Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 6
99 Skyggir Skuld fyrir sjón44 „Lítið sjáum aftur en ekki fram, skyggir Skuld fyrir sjón.“ Þessi sígildu orð síra Matthíasar leita oft í hug- ann, er vér stöldrum við á þeirri ferð, sem oss ber óð- fluga áfram á, hvort sem oss líkar betur eða verr. En einkum verða þau oss hugstæð, er vér stöndum á tíma- mótum, hvort heldur sem er í eigin lífi eða áramótum. Þá er hvötin mest að skyggnast um öxl til liðins tíma og gera reikningsskil við sjálfa oss og samtíðina. En um leið reynum vér að rýna fram undan oss eftir því sem getan leyfir, en þar mætir ætíð hið sama, „að skyggir Skuld fvrir sjón“. Á vegferð vorri, er oss eigi ólíkt farið og ferðamanninum, sem gera þarf ferð sína í dimmviðri, öskuhríð eða skammdegismyrkri. Hann tek- ur stefnuna eftir því sem hann hyggur réttast, rýnir framundan sér hverju sinni, ef einhver leiðarmerki kynnu að sjást, en dimman byrgir honum sýn að mestu eða öllu. Jafnvel næsta fótmál er honum hulið. Hann hlýtur því að hafa traust sitt í því einu, að stefnan hafi verið rétt tekin í öndverðu, að hann hafi fylgt henni, og honum endist þrek til að ná á leiðarenda. Og hann beinir hug sínum til æðri máttarvalda, að þetta megi takast, þótt sjónina skorti. Þetta er sameiginlegt einstaklingnum og heildinni. I einstaklingshyggju vorri hættir oss oft til að gleyma því, að starf og stefna hvers og eins mótar, þótt í litlu sé, starf og stefnu þjóðfélags- ins alls, hvort sem rangt horfir eða rétt. Orð og athafn- ir hvers einstaklings eiga þátt í að leiða afvega eða benda á rétta braut eftir því hver þau eru. Árið 1959 er liðið. Atburðir þess eru skráðir á spjöld sögunnar eða ristir í hjörtu einstaklinganna, eða gleymdir að eilífu. Úti í hinum stóra heimi, hefur árið einkennzt af viðræðum valdamanna, gagnkvæmum heimsóknum og ráðstefnum. Og viðfangsefnið hefur verið bætt sambúð stórveldanna og friður. Allir telja þeir sig unna friði og æskja hans. Oss, sem fjarri stöndum rás viðburðanna, hlýtur þó löngum að furða á öllum þessum umræðum án athafna, og ósjálfrátt spyrjum vér, hvort nokkur meining sé með þessu öllu? Vilja þessir menn frið? Er þetta skraf þeirra nokkuð annað en einhvers konar sætt svefnlyf, til að gefa þeim milljónum manna, sem friðinn þrá, en engu fá ráðið um gang heimsmálanna, en varpa áhyggju sinni á for- ystumennina. Nær hugsun þeirra út yfir það eitt, að tryggja sér áhrif og ríki sínu álit og virðingu og halda við stundarró blekkingarinnar? Og ef svo er raunveru- lega ekki, hvers vegna þá öll þessi orð, undandráttur og togstreita í stað raunverulegra athafna? Hér úti á Islandi stöndum vér að vísu fjarri rás við- burðanna. En engu að síður hljótum vér að berast með rás tímans, og sá tími er þegar löngu liðinn, að vér getum verið áhorfendur, sem litlu eða engu skiptir um gang heimsmálanna. Þær öldur, sem þar rísa, hljóta nú að skella á oss sem öðrum. Þess vegna hljótum vér að hlýða því, er gerist, opnum eyrum og fylgjast með atburðunum skyggnum augum, og varast að láta glýju afskiptaleysisins villa oss sýn. Og umfram allt hljótum vér að gjalda varhuga við áróðri ábyrgðarlausra skjall- ara eða leigðra flugumanna, sem hafa það eitt mark- mið að reka erindi fjarlægra húsbænda sinna undir yfir- skini mannúðar og þjóðhollustu. í meira en heilt ár höfum vér nú átt í stríði við eitt mesta stórveldi heimsins. Þar höfum vér kynnzt dálítið starfsaðferðum hinna stóru, þegar ekkert þarf að ótt- ast, enda þótt ekki hafi komið til mannvíga eða beinn- ar árásar. En hug sinn hafa Bretar sýnt þar gegn vam- arlausri smáþjóð, sem þeir í ofanálag era í varnar- og vináttusambandi við. En hver sem verða úrslit þeirra mála, höfum vér þegar margt af þeim lært. í fyrsta lagi, að þegar svona stendur á, er það nauðsyn og skylda að standa saman um málstað þjóðar vorrar sem einn maður. Þar mega engin annarleg sjónarmið koma fram, hvorki pólitískur áróður, né persónuleg öfund. En játa verður það, að ekki hafa allir staðizt það próf. I öðru lagi er oss nauðsyn gætni og festu. Vér megum ekki láta hita tilfinninganna leiða oss til þeirra orða eða verka, sem spillt geta málstað vorum og áliti. Komandi ár verður úrslitaárið í þessu máli. Tímann ber að nota vel til að kynna málstað vorn, og umfram allt sýna öllum heimi, að vér trúum á réttmæti málstaðar vors og hvikum ekki hársbreidd frá því, sem við vitum er rétt, en vörumst ofstopa og steigurlæti. Sigurvon vor hvílir á trúnni á réttlætið og þeirri framkomu vorri, sem sýnir alheimi að hér berst menningarþjóð fyrir til- veru sinni. „Lítið sjáum við aftur en ekki fram.“ Oss grunar þó ýmislegt um framtíðina. Atburðir liðins árs og ára gefa oss ýmsar vísbendingar um hvað framundan sé. Og ekki fer hjá því, að nokkurn ugg megi bera í brjósti um að torleiði nokkurt kunni að vera á næsta leiti. Þjóðin hefur lifað við velgengni, sem stælt hefur krafta hennar, sem hún hefur beitt til að rétta úr kútnum og skapa sér bætt kjör. Hins vegar hefur henni orðið það á í æskufjöri sínu að sækja fram meira með kappi en forsjá. Það er samhljóða álit allra, sem málin þekkja, að vér höfum eytt meira en aflað var nú um skeið. En 2 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.