Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 25
RiTSTJÓRI
NÁMSfJ
HVAÐ UN
ÞATTUR 4ESKUNNAR
Hugieiáing viS áramót
Áfabur enskur lávarður sagði um síðustu alda-
mót, er rætt var um kosningarétt og kjör-
ff gengi ungra manna, sem þá var mikið deilu-
mál: „Ég er fæddur árið 1853 og öfunda alla,
sem seinna eru fæddir.“
Ég skil vel orð þessa spaka manns. Lífsglöð, tápmikil
og hraust æska er öfundsverð í augum þeirra, sem eldri
eru. Lífskjör þjóðanna fara stöðugt batnandi. Líf
manna verður fjölbreyttara og auðugra að lífsgæðum
eftir því, sem aldirnar líða. Æskulýðurinn á hverjum
tíma á von um bjartari framtíð og lífskjör, sem auð-
ugri verða að lífsnautn og þroska, en líf þeirra, sem á
hverjum tíma hafa lokið sinni æsku og þegar lifað sín
beztu ár. Flestir fullþroska, aldraðir menn munu því
geta tekið undir orð hins enska lávarðar, að þeir öfundi
þá, sem seinna eru fœddir.
Ef til vill munu nú einhverjir vilja færa rök fyrir
því, að þetta álit á framtíðinni sé blandað ofmikilli
bjartsýni, því að menning og lífskjör hafi ekki ætíð
verið í stöðugri framför, heldur hafi þar átt sér stað
kyrrstöðutímabil og jafnvel afturför. Fyrir þessu má
eflaust færa nokkur rök, en ef við lítum til nútímans,
þá er sannleikurinn sá, þrátt fyrir það sem áfátt er, að
aldrei hefur menning og mannsæmandi lífskjör náð til
eins margra og nú, hina síðustu áratugi, þótt enn vanti
mikið á, að kærleikur og jafnrétti ráði ríkjum í okkar
misfríðu veröld.
En ef framtíðin er svona björt og lífskjör nútíma
æsku betri og glæsilegri en áður, er þá nokkur vandi á
höndum þessa hamingjusama æskulýðs, sem á heiminn
og framtíðina? Þessa spurningu vil ég hugleiða, þótt
fráleitt geti ég veitt við henni fullgilt svar. En hvað
sem ritað er og rætt um nútíma æskulýð, kosti hans og
galla, þá fær það á engan hátt breytt hinu aldagamla
lögmáli, að æskulýður nútímans tekur á næstu áratug-
um við öllum völdum, því að hann á heiminn. En hvað
getum við þá gert, sem erum að skila af okkur í hend-
ur þessa unga æskulýðs? Við getum lítið annað gert,
en reyna í hógværð að gefa góð ráð, og fela svo for-
sjóninni framtíðina.
Ef ferðamaður, sem ókunnur er leiðinni, mætir manni
sem farið hefur þessa sömu leið og þekkir hana, þá
þiggur hann fúslega leiðbeiningar hjá þeim kunnuga,
og sá sem þekkir veginn hefur ánægju og innilega gleði
af því að leiðbeina hinum.
Þetta dæmi um ferðamenn, annan kunnugan, en hinn
ókunnugan, skýrir nokkuð viðhorf hins fullorðna og
æskumannsins. Sá, sem þekkir veginn, telur sig geta
gefið góð ráð, en sá, sem framandi er á veginum þigg-
ur þessi ráð, en finnur þó með sjálfum sér, að fyrst og
fremst á hann fararheill undir sínum eigin hæfileikum,
hugrekki, gáfum og ratvísi.
Nú er ég einn í hópi þeirra manna, sem hefur að
nokkru leyti haft það að lífsstarfi, að leiðbeina á vand-
rataðri leið, þeim, sem leggja upp ókunnir leiðinni. Mig
langar því enn til þess, í byrjun þessa nýja árs, að ger-
ast leiðtogi og gefa ráð, en verð þó að viðurkenna það,
að oft getur þeim líka skjátlazt, sem leiðina eiga að
rata.--------Ég ætla þá fyrst að rifja hér upp gamalt
atvik, sem mér fer ekki úr minni.