Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 34
GUÐRÚN FRÁ LUNDI
TUTTUGASTI OG FIMMTI HLUTI
„Það er víst óþarfi að vona það,“ sagði Geirlaug, og
tók til við þvottinn.
Þann sama dag kom krakki frá Bakka með uppboðs-
auglýsingu að Hofi. Nú varð að koma henni suður að
Þúfum, enginn til að fara með hana nema Geirlaug, því
að hún var búin með þvottinn. Ekki mátti taka stúlk-
urnar frá útivinnunni. Hún hafði heldur ekkert á móti
því, að hitta einhverja almennilega manneskju að máli.
Hún var líka svo heppin að finna nágrannakonuna frá
Bakka, sem var nýlega setzt inn, þegar Geirlaug barði að
dyrum.
Lauga kom til dyranna og tók Geirlaugu vel, eins og
vanalega.
„Þú setur þig nú líklega inn, þá einu sinni þú kemur,“
sagði Lauga.
Stefán lá uppi í rúmi og las í dagblaði.
„Þarna færðu eitthvað annað að lesa en dagblaðið,“
sagði Geirlaug og rétti honum umburðarbréfið, um
leið og hún heilsaði honum með handabandi. Svo kyssti
hún konurnar.
„Hvaðan kemur þetta bréf?“ spurði Engilráð gamla,
forvitin.
„Það á að fara að halda axjón þarna úti á ströndinni,“
sagði Geirlaug.
„Jæja, jæja, það er þó ekki merkilegt. Blessuð fáðu
þér sæti hérna hjá mér. Það er langt síðan þú hefur
komið,“ sagði gamla konan broshýr.
„Ojá, ég h’ef heldur sjaldan farið út af heimilinu í
vetur, enda hefur mér fundizt hann langur, og ekki
hefur maður hugmynd um hvað gerist í sveitinni, nema
helzt þegar Leifi er á ferðinni.“
„Ég sá Kristján út í kaupstað núna um daginn. Lík-
lega hefur hann heyrt það markverðasta, sem er þó víst
heldur lítið,“ sagði konan frá Bakka.
„Hann talar sjálfsagt ekki við marga, þó hann fari
út á Eyri, og þaðan af síður að hann segi okkur það,
sem hann heyrir. Hann er aldeilis orðinn óþekkjanlegur
maður sem eðlilegt er, að lenda í þessu bölvuðu óláni,1'
sagði Geirlaug.
„Hvaða ólán er nú að heimsækja hann?“ spurði Stef-
án. „Bærileg eru þó skepnuhöldin hjá honum, eftir því
sem Gunnar hreppstjóri sagði. Hvergi önnur eins í
sveitinni.“
„Það er nú gott og blessað. Ekki bætti það skaps-
munina, ef ólag væri á bústofninum,“ sagði Geirlaug.
Svo bætti hún við og stundi þungan: „En hin ósköpin
sjá líklega allir. Það er ekkert leyndarmál lengur.“
„Hver getur séð hvað, þegar enginn maður kemur á
heimilið,“ hélt Stefán áfram dálítið háðslegur á svip.
„Þá hefur það fokið með golunni til nágrannanna,“
sagði Geirlaug. „Það eru nú liðnar nokkrar vikur síðan
ég ranglaði upp að Bakka út úr leiðindum. Þú manst
það kannske, Jóna mín hvaða fréttir mér voru sagðar
þar, þó ég væri eins og þorskur á þurru landi og skildi
hvorki upp né niður í því, sem sagt var, fyrr en ég kom
heim. Mér hefur sjaldan brugðið meira.“
„Ég skil vel, hvað þú átt við, Geirlaug mín,“ sagði
Engilráð, og ég efast ekki um, að Stefán skilji það líka,
þó hann láti svona. Það er víst engum ókunnugt um þá
bölvaða hneisu.“
„Það er nú meira ólánið,“ sagði Geirlaug. „Að hann
skyldi falla með þessari þá líka dræsu, giftur myndar-
móðurinni. Svo verður ómögulegt fyrir hann að koma
henni burt af heimilinu.“
„Kannske kærir hann sig ekki svo mikið um það. Það
lítur út fyrir að hún sé matvinnungur hjá honum. Hann
hefur alltaf reynt að hafa fólk, sem ekki þarf að borga
hátt kaup,“ sagði Stefán.
„Hún gengur þarna að verki með hinni stúlkunni,
eins og hún sé alheilbrigð,“ sagði Engilráð.
„Það er það, sem hún vill," sagði Geirlaug. „Hún
vildi helzt bera til dyranna, þegar farið var að stinga
út, en hann sagði að hún gæti klofið, það yrði léttara
fyrir hana. Hún lætur eins og bjáni. Alltaf að koma því
að, hvað hún sé dugleg.“
„Er hún ekki komin langt á leið?“ spurði konan frá
Bakka.
Geirlaug setti upp fyrirlitningarsvip. „Dettur þér í
hug, að ég viti það?“ sagði hún næstum vonzkulega.
„Ég hélt hún hefði kannske sagt þér það í óaðspurð-
um fréttum, því að ekki er hún víst neitt niðurdregin
eða feimin yfir háttalaginu, heyri ég sagt.“
fj() Heima er. bezt