Heima er bezt - 01.01.1958, Side 12

Heima er bezt - 01.01.1958, Side 12
BJARNI SIGURÐSSON SÍMON JÓNSSON BÓNDl Á JÓRVÍKURHRYGGJUM Hann varð bóndi á Jórvíkurhryggjum í Álfta- veri um miðja 19. öld. Það var áður en tók að rofa til, hvað frelsi og framfarir snerti, og áður en vegir voru til, gerðir af manna höndum. Þá var engin brú til yfir fallvötn, og varla hægt að segja, að neinar umbætur þekktust á túnum. Bændur voru þá bláfátækir og gekk mjög erfiðlega að sjá sér og sínum fyrir bxýnustu lífsnauðsynjum. Húsakostur var mjög ófullkominn víða í sveitum, og litu bæjarhúsin sum- staðar út eins og stórar þúfur til að sjá. Ýmsir bæir voru þá miklu verri til íbúðar, en braggarnir eru núna í Reykjavík. Verst voiu þeir bændur staddir, þar sem engin hlunn- indi fylgdu jörðunum, svo sem skógarhögg, trjáreki, selveiði, fuglatekja, útræði o. fl. Þá voru það talin mikil hlunnindi, ef mótekja var til í landi jarðar. Eldiviðarleysi var þá víða átakanlegt. Þá voru bændur neyddir til að brenna áburðinum, sauðataði og kúamykju. Þetta var að vísu breitt á túnin og þurrkað þar, og varð að liði á þann hátt, að frjóvga bletti í túnunum, sérstaklega ef óþurrkar voru að vorlagi. Þá rigndi úr taðinu, sem þurrka skyldi, og veitti vorgróðrinum á túnunum nær- ingu. Var þá farið mjög sparlega með eldsneytið, og ekki kveiktur upp eldur í hlóðum í eldhúsi nema einu sinni á dag. Um annan hita var ekki að ræða. Þannig var ástatt í sveitum landsins, þegar Símon- jónsson, seinna bóndi á Jórvíkurhryggjum, var að al- ast upp. Hann var af góðum, norðlenzkum ættum og skyldur séra Jóni Bægisárkálfi og Magnúsi sálarháska. Ég hefi heyrt lýsingu af honum, þegar hann var ung- ur. Hann var talinn meðalmaður á hæð, nokkuð þrekinn og herðabreiður og brjóstið mikið og bungu- vaxið. Allur var vöxtur hans karlmannlegur og fagur, og kemur heim við útlit hans, þegar ég sá hann aldur- hniginn, en þá var ég barn. Ásýndum var hann nokkuð stórskorinn, breiðleitur og karlmannlegur, hvatur í spori og hljóp oftast við fót. Énnið var í meðallagi hátt, en breitt. Áugnabrúnir voru miklar og hvassar og augnatil- litið sérlega snarlegt og skarplegt. Yfir öllu andlitinu hvíldi svipur hörku og einbeitni. Snemma þótti hann fylginn sér og duglegur til allra verka, átaka og ferða- laga. Glímumaður þótti hann góður á æskuárunum, og stóðust fáir viðbragðsflýti hans og snör brögð. Hann var sparsamur og hagsýnn, og varð á imga aldri sæmi- lega fjáður, eins og þá var litið á. í skjóli foreldranna á Kirkjubæjarklaustri eignaðist hann fjárstofn, sem hann ýmist leigði, kom í fóður eða vann fyrir heima í frí- stundum. Þótti þetta fágætt á þeim tímum. Símon Jónsson var fæddur að Hlíð í Skaftártungu 4. apríl 1812. Þaðan fluttist hann með foreldrum sínum, Jóni Magnússyni og Guðríði Oddsdóttur, að Kirkju- bæjarklaustri, 4. ára að aldri. Hann fermdist þar árið 1826, og var talinn vel að sér. Árið 1837 kvæntist hann á Kirkjubæjarklaustri Guðrúnu Pálsdóttur. Var hún þá 25 ára að aldri. Bjó hann fyrst í skjóli foreldra sinna að Kirkjubæjarldaustri, en fluttist seinna að Hraunkoti í Landbroti. Þaðan fluttist hann að Jórvíkurhryggjum í Álftaveri. Er hann fluttist þaðan, áttu þau hjónin 5 börn, Margrét 10 ára, Magnús 9 ára, Jón 7 ára, Guð- ríði 6 ára og Pál 4. ára. Jörð sú, sem hann flutti á, Jórvíkurhryggir, var hlunnindalaus kotjörð og talin rýr að kostum og land- lítil. Þar að auld fékk hann ekki nema hálfa jörðina til ábúðar. Þar af leiðandi var ekki hægt að hafa þar stórt bú. En Símoni tókst að búa þar vel, og var ávallt bjarg- álna, þó ómegð væri talsverð. Var þreki hans, dirfsku og karlmannlegu þolgæði viðbrugðið. Þar að auki var hann sérlega góðum gáfum gæddur, glaðvær, fyndinn og hugkvæmur. Hörkutól var hann mikið, og gengu af honum margar sögur, auk lygasagnanna, sem hann bjó til sjálfur. Þessar sagnir gengu um sveitir Vestur- Skaftafellssýslu og flugu mann frá manni, á meðan hann lifði, þegar ég var barn, og varð mér þess vegna mjög starsýnt á Símon, er fundum okkar bar saman. Verða þær nú endursagðar hér, en ekki tekin ábyrgð á sann- leiksgildi þeirra allra. Þegar Símon var nálægt tvítugsaldri, kynntist hann ungri, efnilegri stúlku af heldri ættum og felldi til hennar ástarhug. Sagt var einnig, að hún mundi fús til að giftast honum. Er þetta varð kunnugt, risu nánir ætt- 10 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.