Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 29
Vísnasamkeppni barnanna
Krakkar mínir!
Það væri synd að segja, að fyrripartarnir hennar Kol-
finnu á Kirkjubóli hefðu farið erindisleysu út á lands-
byggðina. Þeir eru nú orðnir að, hvorki meira né minna
en 421 vísu. I allt sumar og haust hafa ótal börn um
allt land keppzt við að yrkja. Þau hafa hugsað og hugs-
að, reynt og reynt aftur — og nú liggur árangurinn
ljós fyrir: fjögur hundruð tuttugu og einn botn, úr öll-
um sýslum landsins. Þetta er mikið vísnasafn.
Skáldin eru lang flest á aldrinum 10 til 12 ára. Skáld-
skapurinn er auðvitað misjafn að gæðum, eins og eðli-
legt er, en mikill meirihluti botnanna er rétt kveðinn
og höfundunum til sóma. Flestir hafa reynt við allar
vísurnar, en fáeinir aðeins við eina eða tvær. Fyrripart-
urinn: „Elskulegir eru þeir“ o. s. frv. virðist hafa orð-
ið bömunum þyngstur í skauti og fengið fæsta góða
botna. Hinir eru nokkuð jafnir. All margir hafa flask-
að á nafninu „Kraki“, tekið það fyrir hund og haft
botninn í samræmi við það. Þeir, sem það hafa gert,
hafa ekki lesið bréfið hennar Kolfinnu nógu vel.
Það var hreint ekld létt verk eða vandalaust að dæma
um beztu botnana, því margir voru ákaflega líkir að
orðum og gæðum. Dómnefndin treysti sér t. d. ekki til
að gera upp á milli þeirra Guðrúnar Ásu og Sigurðar
H. Þeirra botnar voru svo nauðalíkir, þó langt sé á
milli þeirra, — a. m. k. enn þá. Þess vegna hlutu þau
bæði 1. verðlaun.
Þá var það einnig mjög erfitt að velja þá 9 botna
sem hlutu 100 krónur í verðlaun. Þar voru mjög marg-
ir, sem stóðu nærri, — og þeir, sem ekki fengu hundrað-
kallinn í þetta sinn geta verið jafngóð skáld fyrir því.
Það er gaman að veita því athygli hve þátttakendur
eru dreifðir um land allt. Þeir eru úr öllum sýslum og
skiptast svo jafnt milli þeirra, að ómögulegt er að sjá
hvar flest eða fæst er af skáldum. — En eitt er þó dálít-
ið undarlegt, og það er það, að engir botnar bárust frá
börnum í stórborgunum, Reykjavík og Akureyri.
Heima er bezt þakkar ykkur öllum fyrir þátttökuna
og óskar sigurvegurunum til hamingju með verðlaunin.
Það þakkar ykkur einnig og ekki síður fyrir mörg og
vinsamleg bréf, sem fylgdu botnunum, og sérstaklega
er gott að heyra að margir krakkar vilja lesa það og
bíða með óþreyju eftir hverju nýju blaði. — Bréfin
ykkar eru geymd en ekki gleymd, — og það getur vel
verið að við birtum botnana ykkar seinna, smátt og
smátt. Þið skuluð vita.
Og þá má ekki gleyma henni Kolfinnu, sem kom öllu
þessu af stað. Við erum henni ákaflega þakklát, en við
getum elcki annað en vorkennt henni að eiga að botna
einn fyrripart, sem henni var sérstaklega sendur. Hann
er svona:
Kolfinna er kraftaskáld,
kemst hún bráðum upp á tungl.
Höfundurinn er jafnaldri hennar, Bjöm Ófeigsson,
Reykjaborg, Skagafirði. Við álítum þetta óbotnandi
fyrripart. En hvað segir Kolfinna?
Rósberg G. Snædal.
Og héma koma svo úrslitin:
1. verðlaun (dularfulla pakka) hljóta þau Guðrún
Ása Ásgrímsdóttir og Sigurður H. Helgason fyrir botna
sína við sama fyrripartinn. Botnarnir eru svo líkir að
dómnefndin treysti sér ekki til að gera upp á milli
þeirra og hljóta þau því bæði 1. verðlaun. Hér koma
svo botnar þeirra:
Flekka litla er fráræk ær,
frísk og létt í spori.
Seiðir hana sól og blær
suður á fjöll að vori.
Guðrún Ása Ásgrímsdóttir, 11 ára, Ásbrekku, Vatns-
dal, A.-Hún.
Seiðir hana sunnanblær
suður um fjöll að vori.
Sigurður H. Helgason, 11 ára, Grund, Grýtubakka-
hreppi, S.-Þing.
100 krónur hljóta þessir krakkar fyrir góða botna
við fyrripartana hennar Kolfinnu:
Elskulegir eru þeir
alltaf hesta greyin.
Um fjöll og dal, um fen og leir
fyrstir lögðu veginn.
Sigríður Valgerður Finnsdóttir, 8 ára, Skriðu, Hörg-
árdal, Ef.
Fjöður gamla er fallegt hross,
fjörug eins og vindur.
Överðugri á ýmsa kross
orðunefndin bindur.
Friðbjörg Hulda Finnsdóttir, 10 ára, Skriðu, Hörgár-
dal, Ef. ^
Skjalda litla er kosta kýr
kát er hún á vorin.
Þegar vetrarfönnin flýr
flestum léttast sporin.
Júlíus Hólm Baldvinsson, Hamarshjáleigu, Gulverja-
bæjarhr., Árn.
Framhald á bls. 33.
Heima er bezt 25