Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 31
Samfundi þeirra er lokið. Jónatan stígur á bak gæð- ingi sínum og ríður til móts við kaupakonu föður síns, en Lilja víkur aftur að rakstrinum á ný. Jónatan og Elín mætast, hún réttir honum tauminn á reiðingshest- inum og segir með kaldri glettni: — Var gaman að hitta kaupakonuna á hinum bænum? — Hana sá ég ekki. — Nú, var það kannske sjálf bóndadóttirin, sem þú hittir? — Bóndadóttir er hún. Elín hefur séð til Jónatans, og nú ætlar hún að svala örlítið særðum tilfinningum sínum með því að stríða honum duglega. En hann hvetur hestana þegar á sprett og gefur henni ekki tækifæri til frekari viðræðna. Þau ríða því þegjandi heim að Vestuhhlíð. XIV Hinn langþráði hátíðardagur sveitarinnar, gangna- dagurinn, er runninn upp, lognkyrr og sólfagur. Allir sem vettlingi valda, ungir og gamlir, búast í göngur og réttir. Eftirvænting og gleði fylla hvern hug og hjarta. Feðgarnir í Vesturhlíð eru farnir í göngurnar. Kristín húsfreyja og Elín ganga saman inn í baðstofu og búast ferðafötum. Kristín hefur að vanda lofað að annast kaffisölu við réttina í dag, en Elín er á förum heim til sín. Kaupavinnu hennar í Vesturhlíð er nú lokið. Kristín snýr sér að Elínu og segir þýðlega: — Fæ ég ekki bráðum að sjá þig aftur hér í Vestur- hlíð, Elín mín? — Ekki geri ég ráð fyrir því. — Ég vildi að þú hefðir aldrei þurft að fara héðan aftur. — Ég hefði líka sjálf verið vel ánægð með það, en nú er ég á förum. — Hverju myndir þú svara, ef sonur minn bæði þig bráðlega að koma hingað aftur fyrir fullt og allt? — Ef til vill svaraði ég því játandi. En það kemur ekki til að hann biðji mig þess. — Hver veit! — Ég veit það. Hann seilist varla svo langt. — Svo langt? Hvað áttu við? — Er þér með öllu ókunnugt um kunningsskap hans við bóndadótturina í Austurhlíð? — Hver hefur orðað Jónatan við hana í þín eyru? — Enginn. En sjón er sögu ríkari. — Hvað hefur þú séð til þeirra, Elín? — Það sem gaf mér fulla ástæðu til þess að telja, að þau væru trúlofuð. — Og hvenær var það? — í sumar. Kristín er orðin dimmrauð í kinnum, og augu henn- ar slqóta gneistum. — Segðu mér greinilega, hvað þú sást til þeirra, Elín, segir hún skjálfandi röddu. — Mér er víst sama, þó að ég geri það. Daginn sem við Jónatan komum heim úr útilegunni, sællar minn- ingar, bar svo vel í veiði, að heimasætan í Austurhlíð var ein að raka Ijá uppi í engi. Jónatan hefur víst verið fljótur að þekkja hana, þegar við komum á móts við engið. Hann bað mig að teyma fyrir sig reiðingshest- inn smáspöl, og ég tók við taumnum í mesta sakleysi, en hann hleypti gæðingi sínum þegar á sprett og þeysti út á engið til heimasætunnar á hinum bænum. Hvaða orð fóru á milli þeirra, heyrði ég ekki, en ég sá nokk- urn veginn skýrt þau atlot frá beggja hálfu, sem gáfu mér fulla ástæðu til að álíta þau trúlofuð, eins og ég sagði þér áðan. Ég gerði það af stríðni að ríða í áttina til þeirra, en þá kom Jónatan von bráðar á móti mér, og hún fór aftur að raka. Síðan reið hann í einum spretti hingað heim og vildi sem minnst við mig tala. — Ég þakka þér fyrir söguna, Elín, en þau verða aldrei hjón, sonur minn og Austurhlíðarstelpan. Kristín slær krepptum hnefanum í baðstofuborðið til áherzlu orðum sínum. Elínu þykir nóg um skapofsa húsfreyj- unnar, og hatrið, sem logar í augum hennar, er ægilegt. A þessari stundu öfundar hún ekki Lilju í Austurhlíð. Kristín og Elín eru nú báðar ferðbúnar og ríða þeg- ar af stað til réttarinnar. Gangnamennirnir hafa lokið för sinni um fjöll og heiðar og reka nú lagðprúðan fén- aðinn heim að réttinni. Kindajarmur, hundgá og manna- mál rennur saman í einn ægihljóm, sem rýfur kyr'rð haustsdagsins. Allt iðar af lífi og starfi. Atli í Vesturhlíð sprettir af gæðingi sínum heima við veitingatjaldið og gengur svo inn í það. Hann býst við að hitta konu sína þar og ætlar að heilsa henni, áður en hann byrjar réttarstörfin. Kristín er ein í tjaldinu, enn hefur enginn komið þangað til að kaupa kaffi. Atli nemur staðar hjá konu sinni og heilsar henni hlýlega, en honum er þegar ljóst af svip hennar og látbragði, að eitthvað óvænt hefur komið fyrir, sem sett hefur skap hennar úr jafnvægi. Hann segir því með hægð: — Er ekki allt gott að frétta héðan úr byggðinni? — Nei, síður en svo. — Hvað hefur komið fyrir? — Mér þóttu það ljótar fréttir, sem Elín sagði mér í morgun. — Láttu mig heyra þær. — Hún sá Jónatan í ástarmakki við Austurhlíðar- stelpuna í sumar. Hvernig lízt þér á? Svipur Atla myrkvaðist. — Hvenær var það? — Daginn sem þau komu úr útilegunni, sællar minn- ingar. En hér er ekki staður né stund til að segja þér nánara frá atvikum. Það geri ég seinna. Nú verðum við að taka í taumana fyrir alvöru, Atli! — Já, hér eftir duga engin vettlingatök í þessum efn- um. Og þetta lét Jónatan Elínu sjá og hafnaði henni, þeirri fyrirmyndar stúlku. En Austurhlíðarstelpuna fær hann aldrei að eiga, það er ég svo oft búinn að segja. Samtal hjónanna er rofið. Tveir gangnamenn koma inn í tjaldið og biðja um kaffi. Kristín býður þeim að setjast og tekur síðan til starfa, en Atli gengur niður að réttinni þungur á svip. Honum svellur í brjósti hams- laust hatrið til* Austurhlíðarfjölskyldunnar. Við réttar- vegginn mætir hann gömlum kunningja sínum úr næstu Heima er bezt 27

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.