Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 23
son, Sigfús Blöndal og kona hans, Björg, Jón Þorláks- son og fleiri. Margar ungar stúlkur voru hjá mér, t. d. Elín og Þóra Matthíasdætur, Guðrún Daníelsdóttir og Hólm- fríður Árnadóttir. Margt af þessu unga fólki urðu góðkunningjar mín- ir. Guðmundur Finnbogason skírði heimilið „Landa- kot“. Undir borðum var sífellt stælt urn samband Islands og Danmerkur. Við komum samatv á sunnudögum og oft á kvöldin og skemmtum okkur við leiki, draugasögur, söng og spil. Þegar einhver lauk prófi, var haldin veizla hjá mér. Það var í einu skiptin, sem áfengi var haft um hönd í mínum húsum. Sigfús Einarsson fékk lánaða hjá mér stofu og píanó og stofnaði stúdentakór. Á jólunum bjó ég til laufabrauð og stúdentarnir skáru út. Það dró að marga landa, sem vildu smakka laufabrauð á jólunum. Á aðfangadag reyndi ég að ná til allra íslenzkra námsmanna, sem ekki voru boðnir inn á eitthvert heimili. Þeir voru mér þakklátir og oft var margmennt við jólaborðið. Önnur jólin á aðfangadagskvöld tók ég eftir, að frænda minn, Þorlák Jónsson frá Gautlöndum vantaði við borðið. Hann hafði farið út í bæ einhverra erinda og ekki komið aftur. Ég varð óróleg, því hann var ekki vanur að láta sig vanta. Sigfús Blöndal sagði mér að hafa engar áhyggjur, hann myndi hafa farið til vinar síns Jóns forna. Daginn eftir kom hann ekki heldur. Annan jóladag kom lögregluþjónn með þá fregn, að lík Þorláks hefði fundizt í sjónum við Löngulínu. Á aðfangadagskvöld hafði verið glerhált á götum og mörg umferðaslys orðið. Þorlákur hafði mætt kunningja sínum í ljósaskiptun- um og beðið hann að ganga með sér eftir Löngulínu, skipin væru svo fallega skreytt. Vinur hans hafði ekki tíma og Þorlákur fór einn. Hann hefur vafalaust runn- ið á hálkunni og dottið í sjóinn. Ég kistulagði hann sjálf og sá hvað hann hafði reynt mikið til að bjarga sér, því kné og hendur voru flakandi. Ég hef grun um, að margir á íslandi haldi, að hann hafi fyrirfarið sér, en það er fráleitt. Þorlákur var gáfaður og iðinn við nám. Um vorið hefði hann lokið háskólaprófi í latneskri og grískri mál- fræði. Hann var drengur góður, stilltur og ákveðinn. Allt heimili mitt var þrumu lostið, og þetta slys er ein- hver sú mesta sorg, sem eg hef orðið fyrir. Þorlákur var fóstursonur Gríms Thomsens og Jakobínu móðursystur sinnar. Árið 1918 komu margir úr sendinefndinni íslenzku1) í heimsókn til mín. Það voru þeir Hermann Jónasson, skólastjóri, Hannes Hafstein, Gautlandabræður, Stein- grímur og Pétur Jónssynir, og sr. Árni frá Skútustöð- um. Mig furðaði mjög á því, hvað allir þessir menn 1) Hér mun sennilega átt við Alþingismannaförina til Dan- merkur 1906. voru orðnir hærðir, enda þótt sumir þeirra væru ekki orðnir gamlir. Þeir drukku hjá mér kaffi, og síðan gengum við út í kirkjugarð að leiði Þorláks Jónssonar, og þar sagði sr. Árni nokkur hjartnæm orð. Ég hafði margar ungar stúlkur, sem voru sendar mér frá Islandi. M ciri hlutinn voru gallagripir, sem ég átti að reyna að temja og kenna húshald. Aðrar áttu von á óvelkomnum börnum. Mér tókst furðanlega að hafa lag á þeim og margar reyndust mér vel. Einu sinni sem oftar kom til mín stúlka af íslandi. Hún var að austan og hét Helga. Hún var rangeygð á báðum augum, og afar heimalningsleg. Ég fór með hana til læknis og augun voru rétt, og eftir nokkurn tíma var henni farið svo fram, að hún var lítt þekkjan- leg. Hún var myndarleg til vinnu og fjörug. Það var einhverju sinni, að ég skrapp út í bæ og bað Helgu að sjóða matinn. í staðinn fyrir lárberjalauf setti hún sinnepsbelgi í sósuna, ekki veit ég hvort hún gerði það af skömmum sínum eða í misgripum. Við reyndum að veiða þá úr sósunni og enginn fann neitt að matnum. Daginn eftir sat ég við borðið til að vita hvað pilt- arnir segðu. Ég komst að því að það hafði verið órói á Garði um nóttina. Einn piltanna, læknanemi, sem kall- aður var Páll hvíti, sagði: „Kjötið var ekki skemmt, þá hefðum við líka haft magaverk.“ Ég sagði Helgu að fara inn í stofu og játa yfirsjón sína, því ég vildi ekki að þeir héldu, að þeir hefðu fengið skemmdan mat. Hún gerði það og allir skellihlógu. Danskur læknir sat við borðið, Dr. Svind að nafni. Hann sagði: „Það var rétt, Helga, þeim hefur ekki veitt af að hreinsast, ég hef oft séð fjögur buff hverfa inn fyrir sama vesti.“ Hann kom til mín á eftir og spurði mig hvað lengi ég „héldi út“ að bera svo mikið á borð. Ég skammtaði ekki, eins og tíðkaðist á öðrum matsölum. „Aumingja drengirnir, þetta er eina máltíð- in, sem margir þeirra fá á dag,“ svaraði ég. Helga fór seinna til Ameríku og giftist þar íslenzk- um stórbónda. Þeir stúdentar, sem ég hafði í fæði, eða bjuggu hjá mér, voru reglusamir og skylduræknir. Þeir vildu vera landi sínu til sóma og voru það. Enginn þeirra skuldar mér eyri. Félagslíf íslendinga í Höfn var um þessar mundir bæði fjörugt og skemmtilegt. Ég lýsi hér leikþáttum, sem leiknir voru á íslenzkri skemmtun. í fyrsta þætti stóð Ingólfur Arnarson á fótstalli og studdist fram á hásætissúlurnar. Stúdentar með hvítar húfur sátu á bekkjum í kring. Þeir töluðu saman um illt árferði á íslandi og atyrtu Ingólf fyrir landnám hans. I öðrum þætti eru híbýli íslenzks stúdents í Höfn sýnd. Lítið herbergi með járnrúmi, borði, spegli og þvottaborði og tjaldað fyrir föt í einu horninu. Stúdent situr við borðið og snæðir hádegisverð. Hann rífur fisk úr roði og borðar srnjör úr öskju. Þá er bankað á dyr og pilturinn flýtir sér að troða matarleifunum inn í Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.