Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 28
því allar vildu þær eiga mann,r
og maðurinn — ég var hann.
Tra-la-la, tra-la-la.
Út á sjónum er mitt líf.
Tra-la-la, tra-Ia-la.
En í Iandi, ást og víf.
Og austur á fjörðum eitthvert kvöld
ég álpaðist í töðugjöld,
ég bjargaði mér fyrir björgin dimm,
því þær báðu mín einar fimm.
í Borgarfjörðinn brá ég mér
á ball, rétt eins og gengur hér.
Þar hópurinn allur horfði á mig,
og hver vildi reyna sig.
Tra-la-la, tra-la-Ia.
Út á sjónum er mitt líf.
Tra-Ia-la, tra-Ia-la.
En í landi, ást og víf.
Hvort sem ég á leiðir út um sjó,
til Austurheims, eða Mexicó,
hvort særok er, eða siglt í blæ,
mér er sama hvar ég ræ.
Því ég veit, að hvar sem um ég fer
bíða meyjarnar eftir mér.
En hugsi þær um hjónaband
í hasti ég flý í land.
Þráinn í Hvammi, Nanna í Mjóafirði, Nellý Sigurð-
ardóttir, Ásta og Dúdda og Bíbí biðja um ljóðið 7 land-
helginni. Ljóðið er eftir Núma, en lagið eftir Jónatan
Ólafsson og hlaut það fvrstu verðlaun í danslagakeppni
:S. K. T. árið 1958.
Þau eru svo eftirsótt fslands-mið,
að enskir þeir vilja oss berjast við
og fiska í landhelgi hlið við hlið,
en hræðast samt varðbáta smá.
Því þó að herskipin ensku séu sterk og stór,
þá er þeim stuggur að Óðni og líka Þór.
Hann yrði bitur, þeim ensku, hinn salti sjór,
ef sigldi Albert af krafti á þá.
Hjá togurum enskum er aflinn rýr
og eflaust fiskurinn nokkuð dýr.
Þó þorskurinn sé ekki skepna skýr,
hann skömm hefur Bretanum á.
Og þó að karlarnir verjist með krókstjökum
og séu kringdir af vígbúnum herskipum
og hendi í okkur kartöflum ónýtum,
innan við tólf mílur gómum við þá.
Katrín í Hvammi og Hulda á Straumá biðja um
Ijóðið. Ég vil lifa, elska, njóta. Ljóðið er eftir Jón Sig-
urðsson, en Óðinn Valdimarsson hefur sungið það inn
á hljómplötu.
;24 Heima er bezt
Ég ætla að lifa, elska, njóta
alls þess sem lífið vill gefa mér.
Ég syng, ég hlæ og heilla
hverja stúlku sem ég sé.
Og ef ég skyldi ungur deyja
allar munu gráta mig.
Ég ætla að Iifa, elska, njóta
alls þess, sem lífið vill færa mér.
En ég get aldrei kosið eina af þeim
því ég elska þær allar jafnt.
Og ef ég eina vel, verður önnur sár,
ekki get ég þolað að þær felli tár.
Því ég vil aðeins að þær muni
allt sem kátt og fagurt er.
Ég ætla að lifa, elska, njóta
alls þess, sem lífið vill gefa mér.
Ég vil geta þess að nýlega er komið út úrval dægur-
lagatexta, með gítarhljómum. (Gítargripin merkt inn í
Ijóðin). Eru þar mörg vinsæl dægurlög, eins og til
dæmis Útlaginn, Capri Katarína, Ó vertu sæt við mig,
Lóa litla á Brú, Hvítir mávar, Frostrósir o. fl.
Að síðustu er hér Ijóð, sem segja má að sé tileinkað
æskunni og dægurlögunum. Þetta ljóð var sungið í ára-
mótasyrpunni á gamlárskvöld. Ég held að höfundar
hafi ekki verið gefnir upp með réttum nöfnum.
Þetta Ijóð er þrjú erindi og þau koma hér öll.
Æskan dáir dægurlag
dægurlag af plötu.
Það er unga fólksins fag
að fara með þau nótt og dag
inni og úti á götu.
Dægur, dægur, dægurlög,
dægurlög af plötu.
Haukur Morthens syngur sætt
sína gömlu plötu.
Ingibjörg er alveg hætt,
yrkir lögin sundurtætt,
skriplar oft á skötu.
Dægur, dægur, dægurlag,
dægurlag á plötu.
Okkar þjóð mun ætíð hress,
ef á hún marga á götu
andans menn, sem yrkja vers
og eru á borð við Svavar Gests
á Ijóðahrossi lötu.
Dægur, dægur, dægurlag,
dægurlag af plötu.
Væntanlega gefst tækifæri til að birta mörg falleg
ljóð í þætti þessum á árinu, sem nú er að byrja. Ég vil
þakka öllum lesendum þessa þáttar fyrir árið liðna, og
óska þeim alls góðs á þessu nýbyrjaða ári.
Stefán Jónsson.