Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 11
HALLGRIMUR FRA LJARSKOGUM:
ana
17. júní 1959
Vort helgasta merki, vort heilaga tákn,
að húni skal rísa í dag, —
vor íslenzki fáni, vor fullveldisauður
og fögnuður |ijóðar í söng og brag.
Og fána vors hylling er heilagt mál,
er helgast af íslenzkri þjóðarsál.
Vor eiður er sagður, vér hyllum af hjarta
á helgasta deginum fánann vorn bjarta.
Vér syngjum vorn sannasta óð,
vér syngjum vor frjálsbornu ljóð,
undir blaktandi fána við frelsisins eilífu glóð!
Vort helgasta merki, vort heilaga tákn,
til hjarta vors mælir í dag, —
vér heyrum í þytinum þrumandi raustu,
í þjóðmáli voru, í söng og brag!
Og Fjallkonan hrópar um byggðir og bæ,
um blómgaða dali og út yfir sæ:
Þér, Frónbúar, — hyllið nú frelsisins merki,
án frelsis þér verðið aldrei hinn sterki!
Og varðveitið hreinleika hans
með heitorði sannleikans,
og íslenzkri hugsjón hvers einasta, einasta manns!
Er sigla þeir til vor, um íslenzkan ál,
að utan, með níðingsins sverð,
og skáka í hróksvaldi ræningjaríkis
og „réttlætis“ stórvelda gerð,
vor sigur skal unninn af íslenzkri hönd
og anda, er heggur á kúgarans bönd. —
Óðalsins réttur er íslenzkra manna
frá úthafsins mörkum til jöklanna fanna.
Heimurinn horfir til vor
hve heilir vér göngum þau spor
er atvikin krefja — um íslenzka mannlund og þor!
Vor traustasti gróður er mannsins megn
til mættis á drengskaparferð,
og vei þeim er tælist af erlendum anda
og undirlægjunnar þrælsbúnu gerð.
Vor íslenzki fáni er fölvaður þá
ef flekandi þýshendur mega hann smá,
og níðingur flaggar með flekkuðu merki
ef fána hann lyftir — en svíkur í verki.
Hreinn skal vor fáni við hún
og helgaður Frónbúans rún,
og blakta í heiðríkjubjarma um feðranna tún!
Vort helgasta merki, vort heilaga tákn,
á hátíðastund er reist. —
Vér strengjum þess heit að vor íslenzku óðul
úr erlendum klóm verði samstundis leyst.
Hvert útsker og drangur sem Island á til,
hver eyja og dalur, hvert fjall eða gil,
hver lófastór blettur frá fjöru til fjalla
skal færður úr helsi um byggðina alla.
ísland er ættarbyggð vor!
Það eldar um frumbyggjans spor.
Nú tendra skal eldinn með trausti á Frónbúans þor!
Kom, barn mitt, og hlýð þú á boðorðin þín
er ber þér að minnast í dag:
Þinn fáni er ljós þitt í landinu þínu,
þitt lögmál og takmark í æskunnar brag.
Við líf þitt og metnað skal íslandi allt,
og aldrei skal ræningjum merkið þitt falt!
í barnshugans trúnaði traustið skal herða,
og takmark þitt — íslenzkur maður að verða!
Og íslenzki þjóðfáninn er
þitt aðalsmark, hvert sem þú fer. —
í fylkingarbrjósti skal fáninn hjá æskunnar her!
Vort helgasta merki, vort heilaga tákn,
til hjarta vors mælir í dag:
Sjá! Fjallkonan bíður með óplægða akra,
ótaminn jarðeld og fossvatna-brag!
I fjalldalasveitum, í borg og í bæ,
við bárugrjót fjarða og gullnámu-sæ,
verkefni framtímans vormanna bíða,
— voryrkja dagsins og komandi tíða.
Legg hugsjón við mennftigarhag,
legg hönd þína á plóginn í dag,
og sál þína að veði til sigurs á framtímans brag!
Vort helgasta merki, vort heilaga tákn,
að húni skal rísa í dag!
Vér helgum þér, Fjallkona, heitorð vor allra
er hyllum vorn fána í söng og brag!
— Vort land, það er fólksins er mælir þess mál
í máttugri íslenzkri þjóðarsál,
og land vort er barnsins er blessar þess gróður,
og blessar þess arinn sem föður og móður.
Vor fáni er fórnanna mál,
vor fáni er mæðranna sál,
og feðranna eining og aflvaki, — hugarins stál!
Heiina er bezt 7