Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 16
Ekki er kunnugt nú, hvort Jón Gissurarson hefur
orðið gamall maður eða hvar hann hefur dvalizt síðustu
ár ævi sinnar og ekki heldur Vilborg systir hans, en
hvorugt þeirra giftist eða átti afkvæmi. En Guðmundur
varð nokkuð gamall og giftist á fimmtugsaldri. í mann-
tali Einholtssóknar 1835 er hann talinn í húsmennsku í
Flatey þar í sókn með konu sinni, Valgerði Jónsdótt-
ur, og sonum þeirra, Jóni 14 ára og Halli 11 ára, og
eru þeir báðir fæddir í Einholtssókn. En síðan er ekki
vitað hvað um þessa bræður hefur orðið. Hafa annað
hvort dáið á æskuskeiði, eða flutt í önnur héruð, og þá
helzt austur í Múla-sýslur, eins og margir héðan á þeim
árum.
En Valgerður, kona Guðmundar, gæti hafa verið
dóttir Jóns Steinssonar frá Eskey og Gunnvarar Ás-
grímsdóttur á Breiðabólsstað í Suðursveit.
Eins og getið er hér að framan, var Guðmundur á
yngri árum í vinnumennsku í Hornafirði. Hann var
vinnumaður á Setbergi hjá Guðmundi bónda Kolbeins-
syni, og segja munnmæli að hann hafi haft hug á að
fyrirkoma bónda, og komast yfir bú hans. Eitt sinn er
þeir voru við silungsveiði nafnar báðir og voru að
greiða netið á bakka hjá djúpu lóni, bar það við að
Guðmundur Gissurarson hljóp undir nafna sinn og ætl-
aði að koma honum í lónið, en hínn sá tilræðið og tók á
móti og hafði hann undir og lét kné fylgja kviði, og
varð Guðmundur Gissurarson að lofa að hafa ekki slíkt
í frammi oftar.
í annað skipti var Guðmundur húsbóndi tóbakslaus
og bað nafna sinn að gefa sér tóbak, sem hann og gerði,
en áður en hann afhenti það las hann yfir því galdra og
særingaþulur, en sagði við kunningja sína: „Skyldi svo
sem nafna skepnuna ekki þyrsta af þessu,“ og marg-
þuklaði tóbakið áður en hann fékk nafna sínum það, en
hinn tók við og sakaði ekki.
Eitt sinn fann smalinn á Setbergi dauða kind, sem
Guðmundur átti, og sagði honum frá því án þess að
hafa snert hana. Guðmundur fór til kindarinnar og ætl-
aði að lífga hana með galdrasæringum og margsnerist
bæði rétt og rangsælis í kringum hana og þuldi það
kröftugasta, er hann kunni, en allt árangurslaust. Kind-
in vildi ekki lifna, og kenndi hann það tík frá Krossbæ
(næsta bæ), að hún hefði verið búin að snuðra of nærri
kindinni áður en hann kom til.
Guðmundur dó niðursetningur á Smyrlabjörgum í
Suðursveit rétt fyrir 1860. Það sagði skilgóð kona, sem
var á næsta bæ við hann unglingur, að hann hefði etið
af sér lýsnar og talið það heilsumeðal.
Hér að framan eru börn Gissurar Hallssonar á Borg
talin aðeins 4, Jón, Guðmundur, Vilborg og Ingibjörg,
og er hér farið eftir manntölum presta. En Einar Jóns-
son, prófastur á Hofi í Vopnafirði, hinn ættfróði, tel-
ur að ein dóttir Gissurar hafi heitið Sigríður, og hana
hafi átt Sigurður Einarsson bóndi í Holtum í Mýra-
hreppi og síðar á Smyrlabjörgum í Suðursveit. Þetta
getur vel staðizt, því hjá þeim mun Guðmundur Giss-
urarson hafa dvalið síðustu æviár sín og dáið þar.
Sonur Sigurðar Einarssonar og Sigríðar Gissurardótt-
ur hét Gissur og bjó hann lengi á Smyrlabjörgum.
Sigurður bóndi Einarsson var dóttursonur Sigurðar
Magnússonar ættfræðings og sagnaritara. Hann bjó í
Holtum á Mýrum og á Hnappavöllum í Oræfum, og er
á lífi þar 1801, þá 82 ára.
Bréfaskipti
Heiðrún Þorsteinsdóttir, Ásbrandsstöðum, Vopnafirði, N.-
Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á
aldrinum 17 til 22 ára.
Guðrún Laufey Magnúsdóttir, 14 ára, Akbraut, Holtum,
Rangárvallasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku
á aldrinum 14—18 ára.
Stefán Sigurðsson, Ásgarði 165, Reykjavík, óskar eftir bréfa-
sambandi við pilta og stúlkur á aldrinum 12—15 ára.
Gunnlaugur Geir Guðbjörnsson, Kárastöðum, Þingvalla-
sveit, Árnessýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við
pilta og stúlkur á aldrinum 15—19 ára.
Jóhanna Jónsdóttir, Núpi, Vestur-Eyjafjöllum, óskar eftir
að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 15
—16 ára.
Rúna Björg Jónsdóttir, Núpi, Vestur-Eyjafjöllum, óskar
eftir að komast í bréfasamband við stúlku eða dréng á aldr-
inum 12—13 ára.
Guðrún A. Einarsdóttir, Reyðará, Siglunesi við Siglufjörð,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlku eða pilt á aldrinum 16—
18 ára.
Snorri Haraldsson, Felli, Sandgerði, 16 ára, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 14—15 ára. Mynd fylgi.
Hulda F. Magnúsdóttir, Keisbakka, Skógarströnd, Snæfells-
nessýslu, óskar eftir bréfaskiptum við fólk á aldrinum 16—40
ára.
Anna M. Gunnlaugsdóttir, Ytra-Leiti„ Skógarströnd, Snæ-
fellsnessýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á
aldrinum 16—20 ára.
Edda Þorsteinsdóttir, Vörðufelli, Skógarströnd, Snæfells-
nessýslu, óskar eftir bréfaskiptum við unglinga á aldrinum
14—18 ára.
Guðrún Astvaldsdóttir, Þrándarstöðum, Kjós, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur eða pilta á aldrinum 18—22 ára.
Haukur S. Astvaldsson, Þrándarstöðum, Kjós, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur eða pilta á aldrinum 16—20 ára.
Ingunn Astvaldsdóttir, Þrándarstöðum, Kjós, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—20 ára.
Hafsteinn L. Astvaldsson, Þrándarstöðum, Kjós, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Sigtryggur S. Astvaldsson, Þrándarstöðum, Iíjós, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára.
Halla J. Gunnarsdóttir, Hofi, Öræfum, A.-Skaft., óskar eftir
að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum
17—19 ára. Mynd fylgi.
Sigriður Bergsdóttir, Hofi, Öræfum, A.-Skaft., óskar eftir
að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum
16—18 ára. Mynd fylgi bréfi.
Halla Bergsdóttir, Hofi, Öræfum, A.-Skaft., óskar eftir að
komast í bréfasamband við stúlkur eða pilta á aldrinum 14—
16 ára. Mynd fylgi bréfi.
12 Heima er bezt