Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 8
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM:
Valclimar Björnsson
fjármálará&herm
egar vér heyrum getið um frama eða afrek
manna af íslenzkum stofni úti um lönd, hleyp-
ur oss kapp í kirm, og þykir þá sem land vort
hafi stækkað ofurlítið, og metnaður vor yfir því
að vera Islendingur fær aukinn byr í segl. Vér finnum
þá betur en ella, að það býr kraftur í hinum íslenzka
þjóðstofni.
Einn þeirra manna af íslenzkum stofni, sem mjög hef-
ur vakið athygli manna bæði vestan hafs og hér heima
er Valdimar Björnsson, sem nú fer með embætti fjár-
málaráðherra í ríkinu Minnesota í Bandaríkjunum. Það
er þó ekki einkum hin virðulega staða, sem vakið hefur
athygli, heldur hitt, að honum hefur tekizt hvað eftir
annað að vinna glæsilega kosningasigra í ríki, þar sem
andstæðingaflokkurinn er í greinilegum meiri hluta.
Slíkt segir meira um manninn en langt lesmál.
Valdimar Björnsson er fæddur 29. ágúst 1906 í smá-
bænum Minneota, sem liggur suðvestarlega í Minne-
sotaríki. Foreldrar hans voru Gunnar Björnsson ritstjóri
og Ingibjörg Jónsdóttir Hurdal.
Bæði höfðu foreldrar Valdimars flutzt barnung frá
Islandi til Ameríku eða fjögra ára að aldri. Var Gunn-
ar austfirzkur að ætt, en Ingibjörg úr Dölum vestra.
Gunnar ólst upp í Minneota og nágrenni. Var hann þar
með móður sinni blásnauðri, en með dugnaði tókst
henni að framfleyta sér og drengnum, sem fór að
vinna jafnskjótt og hann hafði þrótt til. Stundaði hann
öll algeng sveitastörf þar vestra og síðar fékkst hann
við verzlunarstörf um Iiríð. Með fádæma dugnaði tókst
honum að afla sér nokkurrar undirbúningsmenntunar.
Rúmlega tvítugur gerðist hann blaðamaður við viku-
blaðið Minneota Mascot, sem gefið var út í Minneota.
Nokkrum árum síðar keypti hann það og átti það síð-
an í 40 ár og gerði það að áhrifaríku blaði, þótt útgefið
væri í smábæ. Ritstjórnargreinar hans vöktu hvarvetna
athygli, og var blaðið talið hið merkasta vikublaðanna
í iVIinnesota. En Gunnar hvarf frá blaðamennsku til
trúnaðarstarfa á opinberum vettvangi, er hann var skip-
aður í skattanefnd ríkisins, og gegndi hann þar störf-
um fram í háa elli, við mikinn orðstír. Um hríð sat
hann á þingi Minnesota ríkis. Ingibjörg kona Gunnars
var merkiskona í hvívetna. Studdi hún mann sinn með
ráðum og dáð, og veitti hinu stóra heimili þeirra ágæta
forsjá. Auk þess starfaði hún allmikið að félagsmálum
bæði meðal Islendinga og enskumælandi manna, og
þótti ætíð vel haldið á málum, þar sem hún kom fram.
Sameiginlegt var það þeim hjónum báðum, að þau
héldu fast við íslenzka tungu og menningarerfðir, og
sköpuðu í sameiningu menningarheimili, þar sem sótt
var til fanga hið bezta meðal Islendinga og enskumæl-
andi þjóða. í því andrúmslofti og umhverfi ólst Valdi-
mar upp ásamt systkinum sínum, en þau voru alls sex,
er upp komust. Þótt efni væru lítil, því að blaðamennska
í smábæ er ekki auðsöfnunarstarf, þá nutu þau systkin
öll háskólamenntunar. Hafa þau öll getið sér góðan
orðstír, og þeir bræðurnir einkum víðkunnir sem
blaðamenn.
Eins og fyrr getur átti Gunnar Björnsson blaðið
Minneota Mascot, en hann átti einnig prentsmiðjuna,
sem það var prentað í og rak hann hvort tveggja í senn
útgáfuna og prentsmiðjuna. Um skeið gaf hann út mán-
aðarblaðið Vínland á íslenzku, og mun það vera eina
íslenzka blaðið, sem gefið hefur verið út í Bandaríkj-
unum.
Valdimar og bræður hans byrjuðu snemma að starfa
við blað og prentsmiðju föður síns. Sumarið 1918, síð-
asta ár heimsstyrjaldarinnar fyrri, var hart að því geng-
ið, að allir vopnfærir menn þar vestra gengju í herinn.
Prentararnir hjá Minneota Mascot hurfu brott frá
störfum sínum, en til þess að fyrirtækið stöðvaðist ekki,
tóku þeir bræðurnir, Hjálmar 14 ára og Valdimar 12
ára, að starfa við prentsmiðju og blað, þar sem hann,
eins og hann segir sjálfur, „lærði prentaraiðn og komst
hægt og rólega inn í blaðamennskuna“. Aðeins 19 ára
að aldri tók Valdimar við ritstjórn Minneota Mascot,
þegar faðir hans fluttist til höfuðborgar ríkisins og tók
til starfa í skattstjórninni, eins og fyrr segir. En í
fleiri horn varð að líta. Um þessar mundir voru þeir
bræður einnig að námi. Höfðu þeir nú þann hátt á, að
þeir skiptust á um að stunda háskólanám og stýra blað-
inu. Þannig að einn var við nám en tveir heima. Luku
þeir síðan háskólanámi í réttri aldursröð, Hjálmar fyrst,
þá Valdimar og Björn síðastur, en aldrei stöðvaðist
blaðið, og það hélt vinsældum og virðingu, þótt ungir
væru ritstjórarnir. En vitanlega seinkaði þetta námi
þeirra lítilsháttar, því að þeir gátu ekki farið beina
leið frá miðskólanáminu áleiðis til háskólans.
Árið 1930 brautskráðist Valdimar frá ríkisháskólan-
um í iVIinneapolis. Næstu árin þar á eftir vann hann
við blaðamennsku og útvarp. Dvaldist hann á æsku-
4 Heima er bezt