Heima er bezt - 01.01.1958, Síða 18

Heima er bezt - 01.01.1958, Síða 18
Grizzly Giant. Annað stœrsta tré jarðarinnar. en eitthvað af niðjum þeirra er þó enn þar í dalnum, hafa þeir blandazt hvítum mönnum. Vinna þeir í skógar- þjónustunni, og hafa tekið upp hvítra manna hætti. Margt fræddi Glenn mig um starfsemi skógarþjón- ustunnar. Allt sumarið er annríki svo mikið, að kalla má, að lögð sé þá nótt með degi. í mörg hom þyrfti að líta, því að gestirnir væru margir, eða um 20 þús- undir á dag að jafnaði, meðan fólksstraumurinn væri sem mestur, en alls væru sumargestir þar í dalnum ná- lægt einni milljón. Ekki kvað hann mikil brögð að því, að gestir brytu þær reglur, sem settar væru, en enginn má fara þar út af mddum gangstígum og þeim svæðum, sem ætluð eru sem áfangastaðir, er slíkt nauð- synlegt, því að annars mundi allur dalurinn falla í ör- tröð af umferðinni. Litlar skemmdir sagði hann að unnar væm á gróðri, og umgengni á tjaldstæðum mætti kallast góð, og færi hún batnandi ár frá ári. Mætti sjá þess ljós merki, að þjóðgarðarnir hefðu áhrif á fólkið, til að kenna því menningarlega umgengni við náttúr- una. Erfiðast gengi að venja menn af að príla í fjöll- unum. Á hverju sumri væru þeir starfsmenn garðsins kallaðir oftsinnis til hjálpar fólki, sem komið væri í ógöngur, en stundum þó ekki fyrr en um seinan, er slys hefðu orðið. Sýndi hann mér nokkra staði, þar sem fólki hefði verið bjargað úr klettum, og þótti mér furðulegt, að nokkrir skyldu hætta sér í slíkar ófæmr. Alvarlegust væri þó baráttan við eldinn. Þar yrði sífellt að vera á verði, og mætti aldrei slaka til. Kvað hann þá oft lenda í miklum mannraunum, þegar slökkva þyrfti skógarelda. Sýndi hann mér allstórt svæði, sem skógur brann af fyrir nokkrum árum. Þegar skógurinn ferst, sækja ýmsir smárunnar inn í hið auða land, og þarf að ryðja þeim brott, svo að verulegur skógur geti vaxið að nýju, en landið leggist ekki undir gagnslaust makkí- kjarr. Klukkan 9 næsta morgun hófum við Glenn för okkar að nýju. Fyrst lá leið okkar niður dalinn, en áður en mig varði, sveigði vegurinn upp í snarbratta hlíð- ina, og hvarf þar von bráðar inn í jarðgöng mikil, sem eru um mílu á lengd. Þegar út úr þeim kom, vomm við mjög teknir að nálgast fjallsbrúnina. Fyrsti áfanga- staður okkar var einn af hæsm tindunum við dalinn, heitir sá Jökultindur (Glacier point), og liggur hann fullum þúsund metrum ofar dalbotninum, og hlíðar hans þverhnípt standberg að mestu. Hafði ég rennt til hans hýru auga neðan úr dalbotninum, en varði sízt, *að svo greiðfært væri þangað upp, að þangað Iægi mal- bikaður vegur alla leið. Þama er eitt bezta útsýnið yfir dalinn. Liggur hann þar eins og útbreitt landabréf fyrir fótum manns. Spegilvatnið horfir gegn manni sem dularfullt, dreymandi auga, en í hamraveggjunum allt um kring má lesa ýmsar rúnir, sem ristar era þar í bugður og fellingar berglaganna. í fjarlægð sér vítt um hálendi Snæfjalla, með fjölda tinda, er ná upp í 3—4000 metra hæð, og vora nú snævi þaktir, og þar sem við stóðum, voru smáfannir í dældum, en þar hafði orðið alsnjóa fyrir nokkru, en snjóinn leysti að mestu aftur. Öll eru Snæfjöllin sorfin jöklum ísaldar. Þar ber því meira á ávölum hamrakúpum en hvössum tindum. En allt er Iandslag þarna fagurt og mikilfenglegt. Þar, sem við stóðum, var enn skógi vaxið að mestu. Laufskóg- arnir voru að vísu úr sögunni, en mest bar þar á 30—40 metra háum Jeffreys-furum. Sums staðar var hnéhátt eikarkjarr, voru blöðin á því ekki öllu stærri en á blá- berjalyngi, og heitir hún bláberjaeik. Gott þótti mér, að hlaðin var voldug brjóstvörn á gnípuna, þar sem við stóðum, því að annars er hætt við að mann sundli all- óþægilega. Þarna uppi á tindinum er sumarhótel, sem að vísu var nú lokað, en kaffi fengum við hjá húsverðinum og konu hans. Var alúð þeirra og gestrisni líkust því, að koma á afskekktan, íslenzkan sveitabæ, enda sögðu þau, að fátt væri þar orðið um ferðamenn. Daginn eftir mætti ég þeim hjónum aftur niðri í Yosemite Lodge, og var líkast, sem þau hefðu rekizt þar á gamlan alda- vin. Allkalt var þarna uppi, eða 10°—12° frost og dálítil gola, svo að við urðum kaffinu fegnir. Eigi alllangt frá Jökultindi ókum við framhjá sldða- landi Yosemite. Var þar annríki mikið að undirbúa mót- töku gesta, þegar snjórinn kæmi og skíðaferðir hæfust, sem nú mátti búast við á hverri stundu. Þar er skíða- hótel mikið, eigi óh’kt og Yosemite Lodge, enda koma þangað þúsundir manna daglega til gistingar, jafnskjótt 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.