Heima er bezt - 01.01.1958, Síða 9
VILLAN I KJALHRAUNI 1916
eftir Ingvar Pálsson, Balaskar&i
f að einhver ykkar hefur farið í göngur fram til
i jöklanna, þar sem venjulega er verið 5—8 daga
— samkvæmt áætlun —, þá hafið þið komizt að
^ raun um það, að slíkt ferðalag er heillandi. í
fyrstu ræður ævintýraþrá og nýjungagirni unglinganna,
en framvegis aðdráttarafl hinnar hrikalegu náttúrufeg-
urðar. Þar má líta stór og fögur fiskivötn, víðáttumikla
mosaása, oft vafða fjallagrösum, stórar brokflár með
seftjörnum eða risavaxin fell, sem líkjast helzt heysæt-
um á engjateigum, nema þúsund sinnum stærri. Eru þó
ótaldir allir þeir lækir og allar þær ár, sem falla í ýmsar
áttir, en renna þó á endanum allar til sjávar, eins og
allar æðar líkamans renna til hjartans. I suðri gnæfa
jöklarnir við sjóndeildarhringinn, og líta út eins og glitr-
- andi ljóshaf, þegar sólin varpar geislum sínum á þá.
Svona er nú yfirlitið yfir óbyggðirnar í stórum
dráttum, og þannig geymast þær í heimi minninganna,
þó langt sé liðið frá því að þær voru yfirgefnar síðast.
Þó hafa óbyggðimar annað að bjóða stundum, þegar
hríðar geisa þar dag eftir dag, eins og við getum gert
okkur ljóst af afdrifum Reynistaðabræðra. En hinu
gleyma menn fljótt, þó menn verði að glíma við óblíð
náttúraöfl í 1—2 daga, ef ekki verða þeim samfara slys-
farir eða þ. u. 1.
Næsta haust syngjum við aftur:
„Eins mig fýsir alltaf þó
aftur að fara í göngur.“
Sumarið 1916 var ég kaupamaður á Sólheimum í
Svínavatnshreppi, hjá Hannesi Sveinbjörnssyni, sem þar
bjó þá. Ég var ráðinn yfir allan sláttinn, til rétta. En
er líða tók á sláttinn, fór að vakna löngun hjá mér að
fara í göngurnar. En hinsvegar hafði ég enga von um
það, því Hannes var búinn að lofa fóstursyni sínum,
Þorleifi Ingvarssyni því að fara. Hann var þá 16 ára,
og var það í fyrsta sinn, sem hann fékk það leyfi. Hins-
vegar hafði ég farið í göngur 7 undanfarin haust, eða
frá því ég var 13 ára. Allar á Auðkúluheiði, að undan-
teknum einum, sem voru Sandgöngur á Grímstungu-
heiði.
Þetta sumar gengu mislingar víða um hreppinn um
heyskapartímann, og tafðist fólk víða frá vinnu í 1—2
vikur. Grasspretta og nýting var þó allgóð það sumar,
og grös féllu seint, enda seint gróið eftir hið alræmda
vor 1916. En Sólheimaheimilið komst þó alveg hjá
mislingunum, vegna einangrunar. Við piltarnir, sem
vorum 4, höfðum okkur það til afþreyingar á sunnu-
dögum að sitja heima og spila „lander“ eða „kaupalú“,
á milli þess, sem við tókum hesta okkar og fórum eitt-
hvað fjarri alfaraleiðum, svo að við gætum á engan hátt
tekið „pestina“.
Viku fyrir göngur kom Lárus Stefánsson, bóndi á
Auðkúlu — síðar í Gautsdal — heim að Sólheimum og
fór þess á leit við mig, að ég færi fyrir hann í heiðar-
göngur. Hann hafði orðið illa úti með heyskap, vegna
mislinga um sláttinn, og langaði til að geta haldið áfram
heyskap til réttar. Þessi beiðni var auðsótt við mig,
en eftirgjöf á þessum 5 dögum varð hann að semja um
við Hannes. Fremur var Hannes tregur til að gefa þessa
daga eftir, en þó fór svo að lokum, að hann gaf leyfið
með þeim skilyrðum, að ég liti til með Þorleifi í göng-
unum, ef hann þyrfti þess með.
Föstudaginn í 22. viku sumars lögðum við af stað í
göngurnar. Þá var kominn haustblær yfir allt, en hey-
skapur í fullum gangi, enda tíð allgóð. Kvöldið fyrir
hafði ég farið yfir að Auðkúlu, því þaðan átti ég að
hafa allt úthald, s. s. hesta og nesti. Venjulegast er það
svo, að gangnamenn fara á fremstu bæi byggðarinnar
á fimmtudagskvöld, einkum þó úr Blönduóss- og Torfa-
lækjarhreppum, svo og úr utanverðum Svínavatns-
hreppi. En við þrír sátum þó heima: Þorleifur á Sól-
heimum, Stefán Eyjólfsson á Svínavatni og ég á Auð-
kúlu, — og ákváðum að hittast við Auðkúlurétt kl. 7
að morgni. Þó gátum við búist við að aðal þorri gangna-
manna væri á sama tíma að leggja upp af fremstu bæj-
unum. Þar af leiðandi vorum við 12—15 km. á eftir.
Hestarnir, sem ég hafði, voru bræður og báðir gráir.
Hét annar Þröstur, en hinn Þumall. Ég hef aldrei fyrr
né síðar haft jafn góða gangnahesta. Á tilsettum tíma
komum við að réttinni, og það svo samtímis, að við
áðum þar ekki einu sinni. Leiðin lá svo fram Sléttárdal,
fram Selbungu, fram Buga, fram Helluvörðuás fram
hjá Friðmundarhöfða og fram Mosás og þaðan eins
og götur liggja að Kólguhóli.1) Þegar við komum í
1) Kólkuhól nefna sumir hann. — Greinarhöf.
Heima er bezt 7