Heima er bezt - 01.07.1956, Page 51

Heima er bezt - 01.07.1956, Page 51
46) Allt gengur slysalaust. En að lokum reynir o£ mikið á fangalínurnar, og önn- ur þeirra slitnar skyndilega. Og rétt á eftir slitnar hin líka. Síðasti maðurinn á flakinu, sjálfur skipstjórinn er nú á leiðinni yfir til okkar, en rekur nú á brott undan sjónunum. 47) Ég verð þess brátt var, að snekkj- una okkar rekur í sömu áttina og skip- stjórann og hliðhallt við hann, og mér dettur skyndilega ráð í hug. An þess að segja nokkuð bind ég línu utan um mig, hleyp upp á þiljur og steypi mér út- byrðis. 48) Ég syndi og syndi, eins og ætti ég lífið að leysa. Og nú verður að telja í sekúndum, því hér getur allra minnsta töf valdið þvi, að öllu sé lokið. Skip- stjórinn hefir orðið mín var og syndir nú allt hvað af tekur. Loks næ ég í aðra frakkaermina hans. 49) Ég held nú fast af öllu afli, og nú aðstoðar skipstjórinn mig einnig. Hann tekur fast um báðar hendur mínar. Og bátsverjar hrópa hástöfum húrra, er þeir draga okkur að bátnum. 50) Ógurlegt brothljóð berst að eyrum okkar, og okkur verður litið til skips- flaksins. Sjáum við nú, að sjóarnir kljúfa skipið sundur á skerinu, og síðan sekkur það hægt niður í golgrænan sjóinn. 51) Nú er haldið heimleiðis á sökkhlað- inni snekkjunni. Við lensum í hraðbyri. Og nú er meiri hætta á ferðum og erfið- ara að verjast áfölum sjóanna, sem æða á eftir okkur. 52) Loks náum við þó landi heilir á húfi. Ég fæ að þurrka fötin mín í fiski- mannakofa niður við sjóinn. Og er ég loks fer að búast til ferðar, biður skip- stjórinn mig að staldra ofurlítið og tala við sig. 53) Hann réttir mér nú meðmælabréf, og í því biður hann alla sem séu sér kunnugir að reynast mér vel og aðstoða mig, ef ég skyldi leita mér að einhverri vinnu. Auk þess gefur hann mér 500 krónur í launa skyni fyrir björgunina. 54) Þegar ég hefi lokið erindi mínu í Lúðinni, held ég heimleiðis í glöðu skapi. Mér virðist ég reglulega hamingju- samur. Ekki aðeins sökum þess að ég hefi unnið gagnsverk, heldur einnig vegna þess að ég hefi eignast annan eins vin og skipstjórann af skipinu sem fórst.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.