Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 17
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
inar H. Kvaran
og sálarrannsóknirnar
Hinn 6. desember síðastliðinn voru liðin 100 ár frá fæð-
ingu Einars H. Kvarans rithöfundar. Hans var þá að mak-
legleikum minnzt víða, bæði í blöðum og útvarpi. Grein sú,
er hér fer á eftir, er ræða, sem flutt var í Sálarrannsóknafé-
laginu á Akureyri í tilefni þessa afmælis. Varð hún af þeim
sökum síðbúin um of til að birtast í desemberhefti „Heima
er bezt“, eins og bezt hefði farið á.
Vér, sem komin erum á miðjan aldur eða meira,
minnumst þess frá bernsku vorri og æsku, að
fáir eða engir íslenzkir rithöfundar nutu jafn-
mikillar aðdáunar og höfðu jafnmikil áhrif og
Einar H. Kvaran. Hverrar nýrrar bókar hans var beðið
með óþreyju. Ef smásaga eða ritgerð eftir hann birtist
í tímariti var hún lesin fyrst af öllu efni þess, og dæmi
þess vissi ég, að menn keyptu vikublöðin úr Reykjavík
eftir því, hvort E. H. K. ritaði í þau eða ekki. Slíkt
vald hafði penni hans yfir hugum fólksins. Og ekki
þurfti hann að kvíða tómu húsi, ef hann flutti fyrir-
lestur eða efndi til upplestrar. Þar komust færri að en
vildu, því að hann hafði ekki síður flutning orðsins á
valdi sínu. Þjóðin drakk í sig sögur hans. Söguhetjurnar
urðu góðkunningjar okkar, sem við þekktum jafnvel
eða betur en nágrannana. Við tókum þátt í kjörum
þeirra, þótti vænt um þær eða bárum kala til þeirra,
rétt eins og fólksins í kringum okkur. I því sambandi
vil ég aðeins minna á drengina tvo, Nonna í Marjas og
Steina í Vistaskiptum, þeir munu varla hafa verið marg-
ir unglingarnir, sem ekki lifðu með þeim raunir þeirra
og gleðistundir. Ég sagði áðan, að við hefðum borið
kala til sumra persónanna, það er í rauninni ekki nema
hálfur sannleikur. E. H. K. skildi jafnan þannig við
sögufólk sitt, að jafnvel hinar ógeðfelldustu persónur,
hlutu nokkurn samúðarvott lesandans að lokum, ef
hann þá veitti þeim ekki fulla fyrirgefningu. Boðskap-
ur sagna E. H. K. var ætíð hinn sami kærleiki og fyrir-
gefning. Hann kafaði til innstu djúpa mannssálarinnar,
og hann leitaði þangað til hann fann þar einhvern lít-
inn kærleiksneista, eða að minnsta kosti einhverja af-
sökun fyrir breytni mannsins, sem á ytra borðinu virt-
ist enga samúð eiga skilið, og naumast afsökun.
Þegar hann hálfáttræður að aldri ávarpaði þjóð sína
komst hann svo að orði um afstöðu sína til bókmennt-
anna: „Þegar ég hef lesið skáldrit, verður mér ósjálfrátt
að spyrja, hvort það hafi vakið nokkra gleði eða göf-
uga kennd----------En þegar ástríðan eftir að lýsa and-
styggðinni og eymdinni, vonleysið og vantrúin á mann-
lífið verður svo mögnuð, að það ber ofurliði eða út-
rýmir öðru, þá er eitthvað, sem lokar fyrir í sál minni.“
Og það mun óhætt að fullyrða, að skáldrit E. H. K.
vöktu bæði gleði og göfugar kenndir í sálum þeirra,
sem lásu. Og er þar sennilega að finna lykilinn að ást-
sældum hans og áhrifum sem rithöfundar. En jafnframt
þessu var hann flestum skáldum fremur skáld raun-
veruleikans.
E. H. K. var gefin mikil listagáfa, og hann leit á það
sem hlutverk sitt og skyldu við þá gáfu að þjóna líf-
inu. Vinna að því að gera það fegurra og betra. Ef til
vill hefur það verið þessi lífsskoðun hans, sem réð því
fremur öðru, að hann gerðist skeleggasti brautryðjandi
sálarrannsóknanna hér á landi.
Ungur að aldri fór E. H. K. til háskólanáms í Kaup-
mannahöfn, eins og svo margir íslendingar fyrr og síð-
ar. Þar stundaði hann nám í 4 ár. Á þeim árum komst
hann í kynni við raunsæisstefnu Georgs Brandesar, og
gerðist einn af boðberum hennar hér á landi, ásamt
skáld- og skólabræðrum sínum Hannesi Hafstein, Gesti
Pálssyni og Bertel E. Ó. Þorleifssyni, í tímaritinu Verð-
andi. Frá Kaupmannahöfn fór E. H. K. til Ameríku og
var þar blaðamaður frá 1885—1895, að hann fluttist al-
farinn til fslands og hóf að stunda þar ritstörf og blaða-
mennsku að kalla mátti til dauðadags 1938. Um alllangt
skeið stóð hann framarlega í stjórnmálabaráttunni, og
var þar sem annars staðar mikið tillit tekið til orða hans.
Löngum andaði kalt til trúarbragða, kirkju og dul-
vísinda frá Brandesi og mönnum hans. Verður ekki séð,
hvort E. H. K. hefur nokkru sinni fylgt þeim í þeim
efnum, en ekki er það trúlegt að svo hafi verið. Hann
hefur frá öndverðu verið trúhneigður (religiös), enda
kominn af klerkum að langfeðgatali og alinn upp und-
ir handleiðslu föður síns, sem var alkunnur fyrir trú-
rækni og kennimaður með ágætum. En þótt E. H. K.
gengi ekki trúleysisstefnu Brandesarsinna á hönd, þá er
engum vafa' bundið, að hann lærði mikið af samneyti
sínu við þá, og þá fremur öðru frjálslyndi í trúarefnum
sem öðru, og órofa tryggð við boðun sannleikans ásamt
þeirri efagirni, sem knúði manninn til að leita og prófa
og taka það eitt gilt, sem stæðist próf reynslunnar. Ekki
ber þó að skilja orð mín svo, að þessir hlutir hafi ekki
verið í fari hans, en kynnin við raunsæisstefnuna hafa
vafalítið orðið honum að líku gagni og þegar deigt
Heima er bezt 13