sér og minntist lófa hennar kvöldið áður, er hún lagði hann á munn hans. Svo kyssti hann hana og lét sem hann sæi ekki þá félaga. Hás og hranalegur hlátur Glenns barst honum frá borðstofunni, og Dan þrýsti konu sinni fastar að sér. Hann sá að Cindý stóð upp og kom. Þá var það, að Hank Griffin tók til máls, — Hank Griffin, sem hann hafði svikið kvöldið áður og gert að fífli. „Hvað finnst þér svona skemmtilegt við þetta?“ spurði hann bróður sinn. Hláturinn hljóðnaði þegar. „Ég get ekki séð, að það sé neitt svo hlálega heimskulegt við þetta, að ástæða sé til þess fyrir það að vera með þennan hæðnishlátur,“ sagði Hank, er hann sá spyrjandi tillit bróður síns. „Ég hlæ, þegar mig langar til þess, Hank,“ sagði Glenn rólega en lágt. „Og hefur þú kannski nokkuð við það að athuga, Hank?“ Andartak leið. Dan óskaði, að hann væri farinn. Hann kærði sig ekki um að hlusta á þetta. „Hvað segir þú, Hank?“ „Nei,“ anzaði Hank, en röddin gat ekki leynt æsingn- um, þótt svarið væri á þenna veg. Hank gekk gegnum ganginn, fór framhjá þeim án þess að sýna nokkra svipbreytingu, en augun lýstu reiði og uppnámi. Hann minnti Dan á hnefaleikara, sem hann hafði séð: Þegar einhver hafði verið sleginn út, var hann mældur fyrirlitlega með augum, sem eins og sögðu: Gœtir þú haja gert þetta öllu betur? „Vektu Robish,“ kallaði Glenn á eftir honum og hló, og hláturinn átti að tákna fyrirgefningu. „Ég þyrfti að láta mér renna í brjóst. Og hvernig er þetta með yður, Hilliard — eftir hverju eruð þér að bíða? Þér kærið yður naumast um að koma of seint og láta draga af laununum yðar fyrir vikið? Dan horfði framhjá Glenn. Svo gekk hann til sonar síns. Hann varð að segja þetta. Óþolinmæðin gaus upp, og hann hafði dynjandi verk í skurðinum. „Ralphie, þú heyrðir, hvað herra Griffin sagði. Þú verður hjá móður þinni og gætir hennar. Vertu uppi, og skiptu þér ekki af neinu.“ Hann heyrði sig segja þetta ákveðið, en orðin hrukku svo skammt, og allt í einu langaði hann helzt til að hrista drenginn til, berja reynslu og skilning hins fullorðna manns inn í tíu ára snáðann. Þrátt fyrir þreytuna og tómleikann, sem kvaldi hann meir en tali tók, heyrði hann sjálfan sig segja: „Ralphie, þú verður að skilja þetta!“ Ralph lét sér nægja að kinka kolli, en allt í einu hvarflaði að Dan, hvort það væri óttinn, sem gerði drenginn svo þyrrkingslegan, eða hvort hann væri enn reiður Dan fyrir það, að hann framkvæmdi ekki hið ómögulega. Það kom kökkur í hálsinn á Dan. Hjarta hans æpti á svar: Hvað annað get ég gert, Ralphie? Allt í einu lyfti hann hendinni í kveðjuskyni og gekk út í ausandi rigninguna, um leið og hann dró hattinri niður á ennið og óð elginn að bíl Cindýjar. Hún náði honum strax, settist við stýrið og ók bíln- um greitt niður stíginn. Dan leit ekki aftur. Hann var í þungum þönkum. Hvað táknaði til dæm- is þessi skyndilegi árekstur milli þeirra bræðra? ímynd- aði þessi ungi piltur sér ef til vill, að hann væri ást- fanginn í Cindýju? Ef svo var, þá var fengin skýring á því, sem gerðist í gærkveldi, er Robish stöðvaði hann í borðstofunni. Ef Dan hefði haft nokkurt rúm fyrir meðaumkun, hefði hann ef til vill kennt í brjósti um drenginn. Hamingjan mátti vita, hvers konar líf hefði leitt til þess, að drengurinn lenti í öllu þessu. Hann reyndi að bægja þessum hugsunum frá sér. Það gladdi hann, að hann skyldi ekki hafa skotið Hank í gærkveldi, er hann komst yfir skammbyssuna. Hvers vegna hafði hann ekki gert það? Var hann undir of sterkum menningarlegum áhrifum til þess? Hann fann ekki snefil af slíkum áhrifum í fari sínu. í djúpi hug- ans, upp úr martröð beiskra minninga, tók þráin hann heljartökum, þráin að drepa. En eitthvað hafði þó haldið aftur af honum í gærkveldi. Og hefði ekki svo verið, hvernig mundu þá málin standa nú? Ralphie. Hann hafði ekki vitað, að Ralphie var á þeirra valdi. Og hvað hefði gerzt, ef hann hefði skotið? Hvað hafði haldið aftur af honum? Endurminningunum þyrmdi yfir hann og vakti ugg og kvíða. Litla bifreiðin rann þekkta leið meðfram ánni, fram- hjá trjánum, út í umferðina. Nú mundi Robish vakna. Fullur og timbraður. Og hvað mundi þá gerast? Skyldi hann ráðast á Glenn? Gat Glenn haft hemil á honum? Og einhvern tímann í myrkri næturinnar hafði eitt- hvað orðið Dan að nýju hræðsluefni, en hann vissi varla, hvað það var, og nú settist þetta aftur að honum. „Þú skalt ekki hafa áhyggjur út af honum Kalla,

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.