Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 18
Einar Hjörleifsson Kvaran járnið er hert til stálgerðar. Hinn lítt mótaði leir skap- hafnar ungmennisins fékk þar þá mótun sem henni hæfði. Þetta er vert að hafa í huga, er vér athugum af- stöðu E. H. K. til sálarrannsóknanna. Eins og geta rná nærri um jafnhugsandi mann og spurulan um rök mannlegs lífs, gat ekki hjá því farið, að spurningin um framhald lífsins leitaði snemma í huga hans. Jafnvíst mun það og vera, að hin ævagamla kenn- ing kirkjunnar um eilífa sælu eða eilífa útskúfun fór fjarri því að fullnægja honum eða svara spurningum hans. Enda mun naumast unnt að hugsa sér nokkuð fjær anda og lífsskoðun E. H. K. en útskúfunarkenn- inguna. En hann spyr og spyr. Hann er enn ungur að árum, er hann yrkir kvæðið um Sjöttu för Sindbaðs sjómanns, sem endar svo: Svo brýt ég sjálfur bátinn minn og berst inn í gljúfraveginn. Við förum þar loksins allir inn. — En er nokkuð hinumegin? Meira en tugur ára líður í efasemdum og sífelldri leit, áður en skáldið fengi svar. En þegar svarið loks var fengið, lét hann sér ekki nægja að eiga það einn, held- ur varði hann gáfu sinni, list og kröftum til hinztu stundar, til þess að boða þjóð sinni þann sannleika, sem hann taldi sig hafa fundið, þá huggun, sem honum hafði hlotnazt, það Ijós, sem honum lýsti. Og þessi reynsla hans skýrði málminn í list hans, færði kenningu hans og lífsskoðun á hærra stig og gerði hann tvímælalaust einn af helztu spámönnum þjóðar sinnar, ef vér meg- um gefa nokkrum rhanni slíkt virðingarheiti. Það hef- ur verið sagt, að ef til vill muni skáldverk E. H. K. gleymast með þjóð vorri, sem ég raunar efa stórlega, meðan íslenzk tunga er töluð, og menn kunna að greina kjarnann frá hisminu, en jafnframt að boðun hans um framhald lífsins eftir dauðann muni aldrei firnast. En ég held að erfitt verði að skilja þetta tvennt að, svo margsaman slungnir sem þessir þættir eru í ritverkum hans, bæði skáldskap og ritgerðum. Svo er talið að fyrstu viðunanlegu svörin við spurn- ingunni: er nokkuð hinum megin? hafi E. H. K. feng- ið við lestur hinnar frægu bókar enska heimspekingsins F. W. H. Mayers: Persónuleiki mannsins, en henni mun hann hafa kynnzt rétt upp úr aldamótunum síð- ustu, er hann dvaldist hér á Akureyri. Enda þótt þetta megi rétt vera, þykir mér samt fremur ótrúlegt, að hann hafi ekki haft kynni af þessum málum fyrr. Hann hafði dvalizt langdvölum vestur í Ameríku, en í Ameríku stóð vagga spiritismans og sálarrannsóknanna, og þykir mér furðulegt, ef jafn vökull maður og E. H. K. hefur ekki kynnt sér þá hluti þar vestra, ekki sízt þegar þess er gætt, að hann varð þar fyrir ástvina- missi og þungum hörmum. Eins þykir mér sem niður- lagsorð sögunnar Örðugasti hjallinn, sem samin er nokkrum árum fyrr, bendi ótvírætt í þá átt, að hann hafi verið að hneigjast að kenningum spiritismans og sálarrannsóknamannanna. Um hitt verður ekki deilt, að bók Myers kunni að hafa rekið smiðshöggið á leit hans, því að sannanirnar eru þar fleiri og röksemdaleiðslan skýrari en í flestum öðrum ritum um sálræn efni. Það er og fullvíst, að á árunum 1903—1905 hefur hann bar- áttu sína fyrir því máli, sem eftir það var í huga hans mikilvægasta mál mannkynsins alls. En það var sönnun- in fyrir persónulegu framhaldslífi mannsins, og því að hinir framliðnu gætu haft samband við þá, sem enn dveldust í jarðlíkamanum. Kunnugir menn E. H. K. segja, að einn ríkasti þátt- urinn í eðli hans hafi verið varfærnin. Þegar það er haft í huga ásamt sannleiksást hans og gagnrýnu raun- sæi Brandesarmanna, þá er ljóst, að það hefur hlotið að kosta hann mikla leit, mikla umhugsun og mikla bar- áttu áður en hann hefur öðlazt þann sannfæringar- grundvöll, að hann telji sér fært að svara jákvætt spurn- ingunni miklu: Er nokkuð hinumegin? Og þess meg- um vér vera fullviss, að ef leit hans, eftir að öll rök með og móti höfðu verið vegin á hina nákvæmustu vog gagnrýninnar, hefði leitt til gagnstæðs svars við það, sem hann fékk, mundi hann ekki hafa hikað við að bera þeim málstað vitni. Ég get fyllilega tekið undir þau ummæli sr. Jóns Auðuns, „að það var okkar lán, að hann skyldi gerast fyrsti talsmaður spiritismans á íslandi“. Varfærni hans, rökvísi og gáfur voru þeim, er lítið vissu. trygging þess, að hér væri ekki farið með fleipur. Mannúð hans var trygging þess, að málefnið væri í þjónustu kærleikans, og loks var ritsnilld hans og fimi að sækja og verja mál það vopn, sem ruddi mál- efninu braut og þau hertygi. sem örvar andstæðinganna hrukku af, máttlausar og ósaknæmar. Þegar þetta er hugleitt, fljúga mér í hug ummæli sr. Kristins Daníels- sonar í minningarræðu um E. H. K. nýlátinn, en hann segir frá því að í miðilssambandi í Englandi hafi fram 14 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.