Heima er bezt - 01.01.1958, Page 25

Heima er bezt - 01.01.1958, Page 25
Úr sunnanverðum miðbœnum á Akureyri og séð upp „SuðurbrekkunaStóra húsið fremst til vinstri er Prentverk Odds Björnssonar, þar sem „Heima er bezt“ er prentað. og gerði fögur blómabeð. Er það mesta yndi góðrar konu, að auka gróður og fegurð í kringum sig. Gróðurinn í bænum gerir hann hlýlegan og heillandi um sumartímann, og mikið fuglalíf er í bænum vegna trjágarðanna. Á Akureyri getur maður vaknað um vor- nótt við fuglasöng, eins og sofið væri í tjaldi í skógi- vöxnu dalverpi. Á Akureyri eru starfandi þrír barnaskólar, fjölsóttur menntaskóli og gagnfræðaskóli og auk þess ýmsir sér- skólar. Skólanemendur setja því mjög svip sinn á bæinn yfir vetrartímann. Ennfremur er þar ágætt íþróttahús og úti- og inni-sundlaug. lýirkja er nýlega reist á Akur- eyri, veglegt hús, sem ber hátt yfir bæinn. Hún er kennd við þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Hinn 17. júní ár hvert ber mikið á ungum piltum og stúlkum með hvítar húfur. Eru það nýútskrifaðir stúd- entar og eldri, sem halda þannig daginn hátíðlegan. Hús skáldanna. Margar fallegar og sögulega merkar byggingar eru á Akureyri, en hér verða aðeins nefnd tvö hús. Eru það Sigurhæðir og Nonnahús. Á Sigurhæðum bjó þjóðskáldið Matthías Jochums- son. Það er gamalt, fremur lítið timburhús á brekku- brún. Eru margar tröppur upp hratta brekkuna heim að húsinu. Vafalaust stendur hús þetta enn um marga áratugi og ef til vill aldir, til minningar um þjóðskáldið sem þarna bjó. Nonnahús var æskuheimili Nonna, séra Jóns Sveins- sonar, hins heimsfræga sagnaskálds, sem samið hefur hinar þekktu Nonna-bækur. — Hjónin Sigríður Davíðs- dóttir og Zophonías Árnason, er voru eigendur þessa húss, hafa nú gefið það einu af kvenfélögum bæjarins, Zonta-klúbbnum, sem hefur komið þar upp safni til minningar um séra Jón Sveinsson, sem öll ungmenni íslands elska og virða, hafi þau lesið bækur hans. Enn er Akureyri skáldbær, og vel geta hús skáld- anna orðið fleiri, þegar áratugir líða. — Þjóðskáldið Davíð Stefánsson á þar sitt hús og heimili ásamt fleiri skáldum. Heima er bezt 23

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.