Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 32
sveit. Þeir nema báðir staðar og heilsast vinalega. Kunn-
ingi Atla fer þegar í brjóstvasa sinn og dregur upp
áfengispela.
— Fáðu þér hressingu, gamli vinur, segir hann og
réttir Atla glasið. Atli er því óvanur að neyta áfengis,
en nú er hann í svo æstu skapi og illa fyrir kallaður, að
hann hugsar sér að þiggja hressingu, áður en hann byrj-
ar að draga fé sitt. Hann tekur við vasapela kunningja
síns og drekkur úr honum vænan teyg. Áhrif hins
sterka vínanda stíga honum brátt til höfuðs og deyfa
þegar rétta skynjun hans. Hann tekur sér annan teyg
og stærri úr glasinu, og réttir það svo aftur kunningja
sínum með þökk fyrir skenk. Síðan ganga þeir inn í
réttina.
Jón í Austurhlíð er réttarstjóri að þessu sinni eins og
mörg undanfarin haust. En að þessu sinni er hann einn
staddur hér af fjölskyldu sinni. Endurminningin frá
síðasta gangnadegi réð því, að mæðgurnar í Austurhlíð
voru kyrrar heima í dag.
Réttarstörfin eru hafin af fullum krafti. Féð er hand-
samað, mörkin skoðuð og síðan dregur hver í sinn dilk.
Bændurnir í Austur- og Vesturhlíð hafa átt „dilka“
hlið við hlið, síðan réttin var byggð, og aldrei komið
til neinna árekstra af þeim sökum.
Jón og Atli koma báðir jafnsnemma með lömb, hvor
að sínum dilkdyrum og opna þær. Jón er fyrri til að
hleypa sínu lambi inn fyrir dymar, en Atli er orðinn
reikull í spori og hrasar, og við það missir hann tökin
á lambi sínu, og það þýtur inn í Austurhlíðardilkinn.
Jón snarast á eftir því og rekur það harkalega fram í
réttina aftur. Atli horfir hatursfullum augum á nágranna
sinn, og stillingu hans er nóg boðið. Áhrif áfengisins
gera hann einnig djarfari til illdeilna og svæfa siðferðis-
kennd hans. Hann æðir að Jóni og hrópar af heiftaræði:
— Níðist þú á saklausum skepnum, ómennið þitt!
Þú skalt fá það borgað. Atli greiðir Jóni þungt högg í
andlitið. Jón hopar hvergi og svarar þegar með áþekku
höggi beint á nasir Atla. Og þar með er hatursfullt
handalögmál hafið milli grannbændanna.
Allir sem í réttinni eru, hætta störfum, því enginn
vill missa af viðureign nágrannanna. Sumir horfa á að-
farir þeirra af spenningi, en þó fleiri með skelfingu.
Aldrei áður hefur verið barizt í illu við þessa rétt. Flest-
um í sveitinni er eitthvað kunnugt um óvildina á milli
grannbæjanna, en að hún væri svona ægilcg, hefur eng-
um komið til hugar.
Viðureign bændanna harðnar stöðugt, og blóðið
rennur úr andlitum beggja. — Það verður að skilja
mennina, áður en þeir drepa hvorn annan, kveður við
úr hópi réttarmanna, en áður en nokkur gefur sig fram
til þess, ganga þeir Jónatan í Vesturhlíð og Geir á
Grund inn í réttina. Þeir höfðu rétt áður farið saman
inn í veitingatjaldið til að kaupa kaffi. Þeim er þegar
ljóst, hvað hér er um að vera. Þeir ganga til bændanna
án þess að mæla orð, Jónatan rennir sér á milli þeirra
og tekur um hendur föður síns, en Geir leggur höndina
yfir herðar Jóni og segir fast og hlýlega:
— Komdu héðan, vinur, og lofaðu mér að tala við
þig. Jón sýnir engan mótþróa og lofar Geir að leiða sig
út úr réttinni. En Atli brýzt um í höndum sonar síns
og ætlar að slá hann. Jónatan herðir á tökum sínum til
að verja sig og segir rólega. — Nú er nóg komið af
slagsmálum, pabbi. — Svo leiðir hann föður sinn á brott.
Sundurdrátturinn hefst að nýju. Geir og Jón koma
aftur innan lítillar stundar í réttina, og Jón tekur til
starfa á ný, eins og ekkert hafi í skorizt, en Jónatan á
erfitt með að sefa föður sinn. Þó tekst honum það að
lokum, og þeir halda einnig áfram að draga fé sitt.
Dagurinn líður. Réttarstörfunum er lokið, og hver
heldur heim til sín með sína hjörð. En myrkur og
skuggi hvílir í hugum flestra yfir endurminningu þessa
bjarta gangnadags.
XV.
Um þessar mundir er mikið vetrarríki. Stormur æðir
um geiminn, og fönnin hleðst niður á helfrosinn svörð-
inn. Feðgarnir í Vesturhlíð eru að koma úr fjárhúsun-
um frá því að gefa fénu og eru nú á leiðinni heim til
bæjar. Hríðin færist í aukana, og þeir sjá varla út úr
augum. En skyndilega greinir Jónatan eitthvert óvænt
hljóð gegnum veðurgnýinn. Hann nemur staðar og
segir: — Hvaða hljóð var þetta? Heyrðir þú ekkert,
pabbi?
— Nei. Atli nemur einnig staðar, og þeir hlusta báð-
ir. Aftur berst sama hljóðið til Jónatans, og nú heyrir
Atli það líka. Jónatan hvessir augun út í sortann, en sér
ekkert. Það er einhver að kalla á hjálp, segir hann. —
Já, það er ekki um að villast. — Við reynum að ganga
á hljóðið og vita, hvað um er að vera.
Þeir halda aftur af stað, og hið greinilega neyðarkall
berst nú stöðugt til þeirra. Það er að heyra sem það
komi frá fjárhúsunum í Austurhlíð. Feðgarnir eru nú
28 Heima er bezt