Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 26
Það gerðist í maí-mánuði vorið 1923. Ég var þetta
vor í Danmörku og dvaldi eina viku við lýðskólann í
Hróarskeldu. Þar eru margar reisulegar, gamlar bygg-
ingar, og umhverfis byggingarnar var þroskamikill og
fallegur trjágarður. Þetta vor vann í garðinum ungur
sænskur garðyrkjumaður. Þegar ég sat ekki í kennslu-
stundum í skólanum, var ég oftast úti hjá sænska garð-
yrkjumanninum. Bar tvennt til þess. í fyrsta lagi var
þetta ungur og skemmtilegur maður og svo talaði hann
sænsku. Eg hafði þá aðeins lært dönsku, en ég hafði þó
sérstaklega gaman af að heyra hann tala sænskuna, og
þar sem málin eru svo skyld, fundum við ekki til neinna
erfiðleika í samtalinu, þótt annar talaði sænsku en hinn
dönsku. I öðru lagi var þessi sænski garðyrkjumaður
svo nærfærinn og mjúkhentur í aðbúð sinni við blóm
og trjágróður að hrein unun var að fylgjast með vinnu-
brögðum hans.
Inni á lóð skólans var verið að reisa nýjan kennara-
bústað. Var hann hlaðinn úr múrsteini eins og algengt
er með byggingar í Danmörku. Múrsteininum var ekið
að á stórum vörubíl og var akbrautin frá hliðinu að
byggingunni dálítið upp í móti. — Einn morguninn
hafði rignt all-mikið, svo að akbrautin, sem ekki var
malborin, var mjög sleip. Bíllinn kom nú þunghlað-
inn inn um hliðið og bílstjórinn reyndi að halda full-
um hraða upp hallann, en þar sem akbrautin var mjög
sleip fór bíllinn að „spóla“, missti hraðann og rann
aftur á bak niður hallann. Annað horn bílpallsins rakst
þá utan í ungt, hálfvaxið beykitré og klauf utan úr
því dálítinn flaska. Garðyrkjumaðurinn sænski var
þarna skammt frá við vinnu sína og ég hjá honum.
Strax og bíllinn var farinn, fór garðyrkjumaðurinn að
athuga sárið á trénu. Hann fór æfðum höndum um
tréð, eins og þegar góður læknir fer höndum um slas-
aðan mann. Hann tók flaskann, sem hékk á taug og
gætti þess vel, að sárið væri alveg hreint og Jagði svo
flaskann, með trjáberkinum á, ofan í sárið og þrýsti
því þannig saman að hver rauf í flaskanum féll saman
við opið sárið og þrýsti þétt að. Síðan tók hann snæris-
þátt og batt utan um tréð og flaskann og herti vel að.
Því næst sótti hann fötu með tjörublandinni feiti og
smurði allt í kringum sárið. Þetta tók ekki langan
tíma, og að verkinu loknu leit garðyrkjumaðurinn
brosandi til mín og sagði: „Nú er trénu bjargað. Eftir
nokkur ár sér þess varla merki að það hafi særzt. Ef
ekkert hefði verið við þetta gert, hefði raki getað kom-
izt í sárið og valdið fúa innan frá, og þá var tréð í
hættu.“ Ég horfði hugfanginn á garðyrkjumanninn
unga, sem talaði um beykitréð, eins og það væri lífi
gædd, mannleg vera.-------
Vel er hægt að líkja æskulýð þjóðanna við gróandi
trjástofna. Þessir ungu trjástofnar eiga í framtíðinni að
bera þroskamikla trjákrónu og mynda fræ. Vaxandi
trjástofnar þurfa góða aðbúð, og eins er það með upp-
vaxandi æskulýð. Tréð þarf hæfilega hlýtt loft, raka
og frjóan jarðveg, til að ná fullum þroska, og slys geta
hent. Grein getur brotnað og stofninn skaddazt. Eins
er því farið með æskulýðinn. Hann þarf góð vaxtar-
skilyrði, til að ná æskilegum þroska. Hann þarf hollt
fæði, fatnað og húsnæði, kennslu í bóklegum greinum
og æfingu í vinnubrögðum. En fremst af öllu þarf
æskulýðurinn góð uppeldisskilyrði, góða aðbúð. Þetta
veita góð heimili og góðir skólar. En æskulýðurinn get-
ur líka orðið fyrir slysum og óhöppum, eins og vax-
andi tré skógarins, og þá veltur mjög á kærleiksríkum
garðyrkjumanni, sem kann tökin á því að græða sárin
og hlúa að veikum plöntum, eins og sænski garðyrkju-
maðurinn í trjágarðinum í Hróarskeldu. Vörubíllinn
þunghlaðni skaddaði unga beykitréð og hefði vel getað
orðið bani þess, ef lán hefði ekki verið með í slysinu
og læknandi hendur nærstaddar.
