Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 30
NÍUNDI HLUTI
Jónatan og Elín hafa lokið við að bera heyið saman í
eina fúlgu, og þar með er fyrirskipun húsbóndans full-
nægt, því að næst taka þau upp tjöldin, kveðja Engja-
flöt og ríða af stað heim. Ferðin er fremur hæg, því að
Jónatan teymir reiðingshest með farangri þeirra. Leiðin
er meira en hálfnuð. Ungi bóndasonurinn horfir yfir
víðar heiðarlendur grannbæjanna tveggja og dáist í
huganum að gróðursæld þeirra. En skyndilega kemur
hann auga á stúlku við rakstur rétt handan við landa-
merkin, og hann þekkir þegar, að það er Lilja í Austur-
hlíð. Ljáin er mikil umhverfis hana, en enginn annar en
Lilja er sjáanlegur í slægjunni.
Hjartað lyftir sér hægt og fagnandi í barmi Jónatans.
Hann hefur ekki getað náð tali af Lilju, síðan þau komu
heim frá náminu í vor. En nú skal hann fara á fund
hennar, fyrst hún er ein á engjum, hvað sem það kostar.
Elín má gjarnan sjá fund þeirra og segja frá honum
heima í Vesturhlíð, ef hún vill, honum er sama um það.
Hann óttast ekkert.
Jónatan ríður að hlið Elínar og segir í flýti: — Viltu
gera svo vel að teyma reiðingshestinn smáspöl fyrir
mig, ég þarf að bregða mér frá.
— Já, það er vellcbmið. Elín tekur við taumnum á
reiðingshestinum, en Jónatan hleypir gæðingi sínum á
sprett og ríður út engið. Elín horfir undrandi á eftir
honum og fylgist með ferðum hans.
Lilja keppist við raksturinn. Faðir hennar þurfti
skyndilega að bregða sér að heiman, en sagði henni að
ljúka við ljána í fjarveru sinni, og það ætlaði hún að
reyna að gera. í morgun þegar hún fór til vinnu sinnar,
hafði rnóðir hennar ákveðið að koma sjálf með mið-
degiskaffið til dóttur sinnar fram í engið og raka þá
með henni til kvölds. Lilja á því von á móður sinni á
hverri stundu.
Skyndilega heyrir Lilja hófadyn rétt hjá sér og lítur
upp frá vinnunni. Og hvað sér hún! Jónatan í Vestur-
hlíð! Hann nemur staðar við hlið hennar og stígur af
baki.
— Jónatan! líður af vörum hennar í djúpri og fagn-
andi undrun.
— Sæl, Lilja mín.
— Komdu sæll, Jónatan. Þau gleyma öllum hættum
umhverfis sig. Hann lýtur niður að henni, og varir
þeirra mætast í fyrsta sinn í löngum, heitum kossi.
— Hvaðan kernur þú svo óvænt, Jónatan?
— Ég kem framan af Engjaflöt.
— Ertu einn á ferð?
— Nei, kaupakonan hans pabba er á næstu grösum.
Lilja lítur óttaslegin í kringum sig og kemur auga á
Elínu. — Hún má ekki sjá okkur, Jónatan.
Hann brosir öruggur. — Mín vegna má hún það, seg-
ir hann.
— En hún kemur upp um þig heima í Vesturhlíð.
— Það gerir ekkert til, ég er alveg óhræddur.
Lilja brosir raunalega. — Svo er mamma væntanleg
hingað á hverri stundu.
— Það er nú öllu verra þín vegna. Ég verð að fara
héðan strax, en hvenær eigurn við að brjóta af okkur
fjötrana, Lilja mín, og bjóða heiminum birginn?
— Ég veit ekki, Jónatan. Vonandi tekst okkur það
bráðlega, en hatrið er ægilegt.
— Já, að vísu, en ástin skal þó sigra það.
— Þú ert svo sterkur og bjartsýnn, ég ætla að reyna
að vera það líka.
— Ég þakka þér fyrir öll dásamlegu bréfin þín í vet-
ur, Lilja mín!
— Sömuleiðis, Jónatan!
— Mér yfirsást heldur en ekki með fyrsta bréfið til
þín, lét það innan í bréf til mömmu!
— Já, það voru hræðileg mistök. Hvað sagði mamma
þín?
— Hún hefur aldrei minnzt á það einu orði, en hún
má vita hvaða hug ég ber til þín. Og það má allur heim-
urinn vita, að ég elska þig, Lilja! — Hann leggur arminn
um herðar hennar, og aftur gleyma þau umhverfinu.
Hún hallar sér sæl að barmi hans, og varir þeirra mætast
á ný í löngum kossi. En þau eru ófrjáls, fangar í viðjum
hatursins, og brátt grípur köld hönd veruleikans inn í
algleymis unað hinna ungu elskenda. Elín er á leið til
þeirra, og Anna í Austurhlíð er væntanleg upp eftir á
hverri stundu. Þau verða því að skilja í þetta sinn.
— Vertu sæl, ástin mín, hvíslar Jónatan heitum
tregaþrungnum rómi.
— Vertu sæll, elsku Jónatan.
26 Heima er bezt