Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 33
komnir á móts við fjárhúsin. Atli nemur skyndilega staðar og segir: — Það er vafalaust eitthvað af Austurhlíðarhyskinu, sem er með þennan hljóðagang. Ég fer ekki lengra. — Ferðu ekki lengra? Finnst þér ekki sjálfsagt að hjálpa, hver sem í hlut á? — Nei, nágrannahyskinu hjálpa ég aldrei. — Ekki þótt það væri statt í lífsháska? — Alveg sama. — Hingað til hef ég ekki álitið þig ódreng, pabbi. Rödd Jónatans er bæði sár og þung. — Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer og reyni að hjálpa ef ég get. Jónat- an heldur áfram heim að fjárhúsunum. Atli fylgir hon- um eftir eins og í leiðslu. Þeir nema staðar á fjárhúshlaðinu í Austurhlíð. Fyrir fótum þeirra liggur Jón bóndi. Hann hefur auðsjáan- lega orðið fyrir alvarlegu slysi og getur enga björg sér veitt. Jónatan lýtur niður að Jóni og spyr, hvað fyrir hann hafi komið. — Ég rann til á hálkunni og fauk um koll og get nú í hvorugan fótinn staðið. — Þá er fyrst að bera þig til bæjar, segir Jónatan. — Ætlar þú að gera það miskunnarverk á mér, Jónat- an Atlason? — Já, við erum hér báðir feðgarnir, eins og þú sérð. — Og Atli líka? Jón gefur frá sér hátt sársaukahljóð. Jónatan snýr sér að föður sínum og segir ákveðinn: Framhald á bls. 34. URSLITIN í barnagetrauninni Jæja, krakkar mínir. Þá er nú þessari skemmtilegu réttritunarþraut lokið, og er auðséð að þið hafið haft gaman af henni, því að þátttaka var geysimikil. Eins og þið vitið, gerði prentvillupúkinn okkur smáglennu í orðinu hvatskeytlegur, en þó voru mörg ykkar svo snúin að sjá við honum. Vegna þeirra, sem ekki vöruðu sig á honum, var þessu orði kippt út úr getrauninni, og hafði það því engin áhrif á úrslitin. Nöfn þeirra, sem hlutskörpust urðu, þegar dregið var úr réttum ráðningum, eru: (SHEAFFER’S „CRAFTSMAN“ pennasett), og Vignir Ámason, Goðabraut 3, Dalvík, sem hlaut 3. verðlaun (SHEAFFER’S „LINELINE" penna Auk þess vom dregin út nöfn 50 annarra þátttak- enda í þessari getraun, og fengu þeir lánsömu senda jólapakka með S. I. B. S. leikföngunum skemmti- legu, sem sagt var frá í desemberheftinu. Orðin í réttritunarþrautinni, sem þið glímduð við, eru svona rétt rituð og prentvillupúkalaus: Pat- reksfjörður, Keflavík, söngvari, leyfisleysi, hvat- skeytlegur, aðfangadagur, afbrýði, ábrystir, kvendi, punktur, snoppungur, skatthol, buxnavasi, Skjálf- andafljót, veizlumatur. Vilborg Njálsdóttir, Sandi, Aðaldal, S.-Þing., sem hlaut 1. vcrðlaun (SHEAFFER’S „ADMIR- AL“ pennasett), Jónas Þór Jóhannsson, Breiða- vaði, pr. Egilsstaði, sem hlaut 2. verðlaun Heimt er bezt 29

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.