Og þrátt fyrir fullyrðingu mína um bjartar framtíð-
arvonir núlifandi æskulýðs, er ekki því að leyna, að
lífsbraut æskumannsins er á öllum tímum áhættusöm,
og ekki sízt nú á hinum miklu gjörbreytingartímum.
Kjarnorkuöld með geimförum og hnattferðum, að
ógleymdum helsprengjum og öðrum drápsvopnum, get-
ur breytzt í ógnaröld, ef handleiðsla guðs og heillarík
störf góðra manna geta ekki stöðvað vígbúnaðarkapp-
hlaupið.
Hinn þungi stríðsvagn hefur ekið um löndin undan-
farna tvo áratugi, oft með miklum hraða og skaddað
margan góðan stofn æskulýðsins, ýmist andlega eða
líkamlega.
Frá því í september árið 1939 og þar til í maímán-
uði árið 1945, var hinn þungi stríðsvagn á fleygiferð
um löndin og hlífði engu. Um 6 ára skeið var stríð og
stríðsótti um víða veröld. Æskulýður þeirra ára var í
stöðugri hættu á allan hátt. Sex ár í lífi æskumanns er
langur tími. Enginn æskumaður bíður þess bætur, ef
hann glatar sex árum úr ævi sinni. Vegna sérstöðu Is-
lands og fjarlægðar, slapp æskulýðurinn íslenzki betur
en ungmenni stríðsaðila, en þó varð stofninn fyrir
mörgum stórum sárum og margur góður efniviður féll
í valinn. Enginn veit fyrir víst, hvernig tekizt hefur
hjá íslenzku þjóðinni að græða sárin og hlúa að veikum
stofnum, sem hinn þungi stríðsvagn særði. Enn erum
við ekki laus við áhrifin frá þessari sex ára ógnaröld
og vissulega er margt, sem æskulýð íslands er talið til
vanza, arfur frá þessum árum.
Ég vík þá aftur að ferðamönnunum tveimur, þar sem
annar ratar leiðina, en hinn er að leggja upp ókunnur
leiðinni. Báðir geta grætt, hvor á öðrum. Sá, sem legg-
ur ókunnur á hættulega leið, getur mikið grætt á leið-
sögu þess, sem leiðina hefur farið, og sá sem leiðbein-
ingar gefur nýtur þess að hafa orðið öðrum að liði.
Það er eins konar garðyrkjumannsstarf í trjágarði
mannlífsins.
Ég hef því þá trú, að heillavænlegt sé að tengja vel
saman í þjóðlífinu fortíð og nútíð og þannig verði
framtíð æskulýðsins bezt tryggð að þessari reglu sé
fylgt. Það má þó aldrei gleymast, að leiðbeiningar
einar veita aldrei fullt öryggi, hvorki ferðamanni á
ókunnum leiðum eða uppvaxandi, veiklyndum æsku-
lýð. Þar veltur meira á meðfæddum hæfileikum og far-
sælum venjum.
22 Heima er bezt