Heima er bezt - 01.01.1958, Side 19

Heima er bezt - 01.01.1958, Side 19
og snjóa tekur. Skógarþjónustan hefir látið ryðja braut- ir og rjóður um skógana, svo að skíðabrautir eru þar naegar, en svo er landslag þar margbreytilegt, að skíða- iand er þar við allra hæfi, frá byrjendum til heims- meistara að kalla má. Næst var haldið til skóglendis, sem heitir Mariposa Grove,&n þar vex stórviðurinn (Sequoia gigantea) .Enda þótt hann sé náskyldur rauðviðnum, eru tré þessi allólík um margt. Stórviðurinn er nokkru lægri; verður hann naumast meira en 80 metra hár, hins vegar er hann svo miklu gildvaxnari, að viðarmagn er meira í honum en nokkru öðru tré á jarðríki. Hann nær enn hærri aldri en rauðviðurinn, og eru elztu trén á fjórða þúsund ára gömul. Þar sem rauðviðurinn vex eingöngu í strand- fjöllunum og myndar þar enn allvíðlenda skóga, þá vex stórviðurinn aðeins uppi í háfjöllunum, í 1500—2500 metra hæð yfir sjó. Hvergi myndar hann samfelldan skóg, en vex í trjáhópum eða lundum (groves) í til- teknu belti í fjöllunum. Einn þessara stórviðarlunda er Mariposa grove. Voldugasta tréð þarna, og jafnframt eitt af þeim stærstu, sem til eru, er Grizzly giant. Það er 62 metra hátt. Ummál stofnsins er um 30 metra, og þvermál hans við jörðu niðri er 10.5 metrar. Grein, sem vex út frá bolnum í nær.25 metra hæð frá jörðu, er um 2 metrar í þvermál, og má nokkuð marka stærð trésins af þessu. Aldur þess er áætlaður eitthvað yfir 3000 ár, sumir segja 3800, en líkur benda til að það sé of hátt reiknað. Einna greinilegast finnur maður til stærðar þessara trjá- risa, þegar þeir eru bornir saman við skóginn um- hverfis þá. Þar eru mörg tré hin stórvöxnustu, en þó sýnast bolir þeirra eins og grannar spírur við hliðina á trjárisunum. Ekki þykir mér stórviðurinn eins fagur útlits og rauðviðurinn. Börkurinn er dekkri, og ekki með jafnfögrum línum. Barrið er hreisturlaga og krón- an allóregluleg. Mörg trén eru með visnum toppi. Mörg furðuleg tré er þarna að sjá, en mest finnst manni þó til um stærðina. Gegnum eitt þeirra, Wavonatréð, hefur verið lagður akvegur, og aka flest ökutæki greiðlega gegnum það. Stórviðurinn er miklu fremur stórfenglegur en bein- línis fagur. Helzt væri unnt að líkja trjánum við ramm- gerða kastala, sem staðist gætu allar óvinaárásir, en hrörnuðu þó með aldri, eða þá klettadranga, sem tím- ans tönn að vísu sverfur utan, en fær þó ekki eytt. Þó er ekki svo að skilja, að ekkert geti orðið skógartröllum þessum að fjörtjóni. Skaðvænlegastir eru skógareld- arnir, og bera mörg trén minjar þeirra. Eitt tréð var svo grálega leikið, að geil hafði brunnið umhverfis miðju stofnsins, en utan hennar stóðu líkt og súlur eftir. Þá eru sum skordýr hættuleg stórviðnum, en minna þó en fjölda annarra trjáa. Er það eitt með öðru sérkennilegt fyrir Sequoiurnar, að þau virðast flestum trjátegundum ónæmari fyrir árásum sníkla, bæði af plöntu- og dýratagi. Hengigróður er einnig sára- lítill á þeim. En þótt stórviðurinn standist allvel árásir skordýra, þá herja þau samt alvarlega í skógunum, og er eitt Wavona-tréð, sem akvegur er lagður i gegnum. verkefni skógarvarðanna að fylgjast með skordýraplág- unni og halda henni í skefjum, eftir því sem unnt er. Hættulegustu skordýrin eru af bjöllukyni, verpa þau eggjum sínum í trjábörkinn, en þegar lirfurnar skríða úr eggjum, bora þær sér gegnum börkinn, og eta sund- ur sáldvefi trésins og ónýta með því rás næringar- efnanna, og er tréð þá von bráðar banvænt. Vænleg- asta ráðið í baráttunni við skemmdarvarga þessa hefir reynzt að höggva sýktu trén miskunnarlaust; eru þau síðan birkt, viðnum ekið brott, og hann seldur til eldsneytis, en börkur, greinar og aðrar leifar trésins brennt til ösku á staðnum. Sá ég eina slíka bálför. Síðari daginn, sem ég dvaldi í Yosemite fórum við Glenn í alllanga gönguför upp að fossum innst í daln- um. en náttúrufegurð er þar hvað mest, og jafnframt fékk ég færi á að kynnast, hversu ferðamenn haga þar fjallgöngum sínum. Margt hjartardýra var á beit, þar sem við fórum, voru þau furðulega gæf, enda vön matgjöfum frá ferðamönnum. Ekki var ég svo hepp- inn að sjá birni á ferðum mínum þarna, en margt er af þeim í þjóðgarðinum, og gerast þeir stundum full- áleitnir við ferðamenn. Ekkert dýr er drepið, og engri plöntu eytt í friðlöndum þessum, nema vegna slysa og sjúkdóma. Þó er leyfð silungsveiði í ánum, en annars fær náttúran að þróast þar samkvæmt eðli sínu, eins og landið væri ónumið af mönnum. Seinna um daginn heimsótti ég mr. Preston á skrif- stofu hans og þakkaði honum góða fyrirgreiðslu. Sýndi ég honum og starfsfólki þjóðgarðsins, sem þarna dvald- ist, kvikmynd þá af hálendi íslands, er ég hafði með- ferðis, og þótti þeim gaman að, því að enginn vissi áður deili á landi voru. Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.